Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 29
starfa. Ætlun mín með þessari grein
er að skýra frá því helzta sem mér
er kunnugt um málið, leggja fram
röksemdir með og móti stofnun
SIH og gera grein fyrir hugmynd-
um mínum um stofnun og starfsemi
SIH. Vænti ég að þeir sem ákvörðun
eiga að taka um þetta mál, verði þá
einhverju nær svo að þeir geti sjálfir
tekið til að afla sér annarra upplýs-
inga um það og mynda sér sínar eig-
ín skoðanir.
Almennar ástœSur
mœla með stofnun SÍH
Fyrst skal líta á nokkrar ástæður al-
menns eðlis sem virðast mæla með
stofnun sambandsins, en taka síðan
til athugunar þær mótbárur sem
komið hafa fram, og aðrar sem hægt
er að hugsa sér gegn stofnun þess.
SHI og SISE standa andspænis sam-
eiginlegum vandamálum sem þeim
ber skylda til að reyna að leysa.
Sameiginleg vandamál eru alltaf
auðveldar leyst með samvinnu: tveir
menn sem ætla að lyfta þungum hlut
verða að samstilla krafta sína. Sam-
starf er, þegar aðstæður leyfa, væn-
legra til árangurs ef það er í föstu
formi, skipulagsbundið. Fyrri máls-
greinina geta væntanlega allir fall-
izt á, en sú síðari er ekki jafnaf-
dráttarlaus. Hvort æskilegt sé að
binda samvinnu í föstu formi eða
öllu heldur setja henni ákveðinn
ramma, fer eftir eðli þeirra aðila sem
þurfa að vinna saman, og eftir
vandamálum þeim sem við er að
glíma. Lítum fyrst á það síðarnefnda.
Verkefnum íslenzkra stúdenta-
samtaka má skipta í þrennt. í fyrsta
flokknum eru þau sem varða stöðu
stúdentsins í þjóðfélaginu. Skapa
þarf hjá almenningi og ráðamönn-
um skilning á sérstöðu stúdenta og
sérþörfum. Slíkur skilningur skap-
ast ekki allt í einu, heldur smátt og
smátt með þrotlausu starfi, honum
þarf að halda vakandi. Þar að auki
breytist sérstaða og sérþarfir stúd-
entsins smám saman, eftir því sem
þjóðfélagið breytist. Hér er því ekki
um að ræða verkefni sem hægt er
að ljúka með einu átaki, heldur
framtíðarstarf. Vænlegast hlýtur að
vera að samstarf að slíku langvar-
andi verkefni sé skipulegt og skipu-
lagt.
í öðrum flokki eru vandamál er
varða menntun stúdenta. Samtök
stúdenta heima og erlendis hljóta
að láta sig menntamál heimalands-
ins miklu varða; stúdentum hlýtur
að vera það kappsmál sjálfra sín
vegna að menntun þeirra sé traust og
svari kröfum tímans, jafnframt því
sem það er skylda þeirra gagnvart
þjóðfélaginu að leggja vit sitt og
þekkingu af mörkum til eflingar
menntamála. Stúdentum erlendis
hlýtur einnig að vera það kappsmál
að skilyrði til menntunar heima fyrir
séu aukin og bætt, svo að sem allra
flestir sem þesss óska, geti hlotið
menntun sína heima fyrir. Þeir sem
stunda nám utan lands, afla sér, þeg-
ar saman kemur, geysivíðtækrar
þekkingar á menntamálum annarra
þjóða, og þeir hljóta að hafa margar
frjóar hugmyndir fram að færa á
þessu sviði. Um starf að mennta-
málum er svipað að segja og starf
að þjóðfélagsmálum. Þar er um að
ræða langvarandi starf. Einn vandi
tekur við þegar annar er leystur.
Skipulagt samstarf hlýtur hér að
eiga bezt við.
Þriðji þáttur í starfi stúdentasam-
takanna varðar alþjóðlegt stúdenta-
samstarf. Þessi þáttur starfsins er eins
og nú háttar talsverðum erfiðleikum
bundinn, og liggja til þess margar
ástæður. Stúdentar við Háskóla Is-
lands eru svo fáir og samtök þeirra
svo fjárhagslega veik, að jafnvel
lágmarksþátttaka í alþjóðlegu sam-
starfi er mjög dýr fyrir samtökin
eins og augljóst er, ef litið er í reikn-
inga SHÍ. Önnur ástæðan er að erfitt
er að vekja áhuga nógu margra á
þessari starfsemi vegna þess hve
hún snertir lítið áhugamál flestra
stúdenta. Alllangan tíma og tals-
verða reynslu þarf til að verða fær
um að sinna trúnaðarstörfum á þessu
sviði. Enn er það reynsla þeirra sem
eitthvað að ráði hafa fengizt við
þessi mál, að til þess að hafa eitthvað
jákvætt fram að færa á alþjóðavett-
vangi, þarf starfsemin heima fyrir á
sviði þeirra tveggja málaflokka, sem
áður voru nefndir, að vera allöflug.
Annars er hætt við að þátttakendur
á alþjóðlegum ráðstefnum og fund-
um verði í raun og veru aðeins óvirk-
ir áheyrendur, en hafi fátt til mála
að leggja. Orðagjálfur og sýndar-
mennska mundu lítið bæta þar úr
skák. Islenzkum stúdentum er nauð-
syn, fyrst og fremst sjálfra sín vegna
og þjóðar sinnar að taka þátt í al-
þjóðlegri starfsemi, og þeim ber að
að keppa að því að geta orðið virkir
á þessum vettvangi. Til þess að svo
geti orðið þurfa þeir á öllum kröft-
um sínum að halda, bæði fjárhags-
Iega og einnig öllum þeim mannafla
og þekkingu sem tiltækur er og hægt
er að sjá af til þessara starfa. Virðist
því einsætt að þetta starf þurfi að
skipuleggja eftir því sem aðstæður
leyfa.
