Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 5
Þjóðleikhúsið sýnir á litla sviðinu: Stund gaupunnar eftir Per Olov Enquist Leikritið gerist á geðsjúkrahúsi á einni kvöldstund. Þar segir af ungum pilti sem búið er að loka inni fyrir lífstíð en hann hefur myrt miðaldra hjón að því er virðist af tilefnislausu og síðan margoft reynt að fyrirfara sér, auk þess sem hann hefur drepið kött sem hann fékk að hafa hjá sér á sjúkrahúsinu. Við þessa sögu koma kvenprestur auk ungrar konu frá Háskólanum og reyna þær að grafast fyrir um þennan pilt og ástæður hans. I þessari sérstæðu glæpasögu er fjallað um himnaríki og helvíti, sjálfseyðingarhvöt - og um guð. Horft er á atburðina frá sjónarhóli kvenprestsins og hafa atburðirnir það mikil áhrif á hana að hún lætur af prestskap. Höfundurinn, Per Olov Enquist er almennt talinn eitt fremsta leikskáld á Norðurlöndum. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1969. Innan félagsvísindadeildar, guðfræðideildar og heimspekideild- ar í H.í. er áhugi fyrir því að skipu- leggja hópferðir á þetta verk enda efni þess óvenjulegt og magnað. Þórarinn Eldjárn þýddi Stund Gaupunnar og í aðalhlutverkum eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Guð- rún Þ. Stephensen og Lilja Þóris- dóttir. Ingvar er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í Pétri Gaut, Kæru Jelenu og Stræti. Sigurvegarar í keppnisgreinum íþrótta- og heilsudaga Stúdentaráðs 1993 íþrótta- og hcilsudögum Stúdcntaráðs er nýlokið. Stúd- entar hafa puðað, hlaupið, sparkað, hent, slegið og hugsað í tólf daga. Og nú geta þeir hætt þessu öllu - eða hvað? Iþróttadögunum lauk með hátíð í íþróttahúsi Hagaskóla 12. mars þar sem leikið var til úr- slita í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. í knattspyrnu karla léku til úrslita lið Röskvu, með leik- mönnum úr ýmsum deildum, og lið úr matvælafræðinni. Leiknum lauk með sigri Röskvu. I úrslitaleiknum í knatt- spyrnu kvenna áttust við „Skytturnar" úr lyfjafræði og „- Skalli“ úr sjúkraþjálfun. Lyfja- fræðinemar unnu. I úrslitaleik í handbolta karla milli „Sálfræðinganna" úr sálarfræði og „Troðslanna" úr viðskiptafræði unnu sálamir. I körfuknattleik karla: stóð barátlan á milli „Troðaranna" úr verkfræðinni og liðs læknanema sem heitir „Hvað sem er“. Skemmst er frá því að segja að Troðararnir sýndu að þeir geta unnið hvað sem er. Læknanemar eru greinilega sterkir í körfunni því kvennalið úr deildinni, „Skópíurnar" léku til úrslita í körfuknattleik kvenna. Læknastúdínur stigu þó skrefi Iengra en félagar þeirra og sigruðu „Sniðskotin" úr læknisfræði. Úrslit í öðrum greinum Ballskák: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Tannlæknadeild Blak karla: Þjálfi - Sjúkraþjálfun Blak kvenna: Linda - Sjúkraþjálfun Borðtennis: Benedikt Halldórsson- Raunvísindadeild Bridge: Jón Þór og Siguijón - Verkfræði Fjallahjólakcppni: Hjalti Handbolti kvenna: Valkyrjumar - Ur hinum ýmsu deildum Hlaupið: Toby Tanser 6,5 km og Gerður Rún Guðlaugsdóttir 6.5 km. Eygerður Inga Hafþórsdóttir 3.5 km og Arnaldur Gylfason 3,5 km Hnit karla: Þorsteinn P. Hengsson - Tannlæknadeild Hnit kvenna: Danielle Bisch - Heimspekideild Keila: Kristrún, Jörundur og Bjöm Viðskiptaffæði Pílukast: Þorkell Sigurgeirsson - Viðskiptaífæði Skallatennis: Hreinn - Viðskiptafræði Skák: Sigurður Daði Sigfússon - Raunvísindadeild Skvass: Þóroddur Ottesen - Viðskiptadeild Yfirskrift íþróttadaganna var „hæfileg keppni holl - hæfi- leg hreyfing er nauðsyn". Mark- miðið var að fá sem flesta stúd- enta til þátttöku í skemmtileg- um leik. Og árangurinn varð glæsilegur - fjöldi stúdenta atti kappi í hinum ýmsu greinum og allt í bróðemi. Stúdentarnir sem stóöu í eld- línunni vikum sarrum við undir- búning og framkvœmd íþrótta- daganna eiga heiður skilinn og þakkirfrá háskólastúdentum. NÁMS 0 a LÍNAN BUNAÐARBANKINN - Traustur banki STUDENTABLAÐIÐ Glæsilegir íþróttadagar ■ MANNA

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.