Fréttablaðið - 23.09.2009, Side 26
22 23. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Rúnar Páll Sigmundsson tilkynnti í gær að hann væri hættur
sem þjálfari 1. deildarliðs HK. Hann mun í nóvember næst-
komandi taka við þjálfun norska C-deildarliðsins Levanger
og mun samhliða því vera í mastersnámi í íþróttafræð-
um.
„Konan mín er líka að fara í nám og okkur hefur alltaf
langað til að fara út. Við ákváðum því að gera þetta núna,“
sagði Rúnar Páll í samtali við Fréttablaðið.
Rúnar tók við HK um mitt síðasta sumar og var þá ekki
með tilskilin þjálfararéttindi. „Ég kláraði það allt saman
á einu ári sem er líklega Íslandsmet,“ sagði hann og
hló. Hann er því nú með UEFA-A þjálfarapróf auk þess
sem hann útskrifaðist úr grunnámi í íþróttafræðum frá
Háskólanum í Reykjavík í vor.
„Ég er nú þegar byrjaður í mastersnáminu við
Háskóla Íslands en mun halda því áfram í Noregi frá
og með næsta hausti,“ sagði Rúnar.
Hann segir það hafa komið nokkuð óvænt upp
að hann fékk þjálfarastarfið hjá Levanger. „Ég sendi
bara ferilskrána mína til félagsins. Þeim leist greinilega
ágætlega á mig og höfðu samband. Ég á reyndar eftir að
skrifa undir en það gerist væntanlega fljótlega.“
Rúnar segir starfið henta vel með náminu. „Það er frá-
bært að geta samtvinnað atvinnu og nám og um leið haft
fjárhagslegan grundvöll á meðan maður er í námi. Þess
vegna kýldum við á þetta nú. Þetta verður örugglega nýtt
ævintýri fyrir mig og mína fjölskyldu. Ef við hefðum ekki
farið nú þá hefðum við kannski aldrei farið.“
HK varð í þriðja sæti 1. deildarinnar í haust og
var nálægt því að endurheimta sætið sitt í efstu
deild. „Við höfðum háleit markmið sem voru að
mínu mati raunhæf. Auðvitað vildum við komast
upp. Þótt það hafi ekki tekist er ég býsna ánægður
enda var liðið eingöngu byggt upp á okkar strákum
og var enginn nýr leikmaður fenginn fyrir tímabilið.“
Hann segir að það hefði þó engu breytt hefði HK
komist upp. „Nei. Ég var búinn að taka mína ákvörð-
un og hefði staðið fast á mínu.“
RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON: HÆTTUR HJÁ HK OG Á LEIÐ TIL NOREGS
Nýtt ævintýri fyrir mig og mína fjölskyldu
FÓTBOLTI Enska dagblaðið hefur
komist að því að Manchester
United fær lengri uppbótartíma í
heimaleikjum sínum þegar liðið er
ekki yfir þegar venjulegum leik-
tíma lýkur. Umræða um uppbót-
artíma knattspyrnuleikja hefur
verið áberandi síðan að Michael
Owen skoraði sigurmark United
í 4-3 sigri liðsins gegn grönnum
sínum í Manchester City þegar
vel var komið fram yfir venjuleg-
an leiktíma.
Uppbótartíminn var sagður vera
að minnsta kosti fjórar mínútur en
Owen skoraði markið á sjöttu mín-
útu uppbótartímans sem var sam-
tals tæpar sjö mínútur þegar leik-
urinn var flautaður af. Eftir þetta
ákvað The Guardian að skoða alla
leiki United síðustu þrjú tímabil.
Niðurstaðan er sú að United fær
að meðaltali lengri uppbótartíma
í leikjum sínum þegar þeir þurfa
á því að halda.
United hefur samtals verið í for-
ystu þegar venjulegum leiktíma
lýkur í 48 heimaleikjum sínum
á undanförnum þremur árum. Í
þeim leikjum hefur uppbótartím-
inn verið að meðaltali 191,35 sek-
úndur.
