Fréttablaðið - 23.09.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
35%
72%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er með 106%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
MIÐVIKUDAGUR
23. september 2009 — 225. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR afhenda á hverju
ári nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýj-
ungar. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en þau má
senda til SAF fyrir 15. október. www.saf.is
„Það æxlaðist þannig að matur og
drykkur varð meginþema ferðar-innar,“ segir Andrés Ingi Jónsson,
verkefnisstjóri hjá Alþjóðamála-stofnun Háskóla Íslands, um brúð-kaupsferð hans og Rúnu Vigdísar
Guðmarsdóttur, verkefnisstjóra á
alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.
Þau hjónin komu í þessum mánuði
úr tveggja vikna ferð um Þýska-land og nágrenni. „Við flugum til Frankfurt og fórum
svo þaðan til Bamberg sem er ægi-lega falleg borg. Miðbærinn þar er
á heimsminjaskrá UNESCO og þar
er að finna níu brugghús “ se ihann og b i
stilla á enskuna komumst við að
því að sami maður las þann texta
bara með hnausþykkum þýskum
hreim. Það er miklu skemmtilegra
að hlusta á þannig leiðarlýsingu,“
segir Rúna, auk þess sem hún segir
það hafa verið sérdeilis ánægjulega
upplifun að drekka lítravís af bjór
úr níðþungri krús og snæða svína-skanka og saltkringlu á stærð við
bílstýri í sólríkum garði. En frá München héldu þau Andr-és og Rúna að landamærum Frakk-lands og dvöldu í tvær nætur íbænum Ribeau illé
Saarbrücken hafi þó eitt sem hinir
staðirnir hafi ekki, þriggja stjörnu
Michelin-veitingahús. Heimsókn á
slíkan stað segja þau ótrúlega upp-lifun. Staðurinn er í gömlum herra-garði þar sem aðeins um tíu borð
eru ætluð gestum og af þeim hafi
þau fengið það fallegasta, um það
bil 15 þjónar hafi þjónað til borðs
og í eldhúsinu hafi verið saman-kominn fjöldi kokka og aðstoðar-manna. Að fylgjast með þjónunumað verki hafi helst miVi
Brúðkaup og reyktur bjór
Brúðkaupsferð um Þýskaland og nágrenni hljómar afskaplega vel sé miðað við frásögn þeirra Andrésar
og Rúnu. Í ferðinni gafst gott tóm til að rækta hamingjuna og borða góðan mat.
Hamingjuna og ástina er æskilegt að rækta með góðum smekk á víni og mat, þetta vita Rúna og Andrés vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEÐRIÐ Í DAG
ANDRÉS INGI JÓNSSON
Þambaði reyktan bjór
í brúðkaupsferðinni
• á ferðinni
Í MIÐJU BLAÐSINS
BYGGINGAR Fyrstu stálkubbarnir sem mynda eiga
glerhjúp á suðurhlið tónlistarhússins í Austurhöfn
eru komnir til landsins frá Kína.
Að sögn Sigurðar Ragnarssonar, verkefnisstjóra
hjá ÍAV, verður uppsetning á kubbunum á suður-
hliðinni hafin í þessum mánuði. Eftir um tvo mán-
uði megi búast við að mynd verði komin á hjúpinn.
Nokkuð er síðan uppsetning á hefðbundnari gler-
hjúpi hófst á vestur- og austurhlið hússins.
„Þessir kubbar úr gleri og stáli verða tilvísun í
íslenskt stuðlaberg,“ segir Sigurður er hann skýrir
út hvernig hönnun suðurhliðar tónlistarhússins er
hugsuð.
Sigurður segir verkið ganga ágætlega og að
mikið sé um að vera á byggingarstaðnum um þessar
mundir. „Við erum að loka síðasta salnum í húsinu
og það er mikið að gerast í bílakjallaranum auk þess
sem unnið er við innréttingar og lagnir. Við unnum
allan sólarhringinn áður en nú er bara unnin dag-
vinna og við reynum að koma eins mörgum hönd-
um að verkinu og við getum,“ segir hann. Um 250
manns vinna nú á byggingarstaðnum sjálfum og
fleiri vinna að verkinu úti í bæ.
Áætlað er að tónlistarhúsið verði tekið í notkun í
maí 2011. - gar
Áfram unnið af krafti við byggingu tónlistarhússins í Austurhöfn:
Stuðlabergshjúpur á leið upp
STÁLKUBBARNIR FRÁ KÍNA Um tvö hundruð af um tvö þúsund stálkubbum eru komnir frá Kína og niður á Austurhöfn.
HEILBRIGÐISMÁL „Ég held að það
geti enginn stundað þá sjálfsblekk-
ingu að niðurskurður af þeirri
stærðargráðu sem við verðum
vitni að núna ár eftir ár bitni ekki
á störfum og þjónustu. Það hlýtur
hann að gera, því miður, og fráleitt
að halda annað,“ segir Ögmundur
Jónasson heilbrigðisráðherra.
