Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 15
Fréttir úr deildar- félögunum Frá Félagi guðfræðinema Guðfræði er fræðigrein, er leitast við að túlka helg sannindi kristinnar trú- ar, svo að þau geti orðið hverri kyn- slóð dýrmæt eign. Þótt sannindi trú- arinnar séu á öllum öldum þau sömu, þarf samt sem áður alltaf að færa þau í búning hvers tíma, gera þau skiljanlegri nútímamanninum. Vegur guðfræðinnar hefur á hin- um ýmsu skeiðum sögunnar verið misjafn. Um eitt skeið var guðfræði eina fræðigreinin, sem menn lögðu stud á; guðfræðingar miðalda voru alfræðingar, með lausn allra vanda- mála í kollinum eða a. m. k. ekki langt frá honum. En nú er þetta allt breytt. Af guðfræðinni fæddust margar aðrar fræðigreinar, og sum þeirra afkvæma eru ekki alltaf á því að viðurkenna móður sína. Allt um það. Guðfræði er enn til; móðir allra fræðigreina á sér enn sess; innan veggja H.í. í stofu V. Þeir eru fremur fáir, sem sótt hafa á mið hennar um þekkingu, lítill, en þó samstæður hópur, og allir undrast þeir fersku gömlu konunnar og fjör. Þeir, sem að prófi komast, sjá það allir, að þrátt fyrir svo og svo margra ára nám, hafa þeir síður en svo getað náð allri þekkingu; gamla konan lumar á ýmsu enn. Guðfræðinemar hafa undanfarið ár haga félagslífi sínu líkt og næst- liðin ár. Fundir í félagi þeirra hafa verið haldnir reglulega, og er á þeim fjallað um ýmisleg málefni, fræði- leg bæði og hagnýt. Félag guðfræði- nema hefur og gengizt fyrir messum í kapellu háskólans einu sinni í mán- uði. Sjá guðfræðistúdentar um messugjörðina sjálfir að öllu öðru leyti en því, er að altarisþjónustunni lýtur. Hafa stúdentar í þessum mess- um sínum að jafnaði notað hið klass- íska messuform, en sívaxandi áhugi virðist vera á meðal þeirra á endur- nýjun messunnar, og feta þeir þar i fótspor kollega sinna í nágranna- löndunum. Ennfremur gengst Félag guðfræðinema fyrir morgunbænum á hverjum morgni kl. 10 í kapellu skólans, og er það hvatning vor til yðar, samstúdentar, að þér látið sjá yður við þær athafnir dálitlu fleiri en verið hefur undanfarið. Hið nýjasta í félagsmálum guð- fræðinema er það, að danskir guð- fræðinemar buðu námsfélögum sín- um á öðrum Norðurlöndum á ráð- stefnu um sameiginleg málefni. Var sú ráðstefna haldin í Danmörku dag- ana 14.—19. nóv. 1966. Héðan af Islandi fóru tveir fulltrúar. Er það von vor, að til frekari kynna megi draga milli vor og félaga vorra á Norðurlöndum, en til þessa höfum vér íslenzkir guðfræðinemar farið helzti mikið varhluta af kynnum við guðfræðilegt líf annars staðar, og er það skaðlegt. Island er nú á allan hátt að losna úr einangrun þeirri, er það um langt tímabil sögu sinnar var í. Islenzk guðfræði var dálítið sein á sér, en þar hafa breytingar orð- ið á á seinustu árum, og vonandi verða frekari kynni vor við aðra guðfræðinema á Norðurlöndum og helzt víðar til þess að eyða þeirri einangrun að fullu. Að svo mæltu árna ég yður öllum friðar og blessunar á þessum mikla hátíðis- og vonardegi þjóðar vorrar. Einar Sigurbjörnsson, stud. theol.: Frá félagi læknanema Sprengidagskvöld 4. marz 1933 var Félag læknanema stofnað. Stóðu að þeirri stofnun Olafur heitinn Geirs- son, Bjarni Jónsson og Baldur John- sen. Félagið hefur því slitið barns- skónum og látið vel að stjórn, þrátt fyrir sviftivinda í stjórnmálum og lífsháttum, sem geisað hafa þessi 33 ár, enda kjörviður í kili. Félagsstarfið er margþætt og blómlegt. Skal hér reynt að gera því nokkur skil. Haldnir eru fræðslufundir um læknisfræðileg efni og er ýmist að stúdentar sjálfir sjái um fundina að mestu eða fengnir eru læknar til að halda fyrirlestra. Kynningafundur er haldinn ár hvert þar sem nýstúdent- um er kynnt starfsemi félagsins, námsefni, námstilhögun o. fl. varð- andi læknisfræði. Þá eru haldnir skemmtifundir, árshátíð og farinn „Vísindaleiðangur''. Félagið gefur út „Læknanemann" hið föngulegasta rit, sem flytur margvíslegan fróð- leik. Samskipti við stúdenta erlendis hafa verið talsverð, en „Pollurinn" 15 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.