Fréttablaðið - 23.09.2009, Síða 20
16 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SIGMUND FREUD
LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1939.
„Að vera algerlega heiðarlegur
við sjálfan sig er góð æfing.“
Freud var austurrískur geðlæknir og
taugasérfræðingur. Hann var upp-
hafsmaður sálgreiningarinnar og
hafa kenningar hans haft mikil áhrif
á hugmyndir fólks um sálarlífið.
Þennan dag árið 1846
var reikistjarnan Nept-
únus uppgötvuð en hún
er áttunda ysta reiki-
stjarnan frá sólu og sú
fjórða stærsta. Neptún-
us er örlítið minni að
þvermáli en Úranus.
Þessar tvær reikistjörn-
ur eiga margt sameigin-
legt og eru oft flokkaðar
sem vatnsrisarnir í sól-
kerfinu.
Reikistjarnan er nefnd
eftir rómverska sjávar-
guðinum Neptúnus en
helstu einkenni henn-
ar eru fjórir hringir og
bergkjarni sem er um-
lukinn vatni og frosnu
metani. Neptúnus er of
daufur til að sjást með
berum augum á næt-
urhimninum og því var
það ekki fyrr en sjón-
aukinn kom til sögunn-
ar að unnt var að finna
reikistjörnuna.
Geimfarið Voyag-
er 2 kannaði Neptún-
us hinn 25. ágúst árið
1989 og er vitað að
hann hefur þrettán
tungl. Þá liggur spor-
baugur dvergreiki-
stjörnunnar Plútós að
hluta fyrir innan spor-
baug Neptúnusar.
ÞETTA GERÐIST: 23. SEPTEMBER ÁRIÐ 1846
Reikistjarnan Neptúnus uppgötvuð
MERKISATBURÐIR
1241 Snorri Sturluson, skáld,
rithöfundur, goðorðsmað-
ur og lögsögumaður, er
veginn í Reykholti í Borg-
arfirði.
1906 Hornsteinn er lagður að
húsi Landsbókasafnsins á
Arnarhólstúni í Reykjavík.
1906 Ó. Johnson og Kaaber,
elsta heildverslun Íslands,
tekur til starfa.
1981 Hornsteinn er lagður
að Þjóðarbókhlöðunni í
Reykjavík.
1993 Nýr flugvöllur er tekinn í
notkun á Egilsstöðum.
1994 Minnismerki er afhjúp-
að á Öxnadalsheiði í til-
efni af því að bundið slit-
lag er komið á allan þjóð-
veginn á milli Reykjavíkur
og Akureyrar.
Höfði, móttökuhús Reykjavíkurborgar,
er 100 ára um þessar mundir og af því
tilefni mun það standa opið frá og með
fimmtudegi til sunnudags milli 13 og
16. Í vestursal hússins verður sýning
þar sem saga þess er rakin í máli og
myndum auk þess sem upplýsingaskilti
hefur verið komið upp fyrir utan húsið.
„Það koma tugþúsundir innlendra og
erlendra ferðamanna að Höfða á hverju
ári en hingað til hefur vantað upplýs-
ingaskilti þar sem saga þess er rakin
og var ákveðið að bæta úr því í tilefni
af afmælinu,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, forseti borgarstjórnar, sem
unnið hefur að undirbúningi afmælis-
ins.
Vilhjálmur segir hægt að líta á Höfða
sem aldarspegil en þar hafa margir
sögufrægir atburðir átt sér stað. Ber
þar helst að nefna leiðtogafund Ron-
alds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov
sem haldinn var í Höfða árið 1986 en
hann markaði upphafið að endalokum
kalda stríðsins og kom Höfða á heims-
kortið. „Ég hitti Mikhaíl Gorbatsjov
þegar hann kom hingað á tuttugu ára
afmæli fundarins. Hann tjáði mér að
honum hafi þótt gott að koma aftur í
Höfða en margir hafa haft orð á því að
umgjörðin í kringum fundinn og ná-
lægðin á milli þjóðarleiðtoganna, sem
var óhjákvæmileg í þessu litla húsi,
hafi haft áhrif á málalyktir,“ segir Vil-
hjálmur. Í ágúst 1991 var annar merki-
legur fundur haldinn í Höfða en þá við-
urkenndi Ísland fyrst allra ríkja endur-
heimt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna,
Eistlands og Lettlands.
Franska ríkið lét byggja Höfða
fyrir franska konsúlinn Jean Paul
Brillouin, sem jafnframt var forstjóri
Franska skipafélagsins, og var húsið
tekið í notkun í lok september árið
1909. Margir sögufrægir einstakling-
ar hafa síðan búið í húsinu. Þeirra á
meðal eru Páll Einarsson, fyrsti borg-
arstjórinn í Reykjavík, Einar Bene-
diktsson skáld og Matthías Einarsson,
yfirlæknir á Landakoti sem var faðir
Louisu Matthíasdóttur listmálara og
ólst hún upp í Höfða.
