Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 13
A Lánasjóður íslenskra námsmanna að hjálpa fólki að safna brennivínsskuldum? Ármann Jakobsson og Flosi Eiríksson skrifa: Þó aö gagnrýnin hugsun eigi aö vera aöalsmerki háskólamannsins er æöi algengt aö hún liggi í híöi í daglegu amstri. Hugurinn festist gjarnan í viöjum hins vanabundna og tungan fylgir á eftir. Þá fara menn aö tala í klisjum, nota sama orðalag og þeir sem á undan hafa komiö og leiöa aldrei hugann aö því hvort orðin sem þeir nota hafa einhverja merk- ingu og hver hún er. Ein af þessum tuggum er: Lánasjóöur íslenska námsmanna á aö vera félagslegur jöfnunar- sjóöur. Jórturdýr Þessa tuggu hafa stjórnmála- menn meðal stúdenta endurtekið í hverjum kosningunum á fætur öðr- um. Ef á þá er gengið hvað þetta merki stendur ekki á svörunum: Lánasjóðurinn á að tryggja jafnrétti til náms. Þetta gerir hann með því að lána mönnum eftir þörfum, lána einstæðri móður með þrjú börn meira en þeirri sem á eitt barn en minnst konunni sem ekkert bam á. Þannig tryggir lánasjóðurinn að allir geti gengið í skóla, lfka þeir sem þurfa að sjá fyrir heimili og börnum. „So far so good“ En eru úthlutunarreglur Lána- sjóðsins réttlátar? Svarið við þessari spurningu er að flnna bæklingi um úthlutunar- reglur Lánsjóðsins árið 1992-1992 stundum: Einstaklingar í foreldra- húsum fá ekki há lán hjá lána- sjóðnum því að frítekjumark þeirra, þær tekjur sem þeir mega hafa til að lánið skerðist ekki, er svo lágt. Rétt er það en skv. dæmi frá Því segjum við: Breytum þessu fyrirkomulagi. Þetta er engum til góðs. Það fé sem ríkissjóður leggur lil Lánasjóðsins er illa nýtt, lán til þessara hópa koma niður á öðrum lánþegum sjóðsins (þeim sem þuri'a í raun og veru að taka lán) „Af hverju eiga menn eins og viö aö fá námslán?" Greinarhöfundar á staönum sem þeim ánafna drýgstum hluta tekna sinna. Raunir „litla“ námsmannsins Námsmannaraunir þér ég þyl það er dapur lestur Ekki veit ég á þeim skil enginn veitist frestur Bít ég nett í brauð og ost bágindum að svara Námsmenn hafa nauman kost nú áflest að spara Sultarólin særir mig sést í botn á skálum Andans fátœkt œrir mig illa er komið málum Bið ég komi betri tíð og batni allra hagur En aldrei verði landsins lýð lesinn svona bragur Gríma en þar kemur fram að stúdentar á borð við undirritaða sem búa í foreldrahúsum, borga ekki heim í neinni mynd og eiga ekki börn nokkurs staðar, geta fengið 34 327 krónur í lán á mán- uði þá mánuði sem þeir eru í skóla (svo fremi sem þeir hafi nógu lág- ar sumartekjur). Til hvers? Ekki til þess að greiða húsaleigu því að þeir sem búa í foreldrahúsum borga ekki húsaleigu. Heldur ekki til að borga matinn því að stúdentar í foreldra- húsum fá hann undantekningalítið ókeypis líka. Og svariði nú Og þá koma spurningar dags- ins: Til hvers í ósköpunum er rík- isvaldið að veita námsmönnum í foreldrahúsum afar hagstæð lán? Til hvers er ríkisvaldið að freista fólks sem fær frítt fæði og húsnæði til þess að stofna sér í skuldir á unga aldri? Hvers vegna er rikið að veita fólki hagstæð lán fyrir brennivíni og skemmtunum? Hvað breytist í líft manns þeg- ar hann verður 20 ára og fer í há- skóla í stað menntaskóla sem veld- ur því að hann þarf að fá lán til að búa heima hjá sér? Er þetta hið umtalaða jafnrétti til náms? Gömlu skotgrafirnar Þeir sem eru að verja þetta merkilega fyrirkomulag segja Lánasjóðnum (bls. 28 í bæklingn- um um úthlutunarreglur sjóðsins) getur námsmaður haft 220 þúsund krónur í tekjur yftr sumarið (svipuð upphæð og þriggja mánaða grunn- laun lektors 1 í heimspekisdeild) og samt fengið 276 000 krónur í heildarlán á ári frá Lánasjóðnum. Þetta er kannski ekki nein stór upphæð en til hvers er ríkisvaldið að lána mönnum eins og okkur tæp 300.000 á ári til að eyða í við- bót á Bíóbamum? Og það gleym- ist stundum að þetta eru lán sem þetta fólk þarf að greiða til baka, sennilega á sama tíma og það er að kaupa sér íbúð í fyrsta sinn. Hvað stangast á annað Nú segja stjórnvöld: Utgjöld ríkissjóðs eru of mikil. Hvernig fær það staðist að sömu stjómvöld telja ekki eftir sér að veita fólki hagstæð lán sem ekkert hefur við það að gera? Þessi sömu stjómvöld segja: Það á að efla kostnaðarvit- und landsmanna. En um leið eru þau að veifa hagstæðum lánum fyrir framan nefið á ungu fólki sem ekki þarf á lánum að halda til að draga fram líftóruna. Þau em að hvetja ungt fólk til að safna skuld- um að óþörfu. Og svo eru menn hissa á að íslendingar safni skuld- um! Það hlýtur öllum að vera ljóst hversu þversagnakennt þetta er. sem gætu fengið hærri lán ef þessi hópur fengi engin lán. Og hugmyndafræðin á bak við þessa kenningar: Ungt fólk er hvatt til þess að steypa sér í skuld- ir fyrr en þörf er á. Það kemur ekki til af neinu að sama orðið, lán, þýði bæði happ og að steypa sér í skuld- ir. íslendingar hafa alltaf litið á það sem sérstaka gæfu ef þeim tekst að slá pening og ástand þjóð- arbúsins sýnir að menn hafa nú engar sérstakar áhyggjur af skuldadögunum. En allir verða að átta sig á því fyrr eða síðar að hið sæta lán verður að sárum endur- greiðslum. Úlfur í sauðargæru Lánasjóður íslenskra náms- manna þykist vera félagslegur jöfnunarsjóður. Það á hann líka að vera. Annars er ekkert gagn að honurn. Það em nógu margir bank- ar á Islandi. En það hefur ekkert með jafnrétti til náms að gera að lána þeim sem búa heima hjá pabba og mömmu umfram raun- verulega þörf þessa hóps. Þessu ættu stúdentar að breyta, ekki síst þeir sem gjarnan kenna sig við félagshyggju á hátíðar- stundum. Þannig stöndum við best vörð um Lánasjóðinn sem tæki til að tryggja jafnrétti til náms. STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.