Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 13

Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 23. september 2009 chetta pizza og 3 cl Pepsí d alltaf í leiðinni! res L x3 X 2499kr. ÓDÝRT ALLA DAGA! VIÐSKIPTI Matsfyrirtækið Moody´s segir að Ísland, Lettland og Ung- verjaland hafi náð viðkvæm- um stöðugleika en það sé enn of snemmt að segja til um endur- reisn þeirra úr kreppunni þar sem óljóst sé hvort nýlegar vísbending- ar séu viðvarandi. Í frétt um málið á vefsíðu Nasdaq-kauphallarinnar segir að niðursveiflan í hagkerfum þessara þjóða sé að jafna sig út og segir Moody´s að lykiltölur í hagstærð- um séu ekki lengur í því dramat- íska falli sem þær voru fyrir sex mánuðum. „Þessi þróun hefur einnig endurspeglast á fjármála- mörkuðum þessara þjóða og gefur til kynna að neikvæður þrýsting- ur sé að minnka … og þar með séu hagkerfi þeirra að ná viðkvæmum stöðugleika,“ segir í áliti Moody´s. Matsfyrirtækið Moody´s: Segir Ísland hafa náð viðkvæm- um stöðugleika BORGARMÁL Flest grunnskólabörn í Grafarvogi hittust á reiðhjól- um við Gufunesmela í gærmorgun í tilefni samgönguviku í Reykja- vík sem lauk í gær. Hjólalest nemendanna fór um hverfið í tilefni af innleiðingu grænna samgöngustefna skólanna og nýyfirstaðinna hjólafærninámskeiða. Borgarstjórinn í Reykjavík opnaði einnig fyrstu vistgötur borg- arinnar, Haðarstíg og Válastíg, í gær. Ætlunin er að á þeim götum verði fótgangandi og hjólandi vegfarendur í forgangi, en þar mun verða fimmtán kílómetra hámarkshraði. - kg Samgönguviku lauk í gær: Hjóluðu í lest um Grafarvog LEST Fjöldi nemenda hjólaði um Grafarvog. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að endurnýja samning við Kolvið um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins fyrir árið 2009. Greiddar verða 14.460.000 krónur af ráðstöfunar- fé ríkisstjórnarinnar til verkefn- isins. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu. Ríkissjóður kolefnisjafnaði útblástur ökutækja sinna árið 2008 og gerir það nú aftur fyrir árið 2009. Kolviður er sjóður í eigu Skóg- ræktarfélags Íslands og Land- verndar sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti og græða þannig örfoka land. - kg Bílafloti ríkisins: Verður áfram kolefnisjafnaður Stóra kjötsúpuhlaupið Nýstofnaður skokkhópur í Þor- lákshöfn ætlar að skokka rúma 15 kílómetra á nýja veginum út í Selvog í dag. „Á nokkrum stöðum á leiðinni verða vatnsflöskur og í T-bæ bíður skokkara gómsæt kjötsúpa að hlaupi loknu,“ segir í frétt á vef sveitarfé- lagsins Ölfuss. Hlaupið hefst klukkan fimm síðdegis. FÓLK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.