Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 16

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 16
er dýr yfir að fara og því ekki verið eins mikill möguleiki á að kynnast og bjóða heim erlendum stúdentum eins og kostur hefði verið. Stúd- entaskipti hafa þó verið talsverð og hafa þeir stúdentar, sem erlendis hafa farið, notið nokkurs styrks til þessa. Félagið er aðili að alþjóðasam- tökum læknanema, I. F. M. S. A., sem vinnur að aukinni kynningu milli læknanema, svo og kynningu á læknisfræðilegu efni, og bótum á kennslufyrirkomulagi o. fl. Umbætur í kennslumálum í læknadeild H. I. hafa verið í brenni- punkti s. I. misseri, enda brýn þörf róttækra umbóta. Hefur nefnd, skip- uð til að vinna að breytingartillög- um, unnið dyggilega og haft náið samband bæði við kennara í lækna- deild svo og læknanema. Er niður- stöðu að vænta inn-'.n skamms. Eitt er þó augljóst, en það er, að læknadeildin er að sprengja Háskól- ann utan af sér og er brýn þörf á að byggja sér stofnun yfir læknadeild einkum ef hið nýja kennslufyrir- komulag á að verða að nokkru gagni og er það ekki hvað sízt beinn hag- ur fyrir kennara deildarinnar, en hann mætti svo sannarlega bæta. Félagið hefur mikil samskipti við aðila utan háskólans; lækna, sjúkra- hús o. fl. og hefur þetta einkum komið til af því að læknanemar stunda með námi margs konar störf, er lúta að heilbrigðismálum. Má sér- staklega geta þess að samvinna milli Félags læknanema og læknafélag- anna er nú með ágætum og er það mikill styrkur fyrir læknanema. Núverandi formaður F.L. er Snorri Sveinn Þorgeirsson. Reykjavík, 17. nóvember Guðni Þorsteinsson, ritari F. L. Frá Orator Svo sem nafnið bendir til, er greinar- korni þessu ætlað að gefa nokkrar upplýsingar um það, hvað laganem- ar hafa haft fyrir stafni að undan- förnu. Það skal þó tekið fram þegar í upphafi, að hér verður svo til ein- ungis fjallað um atburði, sem fyrir- fram hafa verið skipulagðir af stjórn Orators, með almennri þátttöku fé- lagsmanna. Fréttir þessar munu því bera ólíkt meiri keim af skýrslu stjórnar en slúðursögum um ein- staka félagsmenn, eða afrekaskrá þeirra sem einstaklinga. Mér er ljóst að deildarfréttir þær, sem ég ætla að þegja yfir myndu vekja ólíkt meiri athygli en þær, sem ég ætla að segja. Eru þetta einkenni lélegs frétta- manns. Þetta eru einnig einkenni góðs fréttamanns. Það fer því eftir lesandanum hvort þetta eru góðar eða lélegar fréttir. Nú verða sagðar fréttir. Þórður Asgeirsson segir fréttirnar. Ur laga- deild Háskóla Islands er ekkert að frétta síðan 4. nóv. s. 1., en þá var aðalfundur Orators hátíðlegur hald- inn. A aðalfundi drepur fráfarandi formaður ævinlega á flest það er stjórn hans hefur skipulagt og fram- kvæmt, og þar sem það er það, sem ég er á höttum eftir, er ekki úr vegi að seinka klukkunni, þannig að hún sé nú 2100 að kvöldi 4. nóv., og bregða sér á aðalfund Ora- tors. Aðalfundur Orators, haldinn að Hótel Sögu 4. nóv. 1966 er nýhaf- inn. Hér eru saman komnir 80—90 laganemar, og er þetta hin virðuleg- asta samkoma. Fráfarandi formaður er í pontu og flytur skýrslu stjórnar. Verður það ljóst af hinni löngu ræðu hans, að Oratorar hafa haft ýmislegt fyrir stafni skólaárið 1965 —66. Mun nú reynt að geta þess helzta er þar hefur komið fram. I. Almennir félagsfundir voru haldnir hvorki fleiri eða færri en 13 á tíma- bilinu, og voru allir hinir merkustu. Voru allir fundirnir að einum und- anskildum haldnir að Hótel Sögu, og var það gagnrýnt af einum laga- nema, sem vill að allir fyrirlestrar um lögfræði séu mótteknir á hörð- um bekkjum Háskólans. Aðrir