Stúdentablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 13
ent vil ég hér þakka sérstaklega fyrir
vináttu þá og góðvild, sem mér hefur
verið sýnd, bæði af prófessorum og
samstúdentum. Þessi góðvild og vin-
átta skifta miklu máli, þegar maður
kemur til framandi lands, og ekki
hvað sízt þegar hann á við nýtt og
erfitt tungumál að etja, sem hann
getur ef til vill skilið, þegar það er
ritað, en ekki alltaf, þegar það er tal-
að. Góðan stuðning í þessu máli
veitir Háskóli Islands með kennslu
fyrir erlenda stúdenta. Auk þess er
Háskóli Islands ekki of stór — hann
er of lítill, mundu margir Islending-
ar segja, og með réttu hvað kennslu
varðar, þar sem hún verður ekki veitt
í öllum venjulegum háskólagreinum
— en það er hrein blessun fyrir út-
lendinga að sleppa undan hinum
risavöxnu háskólum í öðrum lönd-
um. Þegar háskóli er tiltölulega lítill,
verður einnig auðveldara að halda
góðu sambandi milli kennara og
stúdenta og milli stúdenta innbyrðis,
og andrúmsloftið innan Háskóla ís-
lands virðist mjög til fyrirmyndar.
A Islandi er margt, sem útlend-
ingum finnst ánægjulegt, en engu
að síður er auðvitað ýmislegt, sem
hægt er að gagnrýna. Margir ferða-
menn eru hissa á ísenzkum áfengis-
lögum, sem virðast vera einstök í
sinni röð. Líka mætti benda á þann
skort á stundvísi, sem kemur fram
hjá mörgum Islendingum. Þetta hef-
ur sennilega sérstakar þjóðfélagsleg-
ar ástæður, og enginn skyldi gagn-
rýna þetta án þess að hafa hliðsjón
af sögu landsins og þjóðarinnar.
„ísland er ekki Evrópa”, sagði mér
Islendingur einu sinni. Þetta getur
verið rétt frá sagnfræðilegu og land-
fræðilegu sjónarmiði. Island hefur
vissulega þróazt mjög á sinn hátt.
Hins vegar finnst mér sem þjóðin
reyni að sumu leyti að taka upp
evrópska og bandaríska siði meira
en góðu hófi gegnir t. d. í skemmt-
analífi. Eða ef til vill væri réttara
að segja, að menn geti ekki barizt
gegn þess konar erlendum áhrifum.
Eitt þeirra vandamála, sem Islend-
ingar eiga sammerkt mörgum öðr-
um mannfáum þjóðum, er hvernig
hægt sé að vinna úr erlendum áhrif-
um sér til gagns og jafnframt við-
halda þjóðareinkennum sínum. Enda
mun þetta vera mjög erfitt viðfangs-
efni á Islandi, sem hefur orðið fyrir
meiri tæknilegum og félagslegum
umbyltingum á skemmri tíma en
margar aðrar þjóðir.
Erlendur fræðimaður hefur borið
íslendingasögurnar saman við landið
sjálft. Hvorttveggja virðist við fyrstu
sýn kalt og óárennilegt, en þegar þau
eru rannsökuð nánar, kemur í Ijós,
að þau hafa til að bera mikla hlýju,
laugar og glóandi hraun er í jörð-
inni, og ólgandi tilfinningar í sög-
unum.
Eins og minnst var á hér að fram-
an, væri freistandi að færa þessa
mynd yfir á þjóðfélagið. Margir út-
lendingar hafa komizt að raun um,
að ríkt tilfinningalíf felst í hugum
Islendinga. Það sannast einnig af
íslenzkum skáldskap, bæði að fornu
og nýju. Þó notaði ég viljandi sögn-
ina „felst" af því að það er ekki allt-
af auðvelt að komast að þessu til-
finningalífi í daglegri umgengni við
Islendinga. Maður þarf að leggja
nokkuð á sig til þess að komast að
hugsunum og tilfinningum þeirra.
