Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 33
stjórnmálaástand eins og hér eða
hliðstætt ástand í menntamálum, er
aldrei nema eitt national union. SHI
og SISE geta vitaskuld hvort fyrir
sig átt ýmis samskipti við erlend
stúdentasamtök og munu væntan-
lega gera það í framtíðinni. Hins
vegar mun aðeins eitt íslenzkt þjóð-
arsamband verða viðurkennt í al-
þjóðlegu samstarfi, á Alþjóðaþingi
stúdenta — ISC, eða á norrænum
formannaráðstefnum, svo að dæmi
séu tekin. SHI er nú viðurkennt sem
þjóðarsamband íslenzkra stúdenta
og getur haldið þeirri stöðu ef því
sýnist svo. Spurningin er þá aðeins
hvort eðlilegra sé að SHÍ eða SÍH
gegni þessu hlutverki.
I samkomulagsgrundvellinum
1965 og því sem af er þessari grein,
hefur verið gert ráð fyrir að væntan-
legt samband yrði þjóðarsamband ís-
lenzkra stúdenta. Hins vegar hefur
þeirri hugmynd verið hreyft að SHI
verði eftir sem áður „National
Union of Icelandic Students". Aður
hefur hér verið sýnt fram á að sam-
starf á sviði utanríkismála hafi gefizt
vel og geti í framtíðinni gert ís-
Ienzkum stúdentum kleift að taka
miklum mun virkari þátt í alþjóða-
samstarfi en verið hefur.
Frá almennu sjónarmiði hlýtur að
verða rökréttara að SIH sé þjóðar-
samband íslenzkra stúdenta. Yerði
það ekki svo er hætt við að SÍSE
missi áhuga á að starfa með SHI á
þeim vettvangi, og væri þá sá á-
vinningur sambandsins horfinn. En
það væri líka beinn fjárhagslegur
ávinningur fyrir SHI að láta SIH
taka við þessu hlutverki. Utanríkis-
málin eru tiltölulega hæsti útgjalda-
liðurinn í reikningum okkar. Þótt
þátttaka okkar sé mjög takmörkuð
er hún samt dýrari á hvern stúdent
en hjá samtökum nágrannaþjóða.
Þegar SÍH tæki við stöðu þjóðar-
sambands, yrði SÍSE vitanlega að
taka þátt í kostnaði við utanríkismál.
Utanríkismálanefnd SHI mundi eigi
að síður halda mikilvægi sínu sem
vettvangur fyrir umræður um stefnu
og framkvæmdir í utanríkismálum.
Ekki þykir mér ósennilegt að hægt
væri að komast að samkomulagi um
að formaður utanríkismálanefndar
SHI ætti sæti í stjórn SIH og færi
þar með þau mál. Ut á við yrði hann
eftir sem áður talsmaður og fulltrúi
fyrir „National Union of Icelandic
Students", svo að breytingin yrði að-
eins sú að hann ætti nú aukið tilkall
til starfs SISE-manna og hefði greið-
ari aðgang að ýmsum upplýsingum
um það sem erlendis er að gerast.
SHÍ
hefur allt að vinna en engu að tapa
Mér finnst undarlegt að raddir gegn
stofnun Sambands íslenzkra háskóla-
stúdenta hafa komið fram innan SHÍ
en ekki hjá SISE. SHI er óneitanlega
sterkari aðilinn og kemur til með að
ráða meiru. Samband og samstarf
við SISE getur aðeins aukið styrk
SHÍ.
SISE tekur hins vegar nokkra á-
hættu; þá að SHÍ gleypi samtökin,
SÍSE fulltrúar á stúdentaþingi verði
áhrifalausir og málefni SÍSE sjálfs
falli í skuggann. Þó álít ég að þessi
hætta sé ekki veruleg. Miklu líklegra
er hitt að samstarfið muni veita starf-
semi SÍSE þá kjölfestu og það sam-
hengi sem hún þarfnast, og efla
þannig samtökin. Þetta er auðvitað
eingöngu undir SÍSE-mönnum sjálf-
um komið. Ekki held ég þeir þurfi
að óttast að reynt verði að draga úr
mætti samtaka þeirra. íslenzkir stúd-
entar heima og erlendis hljóta að
skilja þá grundvallarstaðreynd að
það er hagur hvorra um sig að sam-
tök hinna séu sem sterkust.
Hvernig á aS stofna SÍH?
Raunhæft samstarf milli SHÍ og
SÍSE er komið vel af stað og hefur
gengið vel. Ekkert ætti að vera því
til fyrirstöðu að samstarfsnefndin
sem nú starfar, gæti lagt fram álit
sitt svo snemma að það stúdentaráð
sem nú situr, geti rætt það og tekið
afstöðu til þess áður en það lætur
af störfum. Það er vitanlega mikil-
vægt að nokkurn veginn alger ein-
inggeti orðið um stofnun SÍH.Fram-
tíð þess veltur á framkvæmd sam-
starfsins. Ef þessi framkvæmd lenti
í upphafi í höndum manna sem
vildu sambandið feigt, væri ekkert
auðveldara fyrir þá en koma því fyr-
ir kattarnef. Vitaskuld dettur mér
ekki í hug að væna forystumenn
stúdenta um slíkan ódrengskap, en
eigi að síður er rétt að fara að öllu
með gát ef einhver verulegur ágrein-
ingur verður innan ráðsins um mál-
ið. Ég leyfi mér því að leggja fram
tvær tillögur um það hvernig stofna
eigi Samband íslenzkra háskólastúd-
enta. Sú fyrri miðast við það að
eining verði um stofnun, en sú síðari
er e. k. varatillaga, miðuð við það
að fram komi verulegar efasemdir
um gagnsemi sambandsins og fram-
kvæmanleik áætlana um það:
1) Haldið verði stúdentaþing
næsta sumar með fulltrúum frá SHÍ
og SÍSE. Lagt verði fyrir þingið á-
kvörðun um að stofna SÍH þá þeg-
ar og uppkast að lögum, sem áður
hefur verið lagt fyrir hvor samtökin
um sig. SÍH verði stofnað og kosin
stjórn.
2) Haldið verði stúdentaþing
næsta sumar þar sem rætt verði um
sambandsstofnun auk þeirra mála
sem gert er ráð fyrir að stúdenta-
þing fjalli venjulega um. Akveðið
verði að starfa saman næsta ár alveg
eins og gert hefði verið, ef samband
hefði verið stofnað, til að reyna
hvort skipulagið sé framkvæman-
legt. Sumarið 1968 verði svo haldið
stúdentaþing, þar sem endanleg á-
kvörðun verði tekin um sambands-
stofnun.
Niðurstaða
Þessi grein er nú orðin óheyrilega
löng. Astæðan er að ég tel það mjög
miður farið ef skortur á þekkingu og
skilningi á þessu mikilvæga máli
yrði til að hindra framkvæmd þess.
Þess vegna þorði ég ekki annað en
ræða allrækilega um sem flestar
hliðar málsins. Að lokum skal ég
draga fram nokkur grundvallaratriði
sem ég álít að skipti meginmáli:
1) Islenzkir háskólastúdentar
heima og erlendis eru sérstakur þjóð-
félagshópur. Sameiginleg vandamál
þeirra eru í jmsum grundvallaratrið-
um ólík vandamálum annarra þjóð-
félagshópa.
2) Þessi sameiginlegu vandamál
eru þess eðlis að nauðsynlegt er að
sameina alla krafta við lausn þeirra.
3) íslenzkir háskólastúdentar eru
svo fáir og samtök þeirra þess vegna
svo veik að fásinna er að hafa ekki
fullt og skipulegt samstarf á sviði
sameiginlegra mála.
4) Mjög miklar líkur eru til þess
að efling samtaka íslenzkra stúd-
enta sem nám stunda erlendis og
aukið samstarf þeirra og skipulags-
leg tengsl við stúdenta hér heima,
verði til að styrkja tengsl þeirra við
íslenzkt þjóðfélag, efla með þeim þá
tilfinningu að þeir séu hluti íslenzks
þjóðfélags og innan þess ríki skiln-
ingur á þörfum þeirra og þörf fyrir
krafta þeirra. Þetta gceti orðið til
að fcekka tölu þeirra sem ekki snúa
heim frá námi og hefði þannig ómet-
anlega þýðingu fyrir þjóðfélagið.
5) St/ídentar við Háskóla Islands
eru tiltölulega einangraðir frá stúd-
entum við aðrar ceðri menntastofn-
anir. Það er því lífsnauðsyn fyrir þá
að fylgjast með því sem gerist í
stúdentalífi annarra þjóða og glímu
erlendra stúdenta við sín vandamál.
Náið skipulegt samstarf við islenzka
stúdenta sem erlendis nema, í tug-
um landa og við tugi eða hundruð
menntastofnana, getnr haft mikil
áhrif í þá átt að rjúfa einangrun stúd-
enta hér heima og skapa lífrcen
tengsl milli þeirra og hins alþjóðlega
stúdentaheims.
6) Ef íslenzkir háskólastúdentar
vilja stofna með sér samband, eru
engar hindranir í vegi þeirra. Þeir
geta gert það nú strax næsta sumar.
33
STÚDENTABLAÐ