Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 26

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 26
í grein þessari verður drepið á nú- verandi aðstöðu í hinu margum- rædda félagsheimilismáli stúdenta og síðan vikið í beinu framhaldi af því að hinu furðulega máli, sem upp kom, er vararektor, próf. Halldór Halldórsson, synjaði Stúdentafélag- inu um fundarhald í húsakynnum skólans nú í nóvemberbyrjun. Stúdentar við Háskóla Islands hafa í fjölda ára barizt fyrir því að fá reist félagsheimili, eða stúdenta- heimili, þar sem auk góðs fundarsal- salar væru félagsherbergi fyrir deildafélög, stúdentaráð og stúd- entafélagið og ennfremur aðstaða til framkvæmda á sumum þeim sviðum félagslífsins, sem við höfum orðið að vanrækja að meira eða minna leyti undanfarin ár vegna húsnæðis- skorts. Nokkuð er um liðið síðan lögð var fram teikning að slíku fé- lagsheimili áföstu við Gamla Garð. Höfum við stúdentar hér verið sam- mála um, að þessu máli bæri að hraða sem mest, enda eru stofnanir af þessu tagi hvarvetna taldar ómiss- andi við erlenda háskóla. Staðsetn- ing væntanlegs félagsheimilis við Gamla Garð hefur hlotið samþykki Garðsstjórnar og mætti þá ætla að allmikið væri fengið. Við stúdentar höfum fengið viðurkennda a. m. k. að verulegu leyti þá kröfu okkar, að ríkið byggi stúdentaheimilið að mestu fyrir sitt fé. A fjáriögum ríkis- sjóðs árið 1964 voru ætlaðar til byggingarinnar kr. 500 þús., 1965 fengust kr. 800 þús. og aftur kr. 800 þús. á fjárlögum þessa árs. I fjárlaga- frumvarpi fyrir 1967 eru áætlað- ar kr. 1. milljón til framkvæmdar- innar. Til viðbótar þessu eru til í sjóði ca. 300 þús., en fjárhagsáætlun hljóðaði í fyrra upp á ca. 15 millj. Arleg fjárveiting ríkisins nú til bygg- Björn Teitsson, stud. mag.: Um aðslöðu studenta til félagsfunda ljósi nvjuslu atburða r 1 ingarinnar vegur því ekki upp á móti árlegri hækkun vísitölu byggingar- kostnaðar. Af þessari ástæðu einni er ekki sýnt, að hafizt verði handa í bili, og kemur þá þar einnig ann- að til, en það er, að ekki virðist rílcja fullt samkomulag sem stendur milli arkitekts byggingarinnar, Jóns Har- aldssonar, annars vegar og háskóla- ráðs hins vegar um ýmislegt í sam- bandi við fyrirkomulag og útlit byggingarinnar. Við verðum að sjálfsögðu að vona, að sá ágreining- ur verði hið fyrsta úr sögunni, en á meðan svo hefur ekki orðið, er a.m.k. augljóst, að stúdentar gera ekki haldið fundi sína í væntanlegu félagsheimili. Almennir stúdentafundir, bók- menntakynningar og ýmsar fleiri alm. samkomur stúdenta, hafa að ég hygg frá því að háskólinn var byggð- ur farið átölulaust fram í húsakynn- um skólans. Einnig hafa deildafé- lögin haldið marga fundi sína í sömu húsakynnum, á sama hátt átölulausr. Meira að segja er vitað, að stjórn- málafélög stúdenta hafa iðulega haldið aðalfundi sína innan veggja skólans, sömuleiðis átölulaust af hálfu háskólayfirvalda, enda engum dottið í hug að hreyfa mótmælmri, þar eð stúdentar hafa ekki í önnur hús að venda endurgjaldslaust, en kennslustofurnar hins vegar jafnan flestar lausar á kvöldin. Sérstakrar fyrirgreiðslu í þessum efnum hafa þó að sjálfsögðu heildarsamtök stúd- enta, stúdentaráð, stúdentafélagið og nefndir á vegum þeirra notið, og hefur t. d. núverandi rektor, Armann Snævarr, sem manna bezt hefur vitað um húsnæðisskort stúdenta til fé- lagslegra iðkana almenn, haft full- an skilning á þörf okkar í því að fá afnot af húsnæði skólans og aldtei lagt á nokkurn hátt stein í götu okk- ar svo að kunnugt sé. Til mun einhvers staðar nokkurra ára gömul samþykkt háskólaráðs þess efnis, að Ieyfa skuli alþjóðasam- tökum, sem ísland er aðili að afnot af húsakynnum háskólans til funda- halda, þegar þess er óskað og ástæð- ur leyfa af skólans hálfu. Hefur m. a. verið haldin hér stúdentaráðstefna á vegum Varðbergs og það verið talið falla innan ramma þessarar sam- þykktar. Þessi samþykkt hefur bó ekki, að því er bezt verður séð, kom- ið í veg fyrir að aðrir aðilar hafi notið samskonar fyrirgreiðslu, enda óskir um slíkt líklega næsta fátíðar. Verður á meðan naumast sagt, að brotið sé gegn akademiskum hugs- unarhætti og anda. Mánudaginn 31. okt. s. 1. var á- kveðið af hálfu fundarnefndar og stjórnar hins nýendurreista stúdenra- félags að bjóða sænska rithöfundin- um Söru Lindman að halda fyrirlest- ur um ástandið í Víetnam á vegum félagsins, en rithöfundur þessi var þá staddur hérlendis í boði annarra sam- taka. Var fengið leyfi húsvarðar og skrifstofu háskólans til að fundur þessi mætti fara fram í I. kennslust. á þriðjudagskvöld 1. nóv. Almenn samtök stúdenta og önnur samtök sem venja er að fái að halda fundi sína í I. kennslust., hafa yfirleitt lát- ið nægja að leita um slíkt til fyrr- nefndra aðila, þó að rektor og há- skólaráð hafi að sjálfsögðu raunveru- leg vfirráð yfir húsakynnum skól- ans lagalega séð. I þetta skipti gerð- ist sá einstæði atburður, að vara- rektor, próf. Halldór Halldórsson, sem gegndi störfum rektors vegna utanfarar Armanns Snævarr, lagði um leið og hann komst á snoðir um að þessi fundur væri fyrirhugaður, STÚDENTABLAÐ 26

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.