Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.10.1983, Blaðsíða 3
STÚDENTABLAÐIÐ 3 Stúdentablaðið 6.tbl.okt. 1983 Útg. Stúdentaráð Háskóla fslands. Ritstjórar: Bjarni Harðarson (ábm) og Jóhanna Margrét Einarsdóttir Ritstjórn — Afgreiðsla — Auglýsingar: Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut, 101 Reykjavík. S. 28699. Upplýsingar um opnunartima i s. 15959. Heimasímar: Jóhanna 14472, Bjarni 17593 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Leidari — eigurn við engan leiðara að hafa núna? — nei^er það nokkuð . . . — verum stefnumarkandi og birturn alltaf eitthvað úr gömlum blöðum. — Æi nei. — Jæja þá. Ekkert er Framhald af bls. 2 draumanna er baráttan fyrir aukn- um umsvifum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, svo ná megi jafnrétti til nárns án tillits til efnahagslegrar stöðu. Árangur hefur náðst á mörgum sviðurn þó enn sé töluvert í land. Hins vegar hefur mennta- málaráðherra okkar. með dyggum stuðningi frá fjármálaráðherra, lagt til að fjármagn til sjóðsins verði skorið niður að töluverðu leyti. Við bíðum úrslita í þeint efnurn, en ef þau framfylgja vilja sínum er illi- lega vegið að réttindum alþýðunn- ar á möguleika til náms. Hætta er á að nemar í ýmsum sérskólum, sem ekki hafa sömu lagalegu rétt- indi til námslána og háskólanem- ar, missi rétt sinn s.s. nemendur í Fiskvinnsluskólanum, Bændaskól- anum, Lyfjatækniskólanum o.fl. Stór hópur fólks þarf að búa til nýtt gat til að gerða sultarólina; fjöl- skyldufólk, einstæðir foreldrar og flestir þeir sem ekki hafa fjársterka foreldra að baki sér. Ef ríkisstjórn okkar kemst upp með að lítilsvirða raunveruleg mannréttindi eins og jafnrétti til náms, munum við eiga langt i land nteð að vinna upp réttindi okkar og stuðla að þeirri framför að mennt- un verði fyrir alla. Menntamenn og verkafólk býr vissulega ekki við sörnu kjör, til þess þarf enn mikíar breytingar, en hagsmunir þeirra eru vissulega hinir sömu hvað varðarjöfn tækifæri til menntunar. Fjárskortur heftir og sjálfa starf- serni Háskólans og því má heldur ekki gleyma að hann er einn af hornsteinum raunverulegs sjálf- stæðis þjóðarinnar. Bruðlað með fé og frelsi Á sama tíma og fokið er í flest skjól láglaunafólks og ríkið dregur saman seglin á ýmsum sviðum, semur æðsta goð íslenskra fjár- málamanna urn áframhaldandi spottprís á raforkuverði til handa Álusuisse-auðhringnum, og leggur eyland blessun sína yfir útþenslu hans innan íslenskrar landhelgi. Og utanríkisráðherra reynir að telja okkur trú um að mjög hag- kvæmt sé og mikilvægt íslensku þjóðinni að herinn hafi sína bæki- stöð aðskilda farþegaflugi, og legg- ur til þess mikið í sölurnar. fslenskum almenningi hefur þó sýnst að liann leggi ekki trú sína á þvílíkt tal. Það gerði hanti í Friðar- göngunni 6. ágúst sl. íslensk friðar- barátta hlýtur að snúast gegn kjarnorkueflingu í eigin landi, gegn hernum á Miðnesheiði og banda- lagi hans, NATO. Á þann eina og sama hátt og evrópsk friðarhreyf- ing berst gegn meðaldrægum kjarnaoddum í Evrópu. Við skulum hugleiða öll þessi mál og sjá hvort fullveldisdagurinn beri í skauti sér frekari vangaveltur þau varðandi. Birna Gunnlaugsdóttir. Valgeröur A. Jóhannsdóttir: Jóna