Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 6
Heilsað með
kredithendinni!
Allt sem er skemmtilegt er skammvinnt, það lærði ég af bókinni um hann Láka
jarðálf sem fannst gaman að vera vondur en endaði sem sléttgreiddur stutt-
buxnastrákur á skólabekk. Mér finnst voðalega gaman að eiga péninga, minnir
mig (ég prófaði það þegar ég fermdist). Það var áður en Viðskip, stofnandi við-
skip-tadeildar, veiddi allan þorskinn sem átti að hrygna perlum. Mér dytti samt
aldrei til hugar að fara að lesa um péninga daginn út og inn. Þaö þarf visst stig
vitundarþoku til þess. En, help me cod, þetta er víst til...
Dagurinn í péningadeild
hefst á braki í buxna-
brotum, smellum í
skjalatöskum og skrjáfi í
endurunnum verðbréfum
Viðskipta og hagfræðideild
heitir fyrirbærið, samansafn af
smörtu fólki í vel sniðnum fötum
og pússuðum skóm með skjalarann
í hægri og bjútíboxið í vinstri.
Hárið ilmar af kólóni, bíllyklamir
hringla í vasanum og eróbikkdótið
liggur snyrtilega samanbrotið í
sérhannaðri hliðartösku. Gangráð-
urinn er geymdur sem gull; fíló-
faxið er frelsarinn sem skráir
skuldunauta og skipuleggur líf og
líferni. Því er ekki undarlegt að
rætt hafi verið um það að breyta
sparinafni námsins í stud.fíl,
heimspekideildarmönnum til mik-
illar gleði.
Dagurinn í péningadeild hefst
á braki í buxnabrotum, smelli í
skjalatöskum og skrjáfi í end-
urunnum verðbréfum. Salurinn
fyllist af nautshúðarangan þegar
gullbrydduð föxin eru tekin úr
plussklæddri geymslunni og lögð
pukurslega í kjöltuna. Hávært
skrats fylgir, franski rennilásinn
lætur vita að hér séu heimsborgar-
ar á ferð. Þegar öllum slæðum og
bindum hefur verið hagrætt getur
kennsla loks hafist. Námsgrein-
arnar eru ekki af verri endanum;
bissnessnemar fást við öll störf til
sjávar og sveita eins og minninga-
greinafólkið; Iðnaðurinn er hús-
gagnasmíði eða höfuðstólagerð,
landbúnaðurinn smalamennska
eða rekstrarfræði og sjávarútvegur-
inn netagerð úr lambsull eða
net-tó. Velta er fyrirbrigði sem
vert er að þekkja. Nauðsynlegt er
að kunna að bregðast rétt við
vaggi hinna vikulegu kokkteil-
boða, geta stemmt sig af og rétt
hallann þegar bókhaldið verður
tvöfalt.
Dollaradeildarmenn eru jafn-
aðarmenn. Þar á bæ ríkja bæði
prófjöfnuður og greiðslujöfnuður.
Öll próf eru jafnþung, 150
grömm, og allar greiðslur eru eins;
mynda sveip réttvísandi vestur
yfir ennið. Allir hafa jafnháleitar
hugsjónir, ekki konu og hund
heldur krónu og pund. Þetta fólk
er blátt áfram á hægri uppleið.
Aurafræðin er upprunnin í
Skotlandi, enda Skotar með af-
brigðum örlátir. Þangað er nafn
stéttarinnar líka sótt. Fyrsti fjár-
fræðingurinn var Biss-ness, hálf-
bróðir Loch-ness skrfmslisins og
lausaleikssonur leikkonunnar Maj
O'ness. Úr þeim genum eru ein-
stakir hæfileikar viðskiptafólksins
komnir. Ness-ættin er öðrum
fremri í að leika á lýðinn, lokkar
hann til sín en stingur sér svo á
kaf og hverfur.
Hver deild neyðist til að halda
uppi minnihlutahóp. I ríkidæmis-
deildinni kallast sá hópur hag-
fræðinemar. Þeir eru framsýnir
framagosar sem ætla sér að verða
miklir menn í Ef-rópu. Nám í
Haagfræði veitir nefnilega inn-
göngu í Alþjóðadómstólinn í sam-
nefndri borg. Ungt fólk á uppleið
kemst ekki ódýrari leið að ókeypis
sprautum Klossalands. Vindmyll-
urnar mega nú vara sig!
Fína nafnið á náminu er
stud.ee. “Ec” (eða “ek”) er fornís-
lensk útgáfa af “ég”, það segja
mér árngerðskir safngripir sem
muna Gunnar og Héðin og Njál.
Stúdentar skorarinnar eru því ó-
neitanlega afskaplega egósentrísk-
ir og hyggja það eitt sér í hag að
þeir endi sjálfir í Haag. Þá kæmi
sér sannarlega vel að vera hag-
mæltur og því styrkir Vísa vísna-
gerðarkúrs fyrstaársnema.
Æska bissnessnema var af-
brigðileg eins og gefur að skilja.
Meðan heilbrigð börn sögðu
mamma, sögðu þeir mammon og
banki er normallinn vældi bangsi.
í leikskóla tóku þeir lántökugjald
af dótinu sínu og innheimtu vaxta-
vexti í barnaskóla; vexti af vexti
félaganna. Hinir seinsprottnu prís-
uðu sig sæla. Leiðin lá í Verzló þar
sem fjórum árum var eitt í að læra
að afgreiða í sjoppu án þess að gefa
vitlaust til baka. Þaðan var arkað í
hóp í æðstu menntastofnun þjóðar-
innar að reikna út skoppstuðul
gúmmítékka og fletjanleika vísa-
korta. Stofnunin Oddi hýsir starf-
semina enda návígi við sálfræðinga
nauðsynlegt. (Förum nú að setja
öryggið á Oddann!)
Klukkan er á debithendinni,
þú heilsar með kredithendinni;
nettó, brúttó, bingó - og útskrift.
Margra ára monnínganám má taka
saman í eina setningu:
Umfram allt,
þó ætíð skalt,
okrá því sem vel er falt!
Almtnna auglysingastolan
nashuatec
★ Mest seldu Ijósritunarvélar ó íslandi!
★ Faxtœki ★ Fjölritarar ★ Kjölbinditœki
Vönduö þjónusta og traustar vélar tryggja vinninginn!
Verið velkomin í vinningsliðið!
Umboð Hljómver. Akureyri
Póllinn. ísafiröl
Geisli Vestmannaeyjum
ÁRMÚLA B - SÍMl 67 90 00