Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 4
Nemenda fyrirtæki Hreinn Sigmarsson, viðskiptafræðinemi, skrifar Víða um Evrópu eru rekin fyr- irtæki sem alfarið eru í höndum nemenda á háskólastigi. Hug- myndin að þessum fyrirtækjum varð til í Frakklandi fyrir meira en 20 árum og hefur breiðst út Jafnt og þétt. Hugmyndin barst hingað frá Noregi en þar hóf StudConsult göngu sína árið 1988. Árið 1992, fimm árum eftir stofnun, var velta fyrirtækisins um 14 miljónir ísl.kr. Styrkur Nemendafyrirtækis Þættir sem lúta að nemendum við Háskóla Islands: Nemendum hinna ýmsu deilda gefst ráðrúm til að minnka hlut námslána í heildarframfærslu. Námsvist í Rússlandi skólaárið 1993-94 Rússnesk stjómvöld munu væntanlega veita einum Is- lendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Rússlandi námsárið 1993-94. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 26. mars n.k. á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum. Menntatnálaráðuneytið Árið 1992 fengu 132 nemendur að meðaltali 65.000 ísl.kr. í laun hjá StudConsult í Noregi. Það má bú- ast við að þegar rekstur fyrirtækis- ins verður farinn að ganga eðlilega fyrir sig geti duglegir og snjallir námsmenn haft talsverðar tekjur samhliða námi. Nemendum gefst kostur á að verða sér út um starfsreynslu. Þessi þáttur getur skipt mjög miklu máli í ljósi þess að allt bendir til að atvinnuleysi verði hér viðvarandi næstu árin. Til að bæta gráu ofan á svart er atvinnuleysið mest meðal ungs fólks sem hefur litla eða takmarkaða starfsreynslu. Ávinningur fyrirtækja Með því að nemendur sjái sjálfir um rekstur og verkefnaöfl- un fyrirtækisins hleðst upp mikil þekking innan þess. Þessi þekking kemur atvinnulífmu að góðum not- um þegar þessir nemendur koma út á vinnumarkaðinn. Þau fyrirtæki sem ráða til sín starfsfólk nem- endafyrirtækisins sleppa undan stórum kostnaðarlið sem er þjálfun nýrra starfsmanna. Þegar nem- endafyrirtækinu vex fiskur um hrygg á þessi liður eftir að verða meira afgerandi en hann virðist vera við fyrstu sýn. Byrjum í sumar! Þó að langt sé liðið á önnina er samt enn talsverð von til að takast megi að rífa fyrirtæki þetta upp fyrir annarlok. Það er markmið þeirra sem að þessu standa að ný- stofnað nemendafyrirtæki geti tek- ið til starfa í byrjun sumars og þá útvegað einhverjum sumarvinnu. Til að það geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að fólk sem hefur áhuga á því að starfa að þessu máli gefi sig fram við skrifstofu Stúdentaráðs hið fyrsta. Starfinu fylgja margir skemmtilegir mögu- leikar sérstaklega þar sem stefnu- mótun og áherslur bíða væntan- legra stjórnenda. Stúdentaráð hef- ur aðsetur í húsi Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut og þangað á leið dugmikilla athafnamanna innan Háskóla íslands að liggja næstu daga. Raunasöngur færeyskra námsmanna á krepputímum Stúdentaafsláttur Þessi texti er vinsæll hjá færeyskum námsmönnum á þessum at- vinnuleysistímum. Hann er lagður í munn unga pabbadrengnum sem fær almennilega vinnu og er þrált fyrir að hafa engar „váttanir og prógv“ tekinn fram fyrir tíu aðra menn sem hafa stritað í námi, allt af því hann á „rætta babba" og hefur valið „rætta flok“. Stúdentar! Við hvetjum ykkur til þess að notfæra ykkur stúd- entaafsláttinn. Beinið viðskiptum ykkar til þeirra sem veita námsmönnum afslátt. Það eru raunhæfar kjarabætur! Suðurlandsbraut 50 við Faxafen * KRINGLU Borgarkringlan, sími 67 99 55 Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 Blómabúð Reykjavíkur Hótel Sögu Hársnyrtistofan Greifinn Hringbraut 119 Svipmyndir Einu sinni var... MEBA Hverfisgötu 18 Laugavegi 12a Kringlunni Munið að sýna ISIC skírteinið áður en stimplað er inn í kass- ann. Annars getið þið átt á hættu að afslátturinn falli niður.§j Afsláttur er að öllu jöfnu ekki veittur af útsölu-, tilboðs-, eoa kynningarvörum. Katz- tískuverslun Laugaveg 61 Eg havi fingið eitt alment starv uttan dikkidar og darv, uttan fjas og fjant og váttanir og prógv. Hartil fekk eg alt í senn, frammum tíggju aðrar menn, arbeiði, trygging, pensión, pengagullið nógv. Almenl starv, uttan darv, tað er ikki hvpr sum helst, ið fær slíkt starv:,: Tíggju sótu teir á rað, allir væntuðu sær tað, allir hpvdu lært og slitið seg til sítt. Eg sat stillur sum eitt skrín, besti trumfurin var mín. Vera sjalist, er oftast nokk tað er gott at hava valt tann rætta flok. Men við hv0rt, krevst tó meir, tá ið br0ður beijast um breyðið, tá krevst meir. Har var hegni, har var vit, har var hugur, har var slit. Men hvat nyttaði tað móti tí hjá mær? Lat bera hinar hava knokk, eg hevði babba, tað var nokk, tað til alment starv í gullstól inn meg bar. :,:Sonur eg - og sjalist, tá er lívið trygt og sikkurt tað er vist.:,: Hinir stríðast, streva, sjabba, einans eg átti rætta babba, sum nóg h0gur var, at tryggja mær mítt jobb. Hvat er hegni, vit tá vert, tá ið babba telur mest? Faðir vár, babba mín komið ríkið títt, og verði vilji tín. Alment starv, fer tá í arv. Til sonin uttan dikkidar og darv. STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.