Hálfdánardóttir: Dropinn sem fyllti mælinn — Áfram strákar I slúðurdálki síðasta Stúdenta- blaðs birtist lítil grein undir fyrir- sögninni „jæja stelpur". Þarskrifar b. og lýsir þeirri skoðun sinni að stelpur hafi verið notaðar sem kosningatrix í síðustu kosningum til Stúdentaráðs, Oft hefur okkur ofboðið. En þetta slúður var drop- inn sem fyllti mælinn og sjáum við okkur ekki annað fært en svara. Staðreyndir ntálsins eru þær að konur skipuðu fyrsta sæti á tveimur listum í síðustu kosningum, annað sæti á þeim öllum og af 15 nýjum ráðsliðum voru 7 konur. En. svo vitnað sé orðrétt í -b., „enn sem fyrr sjást nær eingöngu strákar hér á annarri hæð í F.S.“. Við teljum grein -b. endurspegla mikla for- dóma gagnvart konum og til að sýna fram á það er ætlunin að skil- greina þau hugtök sem -b. notar, athuga þær forsendur sem hann gefur sér og að lokum þá ályktun sem hann dregur af þeim forsend- um. Fyrir það fyrsta hvað er átt við með kosningatrix? Með tilvísun í það sem sagt er i umræddri grein virðist það þýða að kvenleg fegurð þeirra kvenna er voru i framboði, hafi verið notuð til að útbreiða ákveðna hugmyndafræði (þ.e. veiða atkvæði). Sé þessi skilningur lagður í orð -b. hljótum við að álykta að -b. telji að pólitísku fylk- ingarnar innan H.í hafi einungis áhuga á stuðningi/atkvæðum karla og finnst okkur það vanmat á skynsemi karla að halda að nóg sé að veifa lista með sætum stelpum og kaupa þá með því. til að kjósa ákveðna hugmyndafræði. Hægt er að leggja aðra merkingu í orð -b. og hún er sú að á tímum mikillar umræðu um jafnréttismál verði pólitísku fylkingarnar að sýna jafnréttisskoðanir sínar í verki og hafa konur á framboðslistum sín- um. En í báðum þessurn merking- um felst að konur sem kosnar eru sem fulltrúar í SHÍ geti þar ekkert gert, engu komið til leiðar vegna þess að viðkomandi fylkingar hafi fengið þær inn á lista sína á fölsk- um forsendum. Rök -b. fyrir þeirri skoðun sinni að konur séu kosn- ingatrix eru þau að konursjáist lítið á annarri hæð í F.S. Á annarri hæð í F.S. eru m.a. skrifstofa Stúdenta- ráðs og Stúdentablaðsins. Fundir stjórnar og nefnda SHÍ eru oftast haldnir á skrifstofu Stúdentaráðs. Vill -b. meina að konur mæti verr á fundi en karlar, að þær opni aldrei munninn (þá sjaldan þær mæta), að þær hafi ekkert fram að færa. Hver sern kannar þetta mál, t.d. með því að líta í fundagerðarbæk- ur. hlýtur að komast að þeirri nið- urstöðu að það er fjarri lagi. Ef hinsvegar -b. á við (eins og við höfum heyrt fleygt) að konur sjáist lítið á annarri hæðinni, utan funda, til að spjalla og þamba kaffi, þá má það til sanns vegar færa. En gæti það ekki stafað af því að við hefð- um aðrár leikreglur í heiðri en þeir sem slíkt stunda. Að við teldum það V algerður Jóhannsdóttir Jóna Hálfdánardóttir Jæj^télpur Einhvern tíma minnist ég þess að hafa heyrt illa talað um sýninga- 1 stelpur og tískudrósir. Yfirleitt held | ég að þetta hafi átt að ná til allra þeirra kvenna sem nýttu kvenlega^ fegurð sína til sölu eða útbreiðslu á ' vörurn eða ideólógíu. Auðvitaðl voru þetta kommakvendi en mér er þó ekki grunlaust um góðar undir- tektir Hvatarkvenna (orðnar lang- þreyttar á kvenfyrirlitningunni). Það er þvi hið versta mál ef stelpur eru notaðar sem eitthvert kosningatrix í stúdentapólitíkinni. 