Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐIÐ Birna Gunnlaugsdóttir: Ekkert er eyland Undanfarið misseri hafa hljóm- að háværar, samstilltar raddir um að nú þurfi almenningur á íslandi að greiða fyrir það að hafa lifað um efni fram í áraraðir. Tóninn gefur ríkisstjórnin og kórinn eru at- vinnurekendur, kaupahéðnar og braskarar í stöðugri útsendingu í víðlesnustu dagblöðunum og i rík- isfjölmiðlum. Engu að síður er það jafn ill- skiljanlegt, sérlega fyrir verkafólk sem verst verður fyrir barðinu á kjaraárásinni, hvernig lífsmáti þeirra hefur megnað að steypa þjóðinni í þvílíka glötun. Yfir- drátturinn er einhversstaðar annars staðar í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa gert okkur fulla grein fyrir því hverju sinni hverjar hugmyndir okkar um lífskjörin eiga að vera hverju sinni. Það er bæði gömul saga og ný að gerðum kjarasamn- ingum er breytt með tilvísun til al- menningsheilla. I hagsmunamálum sínum hafa Islendingar þó ekki róið til einskis og má þar nefna þróun heilbrigðis- kerfisins, menntakerfisins og fé- lagslegrar þjónustu síðustu 1 ár. Engin stjórn hefur gengið svo langt í aðgerðum sínum gegn þessum þáttum og grundvallar mannrétt- indum eins og núverandi ríkis- stjórn, sem m.a. gengur þvert á grundvallar lýðréttindi með setn- ingu bráðabirgðalaga um afnám samningsréttarins. Þá er von að spurt sé að leikslokum. Þegaráhrifa rýrnandi kaupmátt- ar fer að gæta á öllum sviðum þjóðlífsins og atvinnurekendur kvarta undan frekari rekstrarörð- ugleikum, er fyrirsjáanlegt að rík- isstjórnin telji nauðsynlegt að ganga skrefi lengra. Einnig er greinilegt að hættunni á stórfelldu atvinnuleysi er boðið heim. Verkefni launafólks nú er því ekki aðeins að verja lífskjörin, heldur berjast fyrir mannsæmandi kjörum á ný. Kjaraskerðingin Rétterað vera viðöllu búinn oger afnám samningsréttarins órækt dæmi þess. í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er kveðið á um að ráðherrar hafi ekki vald til að banna starfsemi félaga (þó verka- lýðsfélögin hafi ekki verið bönnuð að öllu leyti), nema til bráðabirgða — og þá með því skilyrði að mál sé þegar höfðað gegn félaginu fyrir ólögmæta starfsenii þess. Engu að síður gerist Steingrímur Her- mannsson svo djarfur síðastliðið vor að vísa til hegningalaganna er hann var spurður um viðurlög við broti á bráðabirgðarlögunum. Verkafólki er vissulega ögrað s.s. með þeim hnífum sem skera á at- vinnuöryggi startsfólks ríkisspital- anna í þágu fjármálamanna. Ekki síður er alvarleg sú aðför sem beinist að heilbrigðiskerfinu. Samstilling hagsmunasamtaka og enn fremur verkalýðsfélaga er bráðnauðsynleg undir kringum- stæðum sem þessum. Fyrsta skrefið hefur verið stigið með uppsögn allra samninga, víðtækri undir- skriftasöfnun gegn ólögunum og mótmælastöðu við setningu Al- þingis. Verkalýðshreyfingarinnar bíður stórt verkefni og um annað er ekki að. ræða en að hefjast handa. Húsnæði Ein af frumþörfum Islendinga er að búa í húsi með veggjum og þaki. Tilraunir þeirra, er jafnt og þétt vaxa úr grasi, til að verða sér út um slíkt öryggi eru undantekningarlít- ið undirorpnar séreignastefnunni. Sá undanfari að fjárstreymi var til einstakra húsbyggjenda í formi óverðtryggðra lána, skilur nú eftir sig gloppu í kerfinu, því slíkt bygg- ingarfé er einfaldlega ekki til leng- ur. Með núverandi launakjörum og núverandi raunvaxtastefnu er al- menningi ekki mögulegt að standa undir húsnæðislánagreiðslum. Nú- verandi húsnæðisstefna hefur gert hóp manna að illa stöddum skuldunautum og hækkun láns- hlutfalls til séreignaríbúða í tæp 30% af kostnaðarverði leysir ekki vandann. Breytt stefna í húsnæðis- málum verður að koma til, aukning við leiguíbúðir og húsnæðissam- vinnufélög. Að stórum hluta er það ungt fólk sem bíður húsnæðisör- yggisins þ.á.m. námsmenn með verðtryggð lán og landsbyggðar- fólk sem stefnt er til Reykjavíkur í skóla. Menntamál Hver kannast ekki við drauma þeirrar kynslóðar sem nú er á efri árum, um menntun sér lil handa, drauma sem hún er nærri að láta rætast á börnum sínum. Afurð Framhald á bls. 3 Til Háskólaráðs (Skilið miðanum til skrifstofu H.í. —- Gildir sem eitt atkvæði). Þröngt mega sáttir sitja og enn þretigra ósáttir Vegna húsnæðisleysis, þrengsla, fjárskorts, SVIKA, tanngarðs, óráðvendni, numerus clausus, o.fl. o.fl. Ennfremur það sem ríki og samfélag hefur reynst ÓHÆFTtil að stjórna málum hér á háskólalóðinni (og víðar) ÞÁ hefur verið ályktað á mikilvægum fundi RÉTTSINNA ÐRA MANNA: 1. Að stúdentar TAKI öll ráð í sínar hendur. 2. Breið samtaða um yfirtöku H.í. 3. Þau lög ein gilda á háskólalóð sem menn þar semja um sín á milli. 