Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 10
WSS-$ Spurningar um eöli og uppruna al- heimsins hafa lengi heillað manninn. Þessar spurningar tengjast spurning- unum um hvaöan við komum, hvert viö erum aö fara og tilgang lífsins. Hverju hefur okkur oröiö ágengt við leitina aö svörum eftir allar þessar aldir? Ég bað þrjá fræðimenn, þá Pétur Pétursson guöfræöing, Gunnlaug Björnsson Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur stjarneölisfræðing og Erlend Jónsson heimspeking, aö segja frá því í fáum oröum hvernig fræðigrein þeirra hefur orðiö ágengt. Spurningarnar sem ég bað þá að íhuga voru: Á alheimurinn sér upphaf? Hvernig er gerð hans? Er þróun í alheiminum? Svör þeirra birt- ast hér að neöan. Heimsmynd mín Undir lok þriðja áratugar þess- arar aldar sýndi Edwin P. Hubble fram á að vetrarbrautir alheimsins væru allar að fjarlægjast okkur og þeim mun hraðar eftir því sem þær væru fjarlægari. Þessi mæliniður- staða, sem verulega hefur verið aukið við síðan, er túlkuð með hjálp hinnar almennu afstæðiskenn- ingar Alberts Einsteins sem út- þensla alheimsins sjálfs. Dreifing efnisins (vetrarbrautanna og dul- stirna) í alheiminum er jöfn sé litið yfir nægilega stór svæði og því ætti útþenslan að líta eins út frá hvaða athuganda sem er. Okkar vetrar- braut er því ekki í neinni sérstöðu þó okkur virðist hún í miðju út- þenslunnar. Sérhver annar athug- andi myndi sjá útþensluna sömu augum. Ef allar vetrarbrautirnar eru að fjarlægjast hverja aðra vegna út- þenslunnar hljóta þær einhvern tímann að hafa verið nær hver annarri en þær eru nú og alheimur- inn þá minni. Þar sem núverandi útþensluhraði alheimsins er þekkt- ur (mælanlegur), má áætla hversu langt er um liðið frá því útþenslan hófst. Niðurstaðan er sú að alheim- urinn hafi orðið til úr mjög þéttu á- standi og skyndilega byrjað að þenjast út fyrir um 15 milljörðum ára í gífurlegri sprengingu, Mikla- hvelli. Sú staðreynd verður þá ekki umflúin að áður en útþenslan hófst hafi allt efni alheimsins verið sam- an þjappað í einum punkti. Ein af meginniðurstöðum almennu afstæð- iskenningarinnar er að rúm og tími verði ekki aðskilin frá efni alheims- ins heldur séu þessir þættir sam- tvinnaðir. Við Miklahvell varð því ekki einungis allt efni alheimsins til, heldur einnig rúmið og tíminn. Fyrir Miklahvell var ekkert efni, ekkert rúm og enginn tími og spurningin um hvað var á undan Miklahvelli er því merkingarlaus. Oft er einnig spurt „Hvar varð Miklihvellur?“. Svarið er: Alls stað- ar, sprengingin varð ekki á tiltekn- um stað í rúminu, heldur varð rúmið til í sprengingunni. Tilhugsunin um að rúm og tími hafi ekki alltaf verið til er e.t.v. einn hæsti hug- myndafræðilegi þröskuldur heims- fræðinnar. Undanfarin þrettán ár hafa heimsfræðingar glímt við gátuna um hvernig alheimur geti orðið til úr engu. Lausnin virðist liggja í beitingu skammtakenningarinnar við lýsingu á Miklahvelli. Ennþá eru þó mörg atriði óljós í þessu samhengi en svo virðist sem tilurð alheims úr því skammtafræðilega ástandi sem talið er að ríkt hafi í upphafi sé nánast óhjákvæmileg. I örstuttu máli þá varð þróun alheimsins frá Miklahvelli eftirfar- andi: Eftir hraða útþenslu í byrjun hægðist smám saman á henni. Hún er enn mjög vel mælanleg og sýnir engin merki þess að hún muni stöðvast og að samdráttur taki við. Tiltölulega fljótlega eftir að út- þenslan hófst tóku vetrarbrautir og