Fréttablaðið - 23.09.2009, Qupperneq 12
12 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
Ferskt ungnautahakk
35% afsláttur
974.-
EFNAHAGSMÁL Staða krónunn-
ar, óvissan um Icesave og end-
urskoðun efnahagsáætlunar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru
helstu ástæður þess að skugga-
bankastjórn Fréttablaðsins gerir
ekki ráð fyrir lækkun stýrivaxta
þegar peningastefnunefnd Seðla-
banka Íslands kynnir nýja vaxta-
ákvörðun á morgun.
„Gjaldeyris- og peningamálin
hafa reynst veikur hlekkur í efna-
hagsáætlun AGS og stjórnvalda,“
segir Ólafur Ísleifsson, lektor
við Háskólann í Reykjavík. Hann
segir að ekki megi dragast að end-
urskoða þann þátt stefnunnar og
fella betur að „nútímasjónarmið-
um í hagstjórn“ til þess að stuðla
að „endurreisn efnahagslífsins“.
Ólafur segir einnig að tengsl stýri-
vaxta við almenna vaxtamyndun
í bankakerfinu hafi rofnað. Bank-
arnir hafi breytt sínum vöxtum
undanfarið, óháð stýrivöxtum.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, nefnir einnig
Icesave. „Fyrr en Icesave-málið
er frá og AGS hefur gefið út end-
urskoðað mat á stöðu og horfum
í íslensku efnahagslífi, tel ég að
allar aðstæður séu þess eðlis að
það sé erfitt að taka ákvörðun um
vaxtalækkun.“ Þórður dregur þó
ekki úr nauðsyn þess að lækka
vexti sem allra fyrst. „Um leið og
þessi atriði liggja fyrir tel ég að
það eigi að huga að lækkun vaxta,“
segir Þórður og á von á áhuga-
verðum umræðum í aðdraganda
næstu vaxtalækkunar í nóvem-
ber, þegar niðurstaða um Icesave
og áætlun AGS er fengin.
Ingólfur Bender, forstöðumað-
ur Greiningar Íslandsbanka, býst
við því að Seðlabankinn breyti
hvorki stýrivöxtum né innláns-
vöxtum en þeir eru nú 9,5 pró-
sent. Ástæðan er fyrst og fremst
gengisþróun. „Það er ljóst af fyrri
yfirlýsingum að vextir verða ekki
lækkaðir fyrr en menn sjá krón-
una styrkjast,“ segir Ingólfur en
frá síðasta vaxtaákvörðunardegi
hefur gengið haldist tiltölulega
stöðugt. Hann segir efnahagslíf-
ið kalla eftir vaxtalækkun; sam-
dráttur sé að dýpka og verðbólga
og eftirspurn á niðurleið. Enginn
verðbólguþrýstingur sé í hagkerf-
inu. Við eðlilegar aðstæður væru
forsendur til lækkunar. „En miðað
við stöðuna eins og hún er og þann
trúverðugleika, sem Seðlabankinn
þarf að byggja upp í aðdraganda
þess sem ætlunin er að gera, að
fleyta krónunni, þá er svigrúm
til vaxtalækkunar ekki mikið. Ég
mundi ætla að lækkun stýrivaxta
um 50 punkta eða eitthvað slíkt
væri í lagi en ekki mikið meira
en það.“ Ingólfur leggur áherslu
á að það þurfi að flýta því að losa
gjaldeyrismarkaðinn úr höftum.
Jákvæðu fréttirnar nú segir hann
þær að útlit er fyrir að verðbólgu-
markmið Seðlabankans náist ein-
hvern tímann á næsta ári, að því
gefnu að það takist að halda gengi
krónunnar stöðugu eða styrkja
það. peturg@frettabladid.is
Ekki búist við vaxtalækkun
Óvissan um Icesave og endurskoðun áætlunar AGS eru meðal þess sem veldur því að skuggabankastjórn
Fréttablaðsins býst ekki við vaxtalækkun Seðlabanka á morgun.
VAXTALÆKKUN EKKI LÍKLEG Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka segir efnahagslífið kalla eftir vaxtalækkun; samdráttur sé að
dýpka og verðbólga og eftirspurn á niðurleið. Hins vegar sé svigrúm til lækkunar ekki mikið.