Eins og kunnugt er stendur
fyrir dyrum mikill niðurskurður í
heilbrigðiskerfinu. Heildarniður-
skurðurinn verður sjö milljarðar
á næstu fjárlögum. Stjórnendum
Landspítalans er gert að lækka
rekstrarkostnað sjúkrahússins
um 7,5 prósent frá 2008, eða um
2,8 milljarða króna. Ögmundur
segir niðurskurðarvinnuna þrí-
þætta. Horft sé til samdráttar
innan hverrar stofnunar fyrir sig
og það greint hvar hægt er að ná
sparnaði.
Þá sé horft til skipulagsbreyt-
inga og síðast til sjúkratrygginga,
sérfræði- og lyfjakostnaðar. Horft
sé til þess að varðveita störf sem
frekast er kostur.
Matthías Halldórsson landlækn-
ir segir ljóst að þjónustan muni
skerðast að einhverju leyti en aðal-
atriðið nú sé að fara vel með fé og
huga vel að öryggi sjúklinga.
„Niðurskurðurinn er gríðarlegur
og mun hafa alvarlegri afleiðingar
en margir kunna að gera sér grein
fyrir,“ segir Elsa B. Friðfinnsdótt-
ir, formaður Félags hjúkrunar-
fræðinga. - shá / kóp / sjá síðu 4
Þjónusta skerðist og
störf munu tapast
Skorið verður niður um sjö milljarða til heilbrigðismála á næstu fjárlögum.
Heilbrigðisráðherra segir það sjálfsblekkingu að halda í þá von að þjónusta
verði söm. Landlæknir segir aðalatriði að huga að öryggi sjúklinga.
UMHVERFISMÁL Fækkunar-
skeið rjúpunnar sem hófst árin
2005/2006 er afstaðið og stofn-
vöxtur sem náði nær eingöngu
til austanverðs
landsins í fyrra
tekur nú til
landsins alls.
Heildarstærð
varpstofnsins í
vor var 225 þús-
und fuglar og
veiðistofninn
eftir sumarið er
talinn vera 810
þúsund fuglar.
Ólafur K. Niel-
sen, vistfræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, segir að varpstofn-
inn sé helmingi stærri en hann
var vorið 2007 sem gefi vonir um
enn frekari styrkingu stofnsins á
næstu árum. - shá / sjá síðu 8
Niðurstöður rannsókna NÍ:
Rjúpnastofninn
sýnir batamerki
IBEN HJEJLE
Ástfangin af
Íslandi
Ánægð að fá að koma á RIFF
FÓLK 20
JÖRUNDUR RAGNARSSON
Sköllóttur eins og
Georg Bjarnfreðarson
Rakaði sig fyrir nýtt leikrit
FÓLK 26
Mikill heiður
Sigurður Skúlason
er ánægður með
samstarf sitt og leik-
stjórans Aleksanders
Sokurov.
FÓLK 26
Höfði er aldarspegill
Móttökuhús
Reykjavíkur er
hundrað ára.
TÍMAMÓT 16
9
8
8
8
10
SKÚRIR VESTAN TIL Í dag
verða suðvestan 3-8 m/s. Skúrir
á vesturhluta landsins en þurrt á
austurhlutanum og bjart veður
allra austast. Hiti víðast 5-10 stig
yfir daginn.
VEÐUR 4
STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra boðar auk-
inn þunga í niðurskurði og tekju-
öflun hjá ríkinu. Þetta kom fram
í máli ráðherrans fyrir fund þing-
manna VG og Samfylkingar í gær.
„Til þess að ná betri tökum á
ríkisfjármál-
unum þá þurf-
um við að gera
hvort tveggja;
fara í umfangs-
miklar sparn-
aðaraðgerðir
og afla meiri
tekna,“ sagði
Steingrímur.
Fram undan sé
að breyta skatt-
kerfinu. „Við
að sjálfsögðu reynum að huga að
því að verðlagsáhrifin verði sem
minnst,“ sagði ráðherrann sem
kvaðst hafa tröllatrú á að íslenskt
atvinnulíf sýni aðlögunarhæfni og
kraft og komi á óvart – að því til-
skyldu að hindrunum verði rutt úr
vegi. - gar / sjá síðu 2
Bjartsýnn fjármálaráðherra:
Þungi á skatta
og niðurskurð
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Sögulegt hjá Heimi
Ólafur Jóhann-
esson og Jón
Rúnar Halldórs-
son segja sína
skoðun á Heimi
Guðjónssyni,
þjálfara FH.
ÍÞRÓTTIR 22
Mál að linni
Svokölluð dómstólaleið er opin
fyrir þá innistæðueigendur sem
telja sig hlunnfarna segja Dóra Sif
Tynes og Silja Bára Ómarsdóttir.
Í DAG 14
ÓLAFUR K.
NIELSEN