Í þeim tólf leikjum þar sem Unit-
ed hefur ekki verið að vinna var
uppbótartíminn að jafnaði 257,17
sekúndur.
United fær þó ekki jafn lang-
an uppbótartíma í heimaleikjum
sínum á þessum þremur árum og
hin stórliðin í ensku úrvalsdeild-
inni. Meðallengd uppbótartímans
á Old Trafford er 205 sekúndur
en 210 sekúndur á Anfield (Liver-
pool), 224 sekúndur á Emirates
Stadium (Arsenal) og 229 sekúnd-
ur á Stamford Bridge (Chelsea).
Marga hefur þó grunað að Unit-
ed njóti liðsinnis dómara í þessum
efnum og sumir hafa gengið svo
langt að fullyrða það í fjölmiðl-
um.
Rannsókn Guardian virðist sýna
að þeir hafi eitthvað til síns máls
og að þróunin hafi versnað eftir
árum. Munurinn var rúmar 20 sek-
úndur tímabilið 2007-8, tæp mínúta
ári síðar og svo aftur í fyrra.
Sama munstur er á leikjum liðs-
ins á heimavelli til þessa í ár. Í
þeim tveimur leikjum sem Unit-
ed hefur verið með forystuna var
uppbótartíminn að meðaltali 304
sekúndur en hann var 415 sekúnd-
ur gegn City um helgina. - esá
The Guardian segir Manchester United njóta stuðnings dómara í leikjum sínum:
Fær lengri uppbótartíma þegar þess er þörf
ÓSÁTTUR Mark Hughes ræðir við
aðstoðardómara eftir að Michael
Owen skoraði sigurmark United
gegn City um helgina. NO
R
D
IC
P
H
O
TO
S/
G
ET
TY
FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson, þjálf-
ari Íslandsmeistara FH, hefur
byrjað þjálfaraferil sinn á sögu-
legan hátt og vann á sunnudaginn
sinn annan Íslandsmeistaratitil að
öðru ári sínu í starfi.
Jón Rúnar Halldórsson, formað-
ur Knattspyrnudeildar FH, er eins
og aðrir FH-ingar í skýjunum með
að hafa ráðið Heimi þegar Ólafur
Jóhannesson ákvað að hætta með
liðið.
„Þetta var mjög auðveld ákvörð-
un og við erum ákaflega fegnir
að það sem við töldum vera rétta
ákvörðun hefur reynst vera rétt
ákvörðun,“ sagði Jón Rúnar og
bætti við: „Það kom ekkert annað
til greina en að leita til hans. Hann
hafði verið með Óla og sýnt það að
hann hafði þetta í sér. Þegar að
þessu kom þá var hann spurður
einnar spurningar, treystir þú þér
í þetta, og hann sagði já,“ rifjar
Jón Rúnar upp.
„Hann lifir fyrir fótboltann og
er búinn að pæla í honum fram og
til baka. Auðvitað vissi ég að hann
tæki einhvern tímann við sem
þjálfari FH. Ég held að þetta hafi
verið frábær tímapunktur fyrir
hann,“ segir Ólafur Jóhannesson,
landsliðsþjálfari og fyrirrennari
hans hjá FH-liðinu.
Þurfti klókan mann
„Það er magnað afrek að vinna
titilinn tvö fyrstu árin og sýnir úr
hverju hann er gerður. Hann hefur
náð að halda einstaklega vel utan
um þetta og þá sérstaklega í sumar
þar sem liðið gekk í gegnum mikil
meiðsli en náði samt að klára það
með sæmd. Á hans fyrsta ári komu
þeir svona skemmtilega aftan að
Keflvíkingunum og kláruðu það.
Þeir héldu þá haus síðustu vikuna
og það þarf klókan mann til þess
að halda því gangandi,“ segir Ólaf-
ur.
FH-liðið hefur unnið 31 af 43
deildarleikjum undir hans stjórn
og tapleikirnir eru ekki nema átta
talsins. Vinni FH-liðið Fylki á laug-
ardaginn hefur liðið náð í hundrað
stig undir hans stjórn.