Breska ríkið keypti húsið fyrir
seinna stríð og var það notað sem
sendiherrabústaður til ársins 1952.
Eftir það var húsið í eigu Ingólfs Es-
pholin framkvæmdastjóra eða þar til
Reykjavíkurborg keypti það árið 1958.
Húsið var þá illa farið en Geir Hall-
grímsson, þáverandi borgarstjóri,
ákvað í samráði við Gústaf A. Pálsson,
þáverandi borgarverkfræðing, að varð-
veita húsið og gera það upp í uppruna-
legri mynd. „Húsið var svo tekið í notk-
un sem opin bert móttökuhús Reykja-
víkurborgar árið 1967 og hefur síðan
verið vettvangur fyrir gestamóttökur
á vegum borgarinnar,“ segir Vilhjálm-
ur. vera@frettabladid.is
HÖFÐI, MÓTTÖKUHÚS REYKJAVÍKURBORGAR: ER HUNDRAÐ ÁRA
SPEGLAR SÖGU ALDARINNAR
Karlakórinn Þrestir held-
ur ferna tónleika til styrkt-
ar MND-félaginu á Íslandi
dagana 24. til 27. septemb-
er, og mun allur hagnaður
af tónleikunum fara óskipt-
ur til styrktar MND -élag-
inu. Sungið verður á Suður-
nesjum, í uppsveitum Árnes-
sýslu og Hafnarfirði.
Fimmtudaginn 24. sept-
ember verða tónleikar í
Grindavíkurkirkju klukk-
an 20. Á föstudaginn í Sel-
fosskirkju klukkan 20 og á
laugardaginn verða tónleik-
ar klukkan 16 í Félagsheim-
ili Hrunamanna á Flúðum.
Lokatónleikar verða í
Víðistaðakirkju Hafnarfirði
sunnudaginn 27. september
klukkan 20. Þeir tónleikar
verða einnig minningartón-
leikar um tvo félaga Þrasta
sem létust úr MND-sjúk-
dómnum á þessum áratug.
Tónleikaferðin verður
farin í samvinnu við MND-
félagið á Íslandi sem mun fá
tækifæri til að kynna starf-
semi félagsins, eðli MND-
sjúkdómsins og helstu bar-
áttumálin.
Á öllum tónleikastöðum
munu kórar og listamenn úr
heimabyggð á hverjum stað
taka þátt svo sem Karla-
kór Keflavíkur í Grindavík,
Karlakór Selfoss á Selfossi,
Karlakór Hreppamanna á
Flúðum og í Víðistaðakirkju
munu koma fram Hjörleifur
Valsson fiðluleikari, Magnús
Kjartansson og Flugfreyju-
kórinn og einsöngvararnir
Jóhann Már Jóhannsson og
Sigurður Skagfjörð.
Nánari upplýsingar má
nálgast á www.threstir.is.
Þrestir styrkja
MND-félagið
STYRKTARTÓNLEIKAR Karlakórinn Þrestir heldur tónleika víða um
landið til styrktar MND-félaginu.
Í tilefni af afmælinu hefur upplýsingaskilti verið sett upp fyrir framan húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MOSAIK
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
Búi Þór Birgisson
lést á heimili sínu, Strandgötu 10,
Skagaströnd, 18. september.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju fimmtudaginn 24.
september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna
er bent á Krabbameinsfélagið.
Þorbjörg Bjarnadóttir
Inga Þorvaldsóttir
Birgir Heiðar Búason Ása Karítas Arnmundsdóttir
Karl Heimir Búason
Búi Þór Birgisson og Konráð Birgisson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Magnús Þórarinn
Sigurjónsson
Lindargötu 61, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi, mánud. 21. sept.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
29. september kl. 15.00.
Ólafur Magnússon Jóna Guðjónsdóttir
Jónína Magnúsdóttir
Gylfi Þór Magnússon
Anna Sigurlaug Magnúsdóttir Frímann Ingi Helgason
Sigurjón Magnússon Helga Tryggvadóttir
og afabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Karl Karlsson
bóndi, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardal,
lést laugardaginn 19. september á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá
Urðakirkju laugardaginn 26. september kl. 13.30.
Lilja Hallgrímsdóttir
Halla Soffía Karlsdóttir Atli Friðbjörnsson
Jónasína Dómhildur Karlsdóttir Gunnlaugur Einar
Þorsteinsson
afabörn og langafabörn.