Sumir erlendir stúdentar hafa þess
vegna kvartað yfir því, að erfitt sé
að kynnast þessari þjóð. Nú er það
xtuðvitað algengt fyrirbrigði, að
menn reyni oft lítið til að koma til
móts við útlendinga í samskiptum
þeirra við þá, ekki hvað sízt vegna
þeirra vandræða, sem ólík tungumál
manna geta valdið. Að öðru leyti er
margt undir hinum erlendu stúdent-
um sjálfum komið. Því miður sýna
þeir oft tilhneigingu til þess að
halda hópinn um of og umgangast
hver annan meira en Islendinga. A
þennan hátt bindast þeir í einskonar
„circulus vitiosus", sem þeim stendur
næst að brjóta. Ef þeir leitast við af
fremsta megni að læra málið og
reyna að kynnast og skilja menningu
og þjóðlíf íslendinga, gætu þeir haft
mika ánægju af samvistum við þá.
Islenzkir stúdentar halda einnig
skemmtilegar samkomur, sem eru
ágætt tækifæri til að auka kunnings-
skapinn milli íslenzkra og erlendra
stúdenta.
Lesendur geta nú spurt sjálfa sig:
Hver er niðurstaða þessara „ber-
söglisvísna"? I fáum orðum gæti
hún verið á þessa leið: Island er
hrífandi land, ef til vill einmitt af
þeirri ástæðu, að það býður sig ekki
beinlínis fram eins og mörg önnur
lönd, heldur lætur það útlendingun-
um sjálfum eftir að uppgötva sig.
Þetta tekst ekki vel án nokkurrar á-
reynslu. Hins vegar felst í því ögr-
un, sem útlendingar ættu að sinna.
Þar er til mikils að vinna.
Erik Simensen,
Noregi
Hvað réði vali þínu
Gunnar Björnsson, stud. theol.
Vali mínu réði vissan um nauðsyn
á eflingu kristninnar, og löngun til
þess að verða þeim málstað að liði.
Bergþór Konráðsson, stud. oecon.
Sá hugsanagangur virðist ríkjandi í
menntaskóla og jafnvel allt upp í
háskóla að læknisfræði og verkfræði
sé fyrir þá sem eitthvað vilja læra,
en aðrar deildir og þá sérlega við-
skiptafræði sé fyrir þá, sem ætli að
taka lífinu rólega að loknu stúdents-
prófi — tossadeildin.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
engin deild býður upp á jafn fjöl-
breytta atvinnumöguleika og ein-
mitt viðskiptadeildin.
Það verður að teljast stór kostur,
að viðskiptafræðinám tekur aðeins
fjögur ár, en sé maður ekki ánægður
að því loknu, eru möguleikar til
framhaldsmenntunar óþrjótandi.
Fáar þjóðir eru eins háðar utan-
ríkisviðskiptum og Islendingar, en
þar er við óþrjótandi vandamál að
glíma, en efnahagsmálin hér bera
það með sér, að vart sé vanþörf há-
skólamenntaðra manna við þau að
eiga.
Viðskiptadeidin er ung og vart
fullmótuð, en hefur þó sýnt og sann-
að gildi sitt og ég vona að hún haldi
ávallt áfram að vera ung, en staðni
aldrei í formsatriðum, því þá hef-
ur hún misst tilverugildi sitt.
Refurinn Mágus, „symbol" deild-
arinnar, kvað vera skýrður eftir
Bragða-Mágusi jarli, sem frægur var
fyrir viturleg ráð, brögð og fjöl-
kynngi — í trausti þess að viðskipta-
fræðinemar næmu þessar listir land
og þjóð til heila og með trú á nauð-
syn viðskiptafræðinga í þjóðfélag-
inu, valdi ég þessa deild.
13
STÚ DENTABLAÐ