laga- nemar þóttust hafa verið fullmót- tækilegir fyrir erindum þeim er boð- ið var upp á á fundum þessum. Voru enda úrvalsfyrirlesarar á ferðinni á ofangreindum fundum, og verða þeir tilgreindir hér í þeirri röð er þeir komu fram í: Halldór Þor- björnsson sakadómari, Guðmundur I. Sigurðsson hrl., Benedikt Sigur- jón'son Hrd., Þór Vilhjálmsson borgardómari, Hallvarður Einvarðs- son fulltr. saksóknara, dr. Þórður Eyjólfsson Hrd., prófessor Ólafur Jóhannesson, dr. Bjarni Benedikts- son íáðherra, Jónatan Þórmundsson fulltr. saksóknara og Gísli Isleifs- son Hrl. Þá er að geta þess, að Orator gekkst fyrir þeirri nýbreytni að bjóða öðru deildarfélagi á alm. fé- lagsfund. Fundur þessi var haldinn 1. nóv. s. 1. og var læknanemum þá boðið að hlýða á erindi Gísla ísleifs- sonar hrl. um réttarlæknisfræði, þ. e. þátt læknisfræði í lögfræði og öfugt. Var fundur þessi vel sóttur af liðs- mönnum beggja félaganna og gerður að honum góður rómur. Þá var einn fundur haldinn í sam- ráði við lögfræðingafélag Islands og voru framsögumenn þeir Benedikt Sigurjónsson Hrd. og Garðar Gísla- son stud jur. Var fundur þessi fjöl- sóttur mjög af laganemum og lög- fræðingum, og fjörugar umræður að loknum framsöguræðum eins og reyndar alltaf. Er ljóst að fundir þessir hafa verið mikið og gott framlag í þágu félags- lífsins í deildinni, og til lögfræða yfirleitt, þar sem mörg af erindum þeim, sem þarna hafa verið flutt verða birt í Úlfljóti, tímariti laga- nema, sem vakið hefur mikla athygli frá upphafi og áunnið sér þann sess að vera nefnt „merkt fræðirit". II. Orator hélt 16. febr. hátíðlegan með svipuðu sniði og undanfarin ár. Hófust hátíðahöldin kl. 10.00 f. h. með erindi Gauks Jörundssonar, fulltr. yfirborgardómara um vernd mannréttinda og náttúrurétt. Eftir hádegið var málflutningur háður í Lindarbæ, og þaðan var ekið með langferðabílum til Bessastaða að þiggja heimboð Forseta Islands, herra Asgeirs Asgeirssonar. III. Samskipti við útlönd voru mikil á tímabilinu. Er þar fyrst að geta þess, að dagana 16.—25. júní sóttu 10 laganemar og tveir cand. juris. Nor- rænt laganemamót, sem haldið var í Uppsölum í Svíþjóð. Einnig var prófessor Ármanni Snævarr boðið á mótið og flutti hann þar merkan fyrirlestur. Þetta er í fyrsta sinn sem Islendingum er boðið að senda jafn- marga þátttakendur og öðrum Norð- urlöndum og ber að fagna því, þar sem mót þessi eru hin gagnlegustu þeim er þau sækja. Á móti þessu hlýddu þátttakendur þannig á eina 10 fyrirlestra hinna fremstu laga- prófessora á Norðurlöndum. Eftir sérhvern fyrirlestur var mönnum skipt niður í 6 „grúppur", þannig að í hverri „grúppu" voru tveir frá hverju landi eða 10 menn alls. Grúppurnar ræddu síðan um fyrir- lesturinn og útbjuggu hver fyrir sig spurningar, sem síðan voru lagðar fyrir fyrirlesarann. Einnig var þarna margt til skemmtunar, veizlur, Ieikir, keppt í íþróttum, stofnað til kynna og skipzt á skoðunum. Orator er aðili að NSJR eða Nor- ræna laganemaráðinu. Stofnun þessi eða ráð var stofnuð 1964 og hefur það hlutverk m. a. að koma á Nor- rænni samvinnu á sviði laganáms, og vinna að samnorrænni viðurkenn- ingu á prófum og verkþjálfun í lög- fræði. Er starfsemi þess þegar orðin allmikil og voru 3 fundir haldnir á síðastliðnu starfsári, í Danmörku, í Noregi og í Finnlandi. Orator tókst að senda fulltrúa sinn á alla þessa fundi, og er vonandi að takast megi að afla fjár til að halda starfi þessu áfram, því það getur orðið ákaflega mikilvægt fyrir íslenzka laganema. Loks má geta þess að Orator hefur STÚDENTABLAÐ 16

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.