þyrpingar þeirra að myndast. Með áframhaldandi útþenslu eykst stöðugt fjarlægðin á milli vetrar- brautanna og efnið þynnist út, en vegna eigin þyngdar þenjast vetr- arbrautirnar sjálfar þó ekki út (og því síður lítil sólkerfi). Þau heimslíkön sem mest er stuðst við gera í meginatriðum ráð fyrir tveimur möguleikum: i) Alheimurinn er lokaður og takmarkaður bæði í rúmi og tíma, líkt og yfirborð blöðru sem byrjar hvergi né endar, en er samt tak- markað að stærð. I slíkum alheimi er efnismagnið nægjanlega mikið til þess að stöðva úþensluna og valda samdrætti á endanum. ii) Alheimurinn er opinn og ó- takmarkaður. Útþenslan hægist í fyrstu, en verður að lokum „frjáls" og heldur áfram að eilífu. Mælingar á efnismagni al- heimsins benda til að hann sé af gerð ii) en ítarlegri og betri mæl- ingar þarf að gera áður en unnt er að kveða upp úr með það. Alheimurinn er gífurlega stór, mun stærri en sá hluti hans sem við sjáum. Hinn sýnilegi alheimur takmarkast af þeirri vegalend sem ljósið hefur náð að fara frá því alheimurinn varð til og samsvarar það um 15 milljörð- um ljósára. Ekki er unnt að mæla efnismagnið sem liggur utan hins sýnilega alheims og veldur það vandkvæðum er ákvarða skal af hvorri gerðinni hann er. Annað vandamál sem við er að glíma í þessu samhengi er svonefnt huldu- efni (dark matter) sem getur verið umtalsvert en er þess eðlis að það sendir ekki frá sér mælanlega út- geislun og er því erfitt um vik að á- ætla magn þess í alheiminum. Þar til það hefur tekist er ekkert sem bendir til annars en að alheimurinn sé óendanlegur, ótakmarkaður og í endalausri útþenslu. Vió Miklahvell varð því ekki einungis allt efni al- heimsins til heldur einnig rúmið og tíminn. Fyrir Miklahvell var ekkert efni, ekkert rúm og enginn tími og spurningin um hvað var á undan Mikla- hvelli er því merkingarlaus. Oft er einnig spurt „Hvar varö Miklihvellur?“. Svariö er: Alls staöar, sprengingin varö ekki á tilteknum staö í rúminu, heldur varö rúmiö til í sprengingunni Pétur Pétursson guðfræðingur Almenn vísindi Hösftildur Ari Hauksson Um uppruna og Líklegast er að frá örófi alda hafi innra með manninum búið þær spumingar sem hér eru settar fram. Hver er uppruni alheimsins? Get- um við sagt eitthvað um þennan uppruna og eðli alheims? I fram- haldi af þessu er auðvitað spurt hvort núverandi ástand sé afleiðing þróunar, hvort heimur fari versn- andi eða hvort hægt sé að horfa fram á við til betri tíma - til fram- tíðar alheims. í ofangreindum tveimur spurningum er einnig sú þriðja fólgin, þ.e.a.s. um gerð al- heims, byggingu og innihald. Maðurinn spyr út frá sínum for- sendum, aðstæðum og þörfum. Fullyrðingar um þessi mál hefur ekki vantað þegar litið er yfir sögu mannsandans. Það er eins og mað- urinn verði að finna svör við þess- um spumingum eða telja sér trú um að hann hafi svörin til þess að geta myndað sér hugmyndafræði, hug- myndafræði sem staðsetur hann sjálfan í alheimi. Hugmyndafræðin staðsetur einnig manninn í samfé- lagi við aðra menn, gefur honum um leið sjálfsmynd sem siðræn um uppmna og eðli alheims eru því á margslunginn hátt tengdar spurn- ingum um uppmna og eðli manns- ins. Hins vegar er maðurinn þeirrar náttúru að hann hefur ætíð leitast við að snúa svörum við þessum spurningum upp í aðrar spurningar. Þær segja þess vegna stundum meira um manninn sem spyr en um alheiminn sem er. En þýðir þetta þá að svör mannsins við þessum