„Hann hefur verið mjög farsæll
með sína leikmenn. Hann er með
góðan hóp en hann hefur hald-
ið mönnum vel á tánum og það er
enginn að slaka á þessu liði,“ segir
Ólafur sem játar að Heimir sé
öðruvísi þjálfari en hann sjálfur.
Heimir er heiðarlegur
„Styrkur Heimis sem þjálfari er
að Heimir er heiðarlegur og kemur
hreint fram við leikmenn. Hann
hefur ákveðnar og góðar skoðanir
á fótboltanum. Ég held að hann eigi
gott með að stjórna skapi sínu og
það er hans styrkur,” segir Ólafur.
Jón Rúnar segir það hafa skipt
miklu máli að ráða mann sem
þekkti vel til í herbúðum félagsins.
„Það var ekki eins og hann væri
að koma í fyrsta skiptið í Krik-
ann. Hann bjó að því að hafa verið
þarna og áttað sig á hvernig hlut-
irnir virka,“ segir Jón Rúnar.
„Hann hefur komið mér á óvart
að sumu leyti. Hann er mjög yfir-
vegaður og lætur ekkert koma sér
úr jafnvægi. Ég held að hann sér
einbeittari en maður hafði hald-
ið fyrir einhverjum tíma þótt að
það komi mér ekkert á óvart leng-
ur,“ segir Jón Rúnar sem sér alveg
fyrir sér að Heimir Guðjónsson
geti verið þjálfari FH í mörg ár til
viðbótar.
Eins lengi og Ferguson
„Ég sé hann vera eins lengi hjá
okkur og hann telur sig hafa eitt-
hvað fram að færa. Það getur verið
langur tími og menn þurfa ekki að
horfa langt til annarra landa þar
sem menn hafa verið lengi við
stjórnvölinn en eru alltaf að ná
árangri og alltaf að gera betur,“
sagði Jón Rúnar og vísar þar í
Alex Ferguson, stjóra Manchest-
er United, sem hefur verið á Old
Trafford í 23 ár.
„Ég er alveg klár á því að hann á
eftir að taka marga titla í viðbót,“
segir Ólafur sem hefur aldrei falið
FH-inginn í sér. „Þó að ég sé lands-
liðsþjálfari þá hlýt ég að mega
halda með einhverju liði öðru en
landsliðinu. Ég hef aldrei farið
leynt með það að ég held með FH,“
segir Ólafur sem á mikið í liði FH
enda var hann fyrsti maðurinn í
sögu félagsins til að gera FH að
bæði Íslands- og bikarmeisturum.
Þegar Ólafur hætti með liðið var
hann búinn að gera það að meist-
urum þrjú ár í röð.
Hefur frábærar hugmyndir
„Ég var þjálfari liðsins þegar FH
vann fyrsta titilinn. Það var ákveð-
inn hjalli og svo er annað að fylgja
því eftir og það er ekki hægt að
segja annað en að það gangi vel hjá
eftirmanni mínum. Hann er með
frábært lið í höndunum en hann
er líka með frábærar hugmynd-
ir um fótbolta. Hann hefur staðið
sig feiknavel. Ég samgleðst honum
innilega og öllum í FH,“ sagði Ólaf-
ur að lokum. ooj@frettabladid.is
Á eftir að taka marga titla í viðbót
Heimir Guðjónsson varð á sunnudaginn fyrsti þjálfarinn til að gera lið að Íslandsmeisturum fyrstu tvö ár
sín sem þjálfari í meistaraflokki. Fréttablaðið fékk fyrirrennara hans, Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara,
og þann sem réði hann, Jón Rúnar Halldórsson, til að ræða þjálfarann Heimi Guðjónsson.