Við þær aðstæður sem nú eru
uppi verður því ekki séð að það
þjóni uppbyggilegum tilgangi að
halda stýrivöxtum Seðlabankans
í 12 prósentum,“ segir Ólafur
Ísleifsson, lektor við Háskól-
ann í Reykjavík. „Gjaldeyris- og
peningamálin hafa reynst veikur
hlekkur í efnahagsáætlun AGS og
stjórnvalda. Ekki má dragast að
endurskoða þennan þátt stefn-
unnar þannig að hún falli betur að
nútímasjónarmiðum í hagstjórn
og verði fallin til að stuðla að
endurreisn efnahagslífsins.“
Veikir hlekkir í
efnahagsáætlun
AGS
ÓLAFUR ÍSLEIFSSON
„Ég tel að allar aðstæður séu þess
eðlis núna að það sé erfitt að
taka ákvörðun um vaxtalækkun,“
segir Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands. „Ég tel erfitt að
lækka vexti fyrr en Icesave-málið
er frá og Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hefur gefið út endurskoðað
mat á stöðu og horfum í íslensku
efnahagslífi. En um leið og þessi
atriði liggja fyrir tel ég að það eigi
að huga að lækkun vaxta.“
Erfitt að taka
ákvörðun um
vaxtalækkun
ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON
„Miðað við stöðuna, eins og hún
er núna, og þann trúverðugleika
sem bankinn þarf að byggja upp
í aðdraganda þess sem ætlunin
er að gera, að fleyta krónunni, tel
ég að svigrúm til vaxtalækkun-
ar sé ekki mikið,“ segir Ingólfur
Bender, forstöðumaður Greiningar
Íslandsbanka. „Ég mundi ætla að
lækkun stýrivaxta um 50 punkta
eða eitthvað slíkt væri í lagi en
ekki mikið meira en það.“
Ekki meira en 50
punkta lækkun
INGÓLFUR BENDER
MENNING Ekki er búist við sam-
drætti í bókaútgáfu í ár segir Kristj-
án B. Jónasson, formaður Félags
bókaútgefenda. Kristján segir að
miðað við skráningu í Bókatíðindi,
sem jafnan eru gefin út fyrir jólin,
líti út fyrir svipað marga útgefna
titla í ár og undanfarin ár. „Þó að
stærri útgefendur hafi sagt að þeir
muni fara sér hægar en undanfarin
ár þá er aukin útgáfa hjá nýjum for-
lögum og einstaklingum.“
Undanfarin tvö ár hafa um 800
bækur verið skráðar í Bókatíðindi
en útgefnar bækur hafa að meðal-
tali verið um 1.500 á ári frá alda-
mótum. Mismunurinn skýrist af því
að í Bókatíðindi rata einungis bækur
sem eiga erindi á samkeppnismark-
að enda þarf að borga fyrir skrán-
ingu í tíðindin.
Kristján segir ótímabært að spá
því hvað verði vinsælast þessi bóka-
jólin: „Það er ljóst að Stieg Larsson
og Dan Brown verða fyrirferðar-
miklir en að öðru leyti veit maður
ekkert.“ Að sögn Kristjáns hafa
barnabækur, kiljur og matreiðslu-
bækur verið vinsælastar bóka það
sem af er ári sem endurspegli ef til
vill þjóðfélagsástandið. „Fólk hefur
meiri tíma, til að lesa og til að elda.“
- sbt
Enginn samdráttur í bókaútgáfu segir formaður Félags bókaútgefenda:
Litlum útgefendum fjölgar
SJÁVARÚTVEGSMÁL Stjórnir Far-
manna- og fiskimannasambands
Íslands og Félags skipstjórnar-
manna skora á Jón Bjarnason
sjávarútvegsráðherra að auka
verulega við útgefinn þorskkvóta.
Í ályktun þeirra segir að bein
sókn í þorskstofninn sé um
þessar mundir aðeins örlítið brot
af því sem verið hefur í gegnum
tíðina. Á sama tíma séu fiskimenn
almennt á einu máli um að ástand
þorskstofnsins sé mun betra en
fram kemur í gögnum Hafrann-
sóknastofnunar og þar af leiðandi
engin áhætta tekin með ákvörðun
um aukningu. - shá
Sjómenn skora á ráðherra:
Vilja aukna
þorskveiði strax
ATVINNULÍFIÐ Þór Sigfússon hefur
ákveðið að snúa ekki aftur úr leyfi
sem formaður Samtaka atvinnu-
lífsins. Þór tók sér leyfi frá for-
mennsku í júlí vegna rannsóknar á
afdrifum Sjóvár
og ráðstöfun-
ar á bótasjóðum
félagsins.
Vilmundur
Jósefsson, sem
var varafor-
maður en tók
við formennsku
þegar Þór fór í
leyfi, tekur nú
formlega við
formennsku, að því er fram kemur
á vef Samtaka atvinnulífsins.
Þar segir Þór enn fremur að þar
sem rannsóknin á málum Sjóvár
taki „lengri tíma en ég hugði“ hafi
hann ákveðið að víkja formlega úr
sæti formanns SA. - pg
Samtök atvinnulífsins:
Þór hættur for-
mennsku vegna
rannsóknar
ÞÓR SIGFÚSSON
BÓKSALA Það er útlit fyrir að í vændum
séu ágæt bókajól og titlar verði álíka
margir og undanfarin ár.
JEMEN Öryggissveitir í Norðvestur-
Jemen drápu um 150 uppreisnar-
menn sjíta í fyrradag eftir að þeir
reyndu að sölsa undir sig forseta-
höllina í Saada. Þar með rufu upp-
reisnarmennirnir vopnahlé sem
nýlega tók gildi.
Róstusamt hefur verið í Saada,
þar sem sjíta-múslimar eru
atkvæðamiklir, og hafa blóðug
átök milli þeirra og stjórnarhers-
ins verið tíð síðastliðin fimm ár.
- asg
Ófremdarástand í Jemen:
150 uppreisnar-
menn drepnir
BERRASSAÐAR Þessar baráttuglöðu
konur skörtuðu plastrassi og
sjúklingasloppum til að vekja athygli
á vanda þeirra fjölmörgu Banda-
ríkjamanna sem eru ekki sjúkra-
tryggðir. NORDICPHOTOS/AFP