1 síðustu kosningum skipuðu stelpur fyrsta sæti á tveimur listanna, ann- \að sæti á þeim öllun^j^^^TH Þe" lntlS ag hþM » ei,„ Starfs AðalsZn enda á nu Vke0,ti,^faZSafe'^g I U f *>öið ha r Ana,Sóð, ' mennt n'iög einl konur* ,yn' ste\Vut vot'i -V). vænlegra til árangurs í stúdenta- baráttu að sitja fundi SHÍ og okkar pólitísku fylkingar, heldur en að hanga uppi á skrifstofu í tírna og ótíma, þamba þar kaffi og fiska upp slúðursögur til að setja nafn- laust og án ábyrgðar í Stúdenta- blaðið. -b. virðist telja þörf á að segja okkur kvenfólkinu að stúdentabar- átta kosti átök og vinnu. Það viss- um við fyrir, en ekki að við þyrftum að eyða kröftum okkar þar að auki í að yfirvinna fordóma af því tagi sem birtast í slúðurgrein -b. Viltu kaupa hugmyndafræði? Greinarhöfundur -b. virðist telja sig jafnréttissinna, sbr. að hann tel- ur það „hið versta mál ef stelpur eru notaðar sem eitthvert kosn- ingatrix ... “. Við teljum okkur hins vegar hafa sýnt fram á hér að ofan að grein hans feli í sér mikla fordóma gagnvart konum. Eftir stendur þá spurningin: hvers vegna finnum við svona viðhorf hjá manni sem telur sig vera hlynntan jafnrétti? Öll erum við, jafnt konur sem karlar, alin upp í þjóðfélagi sem mismunar kynjunum. kúgar konur. Afstaða okkar, viðhorf og málfar endurspeglar þessa kvennakúgun. Því hafa konur, sem gert hafa jafn- réttishugsjónina að sinni, þurft að endurskoða allt þetta. Sú endur- skoðun er ekki eitthvað sem maður gerir í eitt skipti fyrir öll, heldur á hún sér stað allt lífið. Og nú krefjumst við þess af þeim körlum sem vilja kalla sig jafnrétt- issinna, að þeir geri þetta líka. Þar er ekki nóg að stimpla sig jafnréttissinna. Þetta kostar allt átök og vinnu. Áfram strákar. Valgerður A. Jóhannsd. Jóna Hálfdánard. Tvær af kosningatrixum Félags Vinstri Manna í síðustu kosningum. Að skrifa grein um hugargrein Ekki allsfyrir löngu var égá labbi í bænum. Veðrið var gott ogég „smilaði“ framan í lífið. Svo datt mér í hug að ég þyrfti að skrifa grein í Stúdentablaðið. Hvað á ég að skrifa var fyrsta hugsuninJú allt í einu datt mér bráðsniðugt efni í hug. Ég ætla að skrifa um fjöldatakmarkanir. Ég byrjaði strax í huganum. Byrjunin vafðist aldeilis ekki fyrir mér, því þegar maður hugsar grein en skrifar hana ekki er svo auðvelt að sleppa öllum tæknilegum atriðum. Ef það sama gerðist við ritvélina yrði greinin á hinn bóginn svona. „Grundvallar mannréttindi allra manna er jafnrétti til náms. Þau rök sem yfirvöld færa fyrir fjöldatakmörkunum eru á þessa leið . . . Þá er nefnilega komið að tækniatriðum sem þurfa að vera vel ígrunduð en þar sem greinin var bara hugarsmíð í huga var hægt að hlaupa yfir svona smáatriði og byrja þess í stað að setja fram sínar eigin skoðanir á málunum, sem að mínu mati eru miklu skemmtilegri en þau tæknilegu atriði sem ég var að impra á. Jæja en greinin varð jafn jafnlöng og ég var lengi að borða isinn sem ég varað sleikja en eigi að síður var hún rnjög merkileg svo merkileg að ég hef ákveðið að eiga hana bara fyrir mig en svona er það að skrifa bull um ekki neitt.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.