stóru spurningum séu honum ein- um háðar? Aður en við tökumst á við viðfangsefnið út frá þessu sjón- armiði skulum við huga að þvf hvað raunvísindin hafa um málið að segja. Stjarnfræðin og kosmológían eru vísindi sem vaxið hefur ásmeg- in seinustu aldirnar og ekki síst á okkar öld. Undraverðar staðreyndir hafa komið fram og spennandi til- gátur í framhaldi þeirra. Talað er um uppruna alheims í Stóra-Hvelli þegar allt efni varð til í sprengingu örsmárra kjarna á stærð við eld- spýtuhaus. Talað er um þróun vetr- arbrauta og sólkerfa og við vitum að „blessuð sólin sem elskar allt og allt með kossi vekur“ er stöðug kjarnorkusprenging í risastórum vera. Spurningar og svör STÚDENTABLAÐIÐ eðli alheims frá sjónarmið kjarnaofni sólar sem á eftir að end- ast næstu 4 milljarða ára eða svo. Sólkerfi og vetrarbrautir ganga í gegnum ákveðin þróunarferli og slokkna og hverfa að lokum inn í ógnvekjandi svarthol í geymnum sem gleypir efnið. Þetta eru stað- reyndir sem vekja fleiri spurningar en þær svara. Margir telja að fram- rás þessarar þekkingar stingi alger- Á máli Bibilíunnar eru spurn- ingin um manninn og spurningin um alheim nátengdar í guðshugtak- inu, nánar til tekið í sköpunarguð- fræðinni. I Gamla testamentinu, í Fyrstu Mósebók (Genesis=upphaf) er talað um tilurð heimsins og mannsins - reyndar er þar að finna tvær frásögur um sköpunina - á ljóðrænu líkingamáli sem eru á allt Sköpunarguöfræðin sýnir að alheimur og mann- heimur myndar eitt allsherjar merkingarsviö. Al- heimur og þróun hans hafa fengið ákveöna merk- ingu. Það veróur ekki fjallaó um alheiminn án þess aó vilji Guös komi til sögunnar lega í stúf við frásagnir trúarbragða af uppruna og eðli alheims og þar með megi afgreiða trúarbrögðin sem blekkingu. Eg tel að þetta sé mikill misskilningur og reyni að færa rök að því hér. Einn þekktasti stjörnufræðingur heims spyr:„Hver talar máli móður jarðar?“. Spurningin um það hver tali máli mannsins er ekki síður mikilvæg í þessu sambandi. öðru plani en niðurstöður nútíma kosmológíu. Hér er um að ræða tvenns konar orðræðu sem báðar skipta manninn miklu máli, já, skipta sköpum hvor á sinn hátt. Hér er ekki um mótsagnir að ræða. Um þetta segir prófessor Þórir Kr. Þórðarson í bók sinni (Sköpunar- sagan í fyrstu Mósebók, 1986). „En „sköpunarsögur" voru ekki til þess ætlaðar að svara hinni vísinda- legu spurningu nútímamannsins um það, með hverjum hætti stjarn- kerfið varð til. Þær voru liður í helgisiðum." (bls 18). Sköpunartrú Biblíunnar er víð- ar að finna en í Genesis. Hún birtist einnig í spámannaritunum og Dav- íðssálmum í margbreytilegri mynd en grundvöllur hennar er lofgjörð til Guðs. I Biblíunni eru því spurning- arnar um uppruna, þróun og tak- mark ekki aðgreindar. Sköpunar- guðfræðin sýnir að alheimur og mannheimur myndar eitt allsherjar merkingarsvið. Alheimur og þróun hans hafa fengið ákveðna merk- ingu. Það verður ekki fjallað um alheiminn án þess að vilji Guðs komi til sögunnar. Maðurinn og náttúran, allt sem við lifum og hrærumst í, er skapað, sem þýðir að það á sér uppruna, stefnu og til- gang. Svarið við fyrstu spurning- unni er því afdráttarlaust já. Al- máttugur og algóður Guð skapaði og það sem hann skapaði það var gott (s.b.l Mos 1.31 og fleiri ritn- ingars taði). Guð skapaði manninn til samfélags við sig en maðurinn er ekki lengur umvafinn móður-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.