4. Numerus clausus algjörlega virt að vettugi. 5. Akademiskt frelsi - Opinn Háskóli fyrir allt sam- félagið. 6. Að stúdentar sem treysta sér til að bera ábyrgð, REKI ábyrgðarlausa stjórnendur frá völdum. 7. Alger samstaða með réttsinnuðum lærifeðrum um leitan nýrra leiða. „ 8. Engar síur - Vandaðri yfirferð — og þá hægari. J: Hvað liggur á? » 9. Eldri nemar aðstoði nýnema í námi og fái til þess tíma. 10. Menntabylting stúdenta innleidd í Háskóla ís- lands. Vakandi fyrir verðandi og umbótasinnaðri umræðu. Samþykkir riti nafn hér undir: r — Svo mælir Friðmóður — Svo mælir Friðmóður — Svo mælir Friðmóður — Af vettvangi nútíðar Ágætu lesendur. Er ég leit fyrsta Stúdentablað komandi vetrar, augum nú á haustmánuðum, þá blasti við manni nokkuð kunnugleg sjón. Sama fólkið og frá því í fyrra og sömu málefnin. Og að vanda kvarta ritstjórar blaðsins sáran yfir pennaleti vorra stúdenta. Þetta má vissulega til sanns vegar færa. Það getur vart verið sérlega skemmtilegt að þurfa að sitja með sveittan skallann við að reyna að snapa efni héðan og þaðan. Af þessari niðurstöðu fenginni þótti mér því tilhlýðilegt að hripa niður nokkur orð. Svo vill til að undirritaður stundar nám í viðskiptafræði við vorn göfuga Háskóla. Það er þó ekki í frásögu færandi en hitt er mikilvægari staðreynd að í þessa sömu deild, viðskiptadeild, hefur átt sér stað undraverð aukning nemenda nú á allra síðustu árum. Og þar sem bekkjardeildum er samt sem áður ætlað sama kennslurými og fyrr, þá hafa skapast gífurleg vandkvæði. Af- leiðingin er sú að nú tíðkast vart lengur að nota borð við „glósu- skriftir" nemenda á hinum fyrstu misserum námsins. Er kemur upp á annað námsár er nemendum að vísu boðið upp á borð í kennslu- stundum en þó er kennslustofan enganveginn svo stór að hún rúmi borð fyrir alla nemendurna. Þetta hefur valdið því að viðskipta- fræðinemar á öðru ári eru orðnir með árrisulli mönnum. Menn verða semsé að passa sig að mæta nógu snemma hvern morgun til að tryggja sér borð. Sem dæmi má taka að morgun einn ákveð ég nú að vakna snemma og drífa mig í skólann tímanlega. Ég er því mættur í skólann kl. 8 (kennsla byrjar 8:15) en verð fyrir algjöru skipbroti með áætlun mína. Ég gef mig nú á tal við mann nokk- urn á aftasta borði og spyr hven- ær hann hafi mætt. Jú, hann sagðist hafa mætt korter fyrir. Semsagt að hann varð að bíða í hálftíma eftir að kennsla hæfist og náði hann þó aðeins aftasta borði. Ég verð að segja að þessi aðstaða sem Háskólinn býður nemendum sínum upp á er hon- um ekki samboðin. En hitt er víst jafn ljóst að ekki verður að gert að sinni. Því mænir maður nú stöð- ugt á hið myndarlega Hugvís- indahús sem verið er að byggja og vonar að það verði einhverntíma fullgert. Við skulum ætla að svo verði og að það komi til með að bæta hag vorra viðskiptafræði- nema þó siðar verði. Mér finnst að það væri hins vegar alls ekki óviðeigandi að Stúdentablaðið upplýsti okkur námsnrenn um hvenær ljúka eigi þessari bygg- ingu og hvers vænta megi af því nývirki. En snúum okkur nú að öðru. Ég geri ráð fyrir að þegar pistill þessi kemur fyrir sjónir lesenda, standi fyrir dyrum kosningar hér innan Háskólans. Þetta eru hinar svokölluðu l.-des. kosningar. Gera má ráð fyrir að a.m.k. tveir listar verði í boði. Þetta eru listar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og listi Félags vinstri manna. Ekki er ég klár á hvenær siður sá er hér um ræðir hóf göngu sína. Hitt er annað mál og verra að síðastliðin c.a. 12 ár hafa vinstri menn farið með sigur. Ég tel að það sé staðreynd sem tími sé kominn til að breyta og sé raunar bráðæskilegt. Er ekki kominn tími til að lýðræðið fái að njóta sín, þar sem friður frelsi og mannréttindi eru höfð í háveg- um? Ég tel að svo sé og skora á þig kjósandi góður að kynna þér þá möguleika sem í boði eru. Ég er ekki í vafa að þá munir þú velja stefnumið Vöku. En hitt má ekki gerast, sem virðist þó vera alltof algengt að menn láti allar kosn- ingar líða hjá sem skrjáf í laufi, án þess að taka afstöðu. Slíkt er í raun afstaða sem bíður hættunni lieim því andvaraleysið er vara- samur óvinur. Við verðum að vera meðvituð um skyldur okkar gagnvart okkur sjálfum og þær krefjast afstöðu í einhverri mynd. Jæja, þá er víst mál að linni. Kannski maður stingi einhvern- tíma niður penna síðar í vetur og allavega vona ég að sem flestir aðrir verði til þess. Og að lokum vona ég að menn séu bjartsýnir nú í upphafi námsárs og þeir vinni sigur á hinum ýmsu erfið- leikum sem framundan eru. Með fyrirfram þökk.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.