TITILLINN Í HÖFN Jörundur Áki Sveinsson aðstoðarþjálfari og Jón Rúnar Halldórsson,
formaður Knattspyrnudeildar FH, fagna með Heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Hólmfríður Magnús-
dóttir, leikmaður Kristianstad í
Svíþjóð og íslenska landsliðsins,
var í gær valin af Philadelphia
Independence í nýliðavali banda-
rísku atvinnumannadeildarinn-
ar, WPS.
„Hólmfríður er mjög góður
kantmaður með hraða, tækni og
mikla hæfileika til þess að leik
á menn. Það verður gaman að
fylgjast með henni og hún mun
skapa mikil vandræði fyrir and-
stæðingana,“ sagði Paul Riley,
þjálfari Philadelphia Independ-
ence á heimasíðu félagsins.
„Hún er líka harður nagli,
með góðan vinstri fót og kraft og
nákvæmni. Hún verður án nokk-
urs vafa uppáhald stuðnings-
manna okkar,“ bætti Riley við.
Philadelphia eru nýliðar í
deildinni og valdi liðið einn-
ig sænsku stelpurnar Caroline
Seger og Charlotte Rohlin og
ensku stelpurnar Fara Williams
og Lianne Sanderson. - óój
Nýliðarnir völdu Hólmfríði:
Verður uppá-
hald áhorfenda
VIÐURKENNING Hólmfríður Magnús-
dóttir hefur átt flott ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Powerade-bikar karla
Njarðvík-Fjölnir 81-66
Stigahæstir: Friðrik Stefánsson 19 (16 frák.),
Jóhann Árni Ólafsson 10 - Zachary Johnson 16.
Stjarnan-Hamar 103-83
Stigahæstir: Jovan Zdravevski 38, Justin Shouse
22 - Andre Dabney26, Marvin Valdimarsson 13.
Í kvöld mætast Breiðablik og Tindastóll (Kl:
19.15) og ÍR og FSU (Kennó Kl: 20.00)
Enski deildarbikarinn
Arsenal-West Brom 2-0
Sanchez Watt og Carlos Vela
Barnsley-Burnley 3-2
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn.
Bolton-West Ham 3-1
Davies, Cahill, Elmander- Ilunga. Grétar Rafn
Steinsson var á bekknum.
Carlisle-Portsmouth 1-3
Leeds-Liverpool 0-1
David Ngog
Nott Forest-Blackburn 0-1
Benni McCarthy
Peterborough-Newcastle 2-0
Scunthorpe-Port Vale 2-0
Stoke-Blackpool 4-3
Sunderland-Birmingham 2-0
Jordan Henderson og Fraizer Campbell
Þýski bikarinn í handbolta
Kiel-Füchse Berlin 34-26
Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Kiel og
Rúnar Kárason var með 2 mörk fyirr Berlín. Lið
Alfreðs Gíslasonar sló þarna út lærisveina Dags
Sigurðssonar.
Bittenfeld-Rhein Neckar Lowen 31-33 (27-27)
Ólafur Stefánsson tryggði Rhein Neckar Lowen
framlengingu úr vítakasti eftir að leiktímanum
lauk. Ólafur skorað 5 mörk í leiknum eins og
Guðjón Valur Sigurðsson.
ÚRSLITIN Í GÆR
> Kristín og Rakel spila ekki á sama tíma
Kristín Ýr Bjarnadóttir í Val og Rakel Hönnudóttir eru
efstar og jafnar í baráttunni um gullskóinn í Pepsi-deild
kvenna þegar aðeins ein umferð er eftir. Báðar hafa þær
skorað 23 mörk í 17 leikjum. Síðasta umferðin fer fram
um næstu helgi en liðin þeirra spila samt ekki á sama
tíma því leikur Vals og Aftureldingar/Fjölnis hefur verið
færður fram á laugardaginn. Það þýðir
að þegar Rakel og félagar í Þór/KA hefja
leik á móti KR á sunnudaginn þá
gæti Kristín Ýr verið búin að setja
mikla markapressu á Rakel sem
er einnig að reyna að hjálpa
sínu liði að ná öðru sæti
og tryggja sér Evrópusæti
næsta sumar.