Fréttablaðið - 23.09.2009, Qupperneq 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR afhenda á hverju
ári nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýj-
ungar. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en þau má
senda til SAF fyrir 15. október. www.saf.is
„Það æxlaðist þannig að matur og
drykkur varð meginþema ferðar-
innar,“ segir Andrés Ingi Jónsson,
verkefnisstjóri hjá Alþjóðamála-
stofnun Háskóla Íslands, um brúð-
kaupsferð hans og Rúnu Vigdísar
Guðmarsdóttur, verkefnisstjóra á
alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.
Þau hjónin komu í þessum mánuði
úr tveggja vikna ferð um Þýska-
land og nágrenni.
„Við flugum til Frankfurt og fórum
svo þaðan til Bamberg sem er ægi-
lega falleg borg. Miðbærinn þar er
á heimsminjaskrá UNESCO og þar
er að finna níu brugghús,“ segir
hann og bætir við að sérgrein þessa
svæðis sé reyktur bjór sem þau hafi
þjórað stíft.
Því næst lá leiðin um hina fögru
borg München. Þar skemmtu þau
hjónin sér konunglega í ferð um
borgina með hljóðleiðsögumann,
sem spilaður var af snældu. „Við
höfðum fyrst stillt á þýska lest-
urinn en eftir að við prófuðum að
stilla á enskuna komumst við að
því að sami maður las þann texta
bara með hnausþykkum þýskum
hreim. Það er miklu skemmtilegra
að hlusta á þannig leiðarlýsingu,“
segir Rúna, auk þess sem hún segir
það hafa verið sérdeilis ánægjulega
upplifun að drekka lítravís af bjór
úr níðþungri krús og snæða svína-
skanka og saltkringlu á stærð við
bílstýri í sólríkum garði.
En frá München héldu þau Andr-
és og Rúna að landamærum Frakk-
lands og dvöldu í tvær nætur í
bænum Ribeauvillé í Alsace-héraði
í Frakklandi. Svæðið í kring hefur
öldum saman byggst á víngerð og
sveitirnar fullar af vínviði og göml-
um kastölum auk þess sem mikið af
500 ára gömlum húsum er að finna
í bænum.
Hápunktur ferðarinnar hafi þó
verið í Saarbrücken, gamalli iðn-
aðarborg sem fáir sjái ástæðu til
að koma við í enda lítið spennandi
miðað við aðrar borgir í kring.
Saarbrücken hafi þó eitt sem hinir
staðirnir hafi ekki, þriggja stjörnu
Michelin-veitingahús. Heimsókn á
slíkan stað segja þau ótrúlega upp-
lifun. Staðurinn er í gömlum herra-
garði þar sem aðeins um tíu borð
eru ætluð gestum og af þeim hafi
þau fengið það fallegasta, um það
bil 15 þjónar hafi þjónað til borðs
og í eldhúsinu hafi verið saman-
kominn fjöldi kokka og aðstoðar-
manna. Að fylgjast með þjónunum
að verki hafi helst minnt á dans.
Vitanlega hafi þetta kvöld kostað
skildinginn en: „Það var þetta sem
gerði ferðina að brúðkaupsferð,“
segja þau sammála.
Eftir viðkomu í Hollandi og fleiri
stöðum enduðu þau í Berlín en þar
bjuggu þau á námsárum sínum í
tvö ár. Heimsóknin þar var því eins
konar upprifjunarferð um fornar
slóðir. Gamlir vinir voru heimsótt-
ir, uppáhaldskaffihúsin heimsótt og
leit gerð að gamla pylsuvagninum.
karen@frettabladid.is
Brúðkaup og reyktur bjór
Brúðkaupsferð um Þýskaland og nágrenni hljómar afskaplega vel sé miðað við frásögn þeirra Andrésar
og Rúnu. Í ferðinni gafst gott tóm til að rækta hamingjuna og borða góðan mat.
Hamingjuna og ástina er æskilegt að rækta með góðum smekk á víni og mat, þetta vita Rúna og Andrés vel. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN