Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 23. september 2009
folk@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 23. september
➜ Fyrirlestrar
12.00 Katsuhiro Natsume sendifulltrúi
í japanska sendiráðinu á Íslandi, ræðir
mikilvægi góðra tengsla milli Íslands
og Japans á fyrirlestri sem hann heldur
í Háskólanum á Akureyri í Sólborg (L
201) við Norðurslóð. Allir velkomnir.
12.00 HÍ stendur fyrir fyrirlestraröð þar
sem íslenskir rithöfundar
veita innsýn í tilurð þekktra
ritverka. Í dag flytur Jón
Kalman erindi um skáld-
sögu sína „Sumarljós og
svo kemur nóttin“ í
stofu HT-102 í Háskóla-
torgi við Sæmundar-
götu. Allir velkomnir.
➜ Tónleikar
20.30 Bubbi Morthens heldur tón-
leika í Bolungarvíkurkirkju. Húsið verður
opnað kl. 20.
➜ Opið hús
Þjóðdansafélagið við Álfabakka 14,
verður með opið hús kl. 20.30-23, þar
sem stiginn verður dans við lifandi tón-
list. Allir velkomnir.
➜ Fjölskyldumorgnar
Í Borgarbókasafni við Tryggvagötu
verður boðið upp á samverustund fyrir
fjölskyldur með börn á aldrinum 0-6
ára kl. 10.30-11.30. Allir velkomnir og
enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar
www.borgarbokasafn.is.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Yfir eitt hundrað flytjend-
ur koma fram á tónleika-
röðinni Réttir sem hefst í
Reykjavík í dag og lýkur
á laugardag. Fréttablaðið
kynnti sér nokkra af há-
punktum dagskrárinnar.
Danska hljómsveitin The State, The
Market & The DJ, sem vakti verð-
skuldaða athygli á SPOT-hátíðinni
í vor og á Hróarskelduhátíðinni
í sumar, spilar á Batteríi annað
kvöld og á Nasa á laugardags-
kvöld. Fyrsta plata hljómsveit-
arinnar, New Speak, féll í góðan
jarðveg hjá löndum hljómsveitar-
meðlima og víðar þegar hún kom út
fyrr á árinu. Tónlistinni mætti lýsa
sem minímalískri og brothættri en
afar vandaðri. Lögin eru vel útsett
og spiluð af mikilli innlifun í bland
við flókna kórsöngsparta og spenn-
andi spunakafla.
Hanne Hukkelberg
Norska söngkonan Hanne Hukk-
elberg byrjaði aðeins þriggja ára
að syngja og spila á hljóðfæri í
heimabæ sínum, Kongsberg. Síðan
þá hefur hún spilað með alls konar
hljómsveitum, þar á meðal í dauða-
rokks- og djasssveitum. Sem sóló-
tónlistarmaður hefur hún fengið
góð viðbrögð og þykir einstaklega
skemmtileg á tónleikum. Á meðal
áhrifavalda hennar eru Sonic
Youth, Cocteau Twins, Pixies og
P.J. Harvey. Hún gaf nýverið út
sína þriðju plötu, Blood From a
Stone, sem þykir rokkaðari en þær
fyrri. Hanne spilar á Rósenberg í
kvöld klukkan 22.30.
Apparat Organ Quartet
Apparat Organ Quartet var stofn-
uð fyrir tíu árum en hefur á ferli
sínum aðeins gefið út eina plötu.
Í hljómsveitinni eru fjórir hljóm-
borðsleikarar og einn trommari,
sem gerir hana eina þá sérstæð-
ustu hér á landi og þótt víðar væri
leitað. Meðlimirnir heita: Jóhann
Jóhannsson, Pétur Zar Braga-
son, Músíkvat ur, Úlfur Eldjárn og
Arnar Geir Ómarsson. Eftir langt
hlé er sveitin um þessar mundir
að ljúka upptökum á nýrri plötu
og bíða hennar margir með mik-
illi eftirvæntingu. Apparat spilar
á Nasa á laugardagskvöld á mið-
nætti.
Hjaltalín
Hljómsveitin Hjaltalín er ein efni-
legasta hljómsveit landsins, enda
hefur hún verið dugleg við tón-
leikahald erlendis að undanförnu.
Skemmst er að minnast góðrar
frammistöðu hennar á Hróars-
kelduhátíðinni í Damörku. Fyrsta
plata sveitarinnar, Sleepdrunk
Seasons, hefur fengið góðar við-
tökur bæði hér heima og erlendis
þar sem fjölmiðlar á borð við The
Guardian, Drowned in Sound og
Plan B hafa hrósað henni í hástert.
Önnur plata Hjaltalín er væntanleg
snemma á næsta ári þar sem sin-
fóníuhljómsveit mun setja sterkan
svip á útkomuna. Tónleikar sveitar-
innar verða á Nasa í kvöld kl. 23.
RÉTTIR HEFJAST
APPARAT Orgelkvartettinn skemmtilegi
er að undirbúa sína aðra plötu.
HANNE HUKKELBERG Á meðal áhrifa-
valda norsku söngkonunnar eru Sonic
Youth, Pixies og P.J. Harvery.
THE STATE, THE MARKET & THE DJ
Danska hljómsveitin spilar tvívegis á
Réttum. Fyrst á Batteríi annað kvöld og
síðan á Nasa á laugardagskvöld.
> EKKI TIL VEGAS
Það styttist í brúðkaup söngvarans
Kevins Jonas og unnustu hans og
standa bræður hans nú í ströngu við
að skipuleggja steggjateiti. „Þetta
verður góð og heilbrigð skemmtun og
við ætlum að hafa það notalegt með
fjölskyldu og vinum. Við ætlum ekki til
Vegas, heldur eitthvert annað og betra,“
var haft eftir yngsta bróðurnum, Nick
Jonas, um veisluna væntanlegu.
Frestur til að skila hugmyndum í samkeppni um
heildarskipulag Gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar í
Reykjavík rennur út þriðjudaginn 6. október 2009.
Notið fallega haustdaga til að láta hugann reika í
þágu Gömlu hafnarinnar! Allar hugmyndir eru vel
þegnar og þeim má skila í óbundnu eða bundnu
máli, sem teikningum eða ljósmyndum eða á
annan þann hátt sem höfundar telja best hæfa.
Upplýsingar um framsetningu og frágang er að finna í
samkeppnislýsingu.
• Heildarverðlaun í samkeppninni verða fjórtán milljónir
króna, þar af tólf milljónir króna fyrir tillögur fagfólks
og annarra sem uppfylla tiltekin skilyrði og tvær
milljónir króna fyrir hugmyndir frá almenningi.
• Samkeppnislýsingu má nálgast á faxafloahafnir.is
eða á ai.is
• Dómnefnd gerir ráð fyrir að birta niðurstöður sínar
í lok nóvember 2009.
Lending að loknu
hugmyndaflugi
6. október
A
T
H
Y
G
L
I