Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.03.1993, Blaðsíða 7
Leiklist Ólafur G. Haraldsson ræðistímabil.” Persónur leiksins eru þrjár, hjón sem eru á leið í af- skekkt sumarhús og rekast á mann sem endar með að þiggja hjá þeim gistingu. Konan telur sig þar þekkja aftur lækni sem átti þátt í að pynta hana 15 árum áður, mann- inn sem ákvarðaði hversu mörg raflost líkami hennar mætti þola. Meinið er að hún hefur engar á- þreifanlegar sannanir gegn honum utan eigin sannfæringu, þekkir ekki andlit hans heldur einungis röddinna, þefinn og snertinguna. Hinn meinti pyntingameistari heldur staðfastlega fram sakleysi sínu og því stendur orð gegn orði. Ahorfandinn verður því hinn eig- inlegi dómari í sakamáli án sann- ana þar sem spurt er um það hvernig og hvenær réttlætinu sé fullnægt, hverjunt leyfist að skil- greina réttlætið og hvort einstak- skamma tíma sem liðinn er frá því landi sem nýlega hefur fært samningu þess. sjálfu sér lýðræði eftir langt ein- Alla þessa öld hefur fjölskylda Ariel Dorfman verið á flótta undan ofsóknum yfirvalda. Fyrst hrökl- uðust afi hans og amma frá Rúss- landi gyðingaofsókna, síðan mátti Dorfmanfjölskyldan flýja undan herforingjastjórninni í Argentínu til Bandaríkjanna þar sem McArt- hyisminn tók við og hrakti þau til Chile þar sem Ariel hóf feril sinn sem skáld og bókmenntafræðingur og hefur alla tíð litið á sem sitt föð- urland. Bækur hans voru brenndar í blóðugri valdatíð Pinochets og enn mátti Dorfman flýja land. Það kemur því tæplega á óvart að verk höfundar með slíkan bakgrunn fjalli um óréttlæti heimsins í ýms- um myndum og þau sár sem yfir- völd geta veitt þegnum sínum á sál og líkama. Dorfman skrifar Dauðinn og stúlkan árið 1990. Það er frumsýnt í Chile í mars 1991, í júlí sama ár í London og vakti síðan heimsat- hygli þegar það var frumsýnt í Bandaríkjunum í mars 1992 með Glenn Close, Gene Hackman og Richard Dreyfuss í hlutverkum. Með frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur bætist Island í hóp nálægt 30 landa sem fært hafa leikritið upp á þeim tiltölulega Dauðinn og stúlkan gerist í Chile þegar skammt er liðið frá falli herforingjastjórnarinnar og þjóðfélagið þarf í nýfengnu lýðræði að kljást við eftirköst ógnartíma- bilsins. Umfjöllunarefni leikritsins einskorðast þó síður en svo við Chile því eins og Dorfman segir sjálfur gæti það gerst “í sérhverju lingnum sé heimilt að leita hefndar á sínum eigin forsendum. “Sem leikskáld hef ég mestan áhuga á því augnabliki þegar maður veit ekki fyrir víst hvað er satt og hvað logið, hvað er rétt og hvað ekki,” segir Dorfman sjálfur, “ég varpa einungis fram fjölmörgum spurn- ingum án þess að gefa við þeim svör.” Og víst er að jafn áleitnar og spurningarnar eru þá getur enginn svarað þeim einhlítt, eins og íslendingar allir hafa nú fengið að kynnast af eigin raun í seinni tíð þegar Simon Wiesenthal-stofnun- in ber sakir upp á íslenskan ríkis- borgara, studdar sönnunum sem sumum finnst og sumum ekki að væru afgerandi fyrir dómstólum. Það eru þau Guðrún Gísladótt- ir, Valdimar Örn Flygenring og Þorsteinn Gunnarsson sem fara með hlutverkin í Dauðinn og stúlk- an, leikstjóri er Páll Baldvin Bald- vinsson og Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi verkið. Absúrd StúdentaleikhúsDila: ... hvaö gerðist ef allir ætluöu aö fara aö vera góöir eins og þú? Absúrd Stúdentaleikhús Þann 26. mars næstkomandi dregur Stúdentaleikhúsið tjöldin frá uppfærslu sinni á leikritinu Bílakirkjugarðurinn eftir spánverj- an Fernando Arrabal, á Galdra- loftinu á Hafnarstræti 9. Vafalaust bíða stúdentar, sem og leikhússá- hugafólk almennt, sýningarinnar með eftirvæntingu, þar sem hér er urn að ræða djarft verkefnaval hjá leikhúsinu sem kallar á frumlegar lausnir í sviðsmynd og öllum ytri búningi uppfærslunnar. Arrabal skrifaði öll sín verk á frönsku, enda búsettur í Frakk- landi frá tvítugsaldrinum eftir að hafa lokið laganámi í Madríd. Verk hans hafa verið sýnd hér á landi, bæði á sviði og í sjónvarpi og margir munu kannast við verk hans Skemmtiferð á vígvöllinn og Þeir settu handjám á blómin. Bfla- kirkjugarðurinn gerist eins og nafnið bendir til í bílakirkjugarði, þar sem atburðarásin snýst um hinn barnslega tónlistarmann Emanú sem færir fátæklingum tónlist ásamt félögum sínum í trássi við lagabókstafinn. Leikur- inn fjallar síðan um upphafningu og fall Emanús í samfélagi bíla- kirkjugarðsins, hann verður nokk- urs konar kristgerfingur sem gerir uppreisn gegn óréttlátu yfirvaldi og hlýtur krossfestingu að laun- urn. Tartuffe eða Svikarinn hefur löngum verið álitið eitt snjallasta verk frakkans Jean-Baptiste Moliere. Það var eitt af hans síðustu verkum og varð þess valdandi að leikskáldið var sett á svartan lista og leikritið bannað. Það kom því í hlut síðari tíma leikhúss- manna að helja Tartuffe til þeirrar virðingar sem það nýtur nú. Þór Tulinius færir leikritið nú upp á stóra sviði Borgarleik- hússins í nýrri þýðingu Péturs Gunnarssonar. Aðstoðarleikstjóri Þórs er Hafliði Arngn'msson og vafalaust mun mörgum þykja uppfærsla þeirra félaga í það minnsta nýstárleg og jafnvel brjóta blað í sýