Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.02.1971, Blaðsíða 4
AÐILD STÚDENTA AÐ HÁSKÓLA Þegar rætt er um áhrif stúdenta á stjórn háskóla, er ekki úr vegi að líta á hvern- ig stjórnarfyrirkomulag Háskóla ís- lands er í dag. Stjórnarkerfí H.í. er fámennisstjórn, þ.e.a.s. stjórn prófess- ora. Prófessorar hafa meirihluta i deild- arráðum, háskólaráði og við val rekt- ors. Stjórn deildar er jafnan hjáverka- starf þess prófessors sem kjörinn er deildarforseti. Fulltrúar stúdenta í há- skólaráði og deildarráðum eru stund- um í svipaðri stöðu og áheyrnarfull- trúar með málfrelsi og tillögurétt, þar sem munur á atkvæðafjölda þeirra og prófessora er svo mikill. Aðild stúdenta að stjórn Háskólans hefur samt haft jákvæð áhrif, hún hefur aukið kynn- ingu kennara og stúdenta á áhugamál- um hvors annars, og einu má ekki gleyma, að við það skipulag sem nú tíðkast er viðurkenndur réttur stúdenta til að taka þátt í stjórn skólans. Þess vegna er spurning dagsins í dag hvern- ig þessum rétti skuli háttað, en ekki hvort hann sé til staðar. Víða um heim hafa stúdentar barizt fyrir auknum áhrifum á stjórn skóla sinna og hafa ýmsar tillögur komið fram varðandi heppilega tilhögun. Til dæmis er mikið rætt um kerfí sem er kallað einn þriðji, einn þriðji, einn þriðji. Þar hafa stúdentar 1/3 atkvæða í ráðum og nefndum, háskólakennarar 1/3 og prófessorar 1/3. Annað kerfi, sem mér finnst virka nokkuð svipað er þegar stúdentar hafa 50% atkvæða í málefnum skólans á móti 50% at- kvæða prófessora og kennara. Bæði þessi kerfi hafa þann ókost að þau skipta nemendum og kennurum í hópa sem gera má ráð fyrir átökum á milli. Þá hefur einnig verið mikið rætt um hið svokallaða: „Atkvæði á mann, (one man one vote)“. Þar er gert ráð fyrir, að allt starfslið háskólans hafi sama atkvæðisrétt um málefni skólans, þarna er gert ráð fyrir að kennarar og nem- endur starfi saman á jafnréttisgrund- velli að lausn vandamálanna. íslenzkir stúdentar hafa lítið rætt hver framtíðarstefnan eigi að vera í stjórnunarmálum H.í. Baráttan hefur miðast að því að fjölga mönnum í háskólaráði og fá atkvæðisrétt við rektorskjör, en í því sambandi hefur ekki verið skilgreint hvort um endan- legt takmark væri að ræða. Stjórn Stúdentaráðs ákvað því í haust að hefja umræður um þetta mál í ráðinu og hefur menntamálanefnd Stúdenta- ráðs haft málið til meðferðar. Nefndin birti álit sitt fyrir nokkru og verður það rætt á næsta Stúdentaráðsfundi. Efni þess er að stefna beri að því „að ákvörðunartaka í málefnum H.í. sé lýðræðisleg þ.e.a.s. ákvarðanir teknar af öllum þeim (kennurum og stúdent- um) sem hlut eiga að máli, eða af full- trúum sem þeir velja úr sínum hópi með ótakmörkuðum atkvæðisrétti og kjörgengi“. 4

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.