Samstarf SHÍ
og SÍSE er framkvœmanlegt
Lítum þá á samstarf SHI og SISE.
Eru eiginleikar þessara samtaka slík-
ir að þeir kunni að hindra skipulagt
samstarf þeirra. Vissulega eru á-
stæður ekki eins góðar og bezt yrði
á kosið, og stafar það af aðstöðumun
þessara samtaka. SHI hefur að mín-
um dómi tiltölulega traust skipulag,
sem á að geta fullnægt þörfum þess
fyrir órofna starfsemi. Það er því til-
tölulega vel við samstarfi búið. Erf-
iðleikar í starfi SISE eru hins vegar
tiltölulega miklir af augljósum á-
stæðum. Félagarnir eru 8—II mán-
uði ársins dreifðir um allar jarðir, og
er mjög erfitt að halda sambandi
við félagana og halda starfsemi
gangandi. (Miklu hægara er um vik
hjá hliðstæðum samtökum norskra
stúdenta erlendis, ANSA, vegna þess
hve miklu fjölmennari þeir eru og
mynda því sterkari félagslegar heild-
ir á hverjum stað og hafa meira
fjárhagslegt bolmagn til að halda
uppi stöðugu sambandi og starf-
semi). Helzti vandi SISE virðist mér
vera hve fáir félagar eru virkir í
starfsemi þess. Því hljóta stúdenta-
ráðsmenn að spyrja þessara spurn-
inga: Er hægt að vinna með SISE,
eins og skipulagi þess og starfi er
háttað? Eru líkur til að SÍSE muni
eflast vegna samstarfs við SHI? Og
ef svo er, er einhver ástæða til þess
fyrir SHÍ að stuðla að eflingu SÍSE.
Eg vil byrja á að svara tveimur síð-
ari spurningunum.
Eg tel engan vafa geta leikið á því
að SISE muni eflast að mun við fast-
bundið og skipulagt samstarf við
SHI. Samstarfið hlýtur að vekja
metnað hjá SISE-mönnum að láta
ekki sinn hlut eftir liggja og verða
á þann hátt til að virkja meiri krafta
í þágu samtakanna en nú starfa þar.
Þá hlýtur þátttaka í markvissu starfi
að þeim málefnaflokkum sem ég
nefndi áðan, að vekja áhuga SISE-
manna á sams konar starfi í löndum
þar sem þeir eru við nám, og þetta
mun aftur óhjákvæmilega hafa
frjóvgandi áhrif á starfsemi heildar-
samtakanna.
I rauninni ætti ekki að þurfa að
eyða að því orðum hvort æskilegt
sé fyrir SHÍ að SÍSE eflist. Barátta
fyrir sameiginlegum hagsmunamál-
um hlýtur að verða markvissari ef
allir eru með. SHÍ og SÍSE munu ó-
hjákvæmilega með auknu samstarfi
styrkja hvort annað.
Þær röksemdir sem ég hef fært
fram til þessa eru í raun og veru
allt sjálfsagðir hlutir. Astæðan til að
ég hef lagt það á sjálfan mig og
lesendur að setja þær fram svo sund-
urgreindar og í svo löngu máli er að
ég hef heyrt stúdenta — og það
menn sem nokkra reynslu hafa af
félagsmálum — halda því fram að
engin þörf sé á skipulögðu samstarfi
milli SÍSE og SHÍ. En nú erum Að
þá komin að lykilspurningunni: Er
þetta framkvæmanlegt? Er hug-
myndin um SIH eitthvað annað er
draumórar og óraunsæi? Hér verður
miðað við að skipulag SÍH verði
byggt á samkomulagsgrundvellinum
frá 1965, aðeins til að benda á eina
leið sem ég tel færa. Þar með er ekki
sagt að ekki séu aðrar leiðir einnig
hugsanlegar, og væri að sjálfsögðu
gott ef nefndin sem nú starfar, gæti
fundið betri leið.
Hvemig á SÍH að starfa?
Frumatriðið er vitanlega að hvor-
ugur aðili skiptir sér af sérmálefnum
hins nema þess sé óskað að hann
styðji einhverjar kröfur. Af þessu
leiðir að Stúdentaráð blandar sér
ekki í það óbeðið hvernig SÍSE-
menn fá bættan aukakostnað (ferða-
kostnað o. þ. u. 1.) eða hvað náms-
yfirfærslur eru háar á hverjum stað
o. s. frv. SISE mun ekki heldur skipta
sér af sérmálum Stúdentaráðs eins
byggingu félagsheimilis og stúdenta-
garða eða umræðum við yfirvöld
Háskóla Islands um málefni þeirrar
stofnunar eða þá stúdentaskiptum
stúdenta við Háskóla Islands við
stúdenta við aðra háskóla og öðrum
tvíhliða (bilateral) samskiptum.
Virðist mér ekki ástæða til að óttast
að upp geti komið ágreiningur um
nein mikilvæg mál hvort þau séu
sérmál eða ekki. Sjálfsagt er þó að
ræða um þetta í undirbúningssamn-
ingum og ákvarða nánar í lögum
SÍH.
Þyngdarpunkturinn í starfi SIH
hlýtur að verða stúdentaþingið, sem
gert er ráð fyrir að haldið verði í
ágúst ár hvert. Þar skapast stúdent-
um vettvangur til að ræða sameigin-
leg hagsmunamál sín og önnur á-
hugamál á samkomu þar sem sjónar-
mið ólíkra námshópa ættu að koma
fram. Jafnframt yrði þetta ákjósan-
29
STÚ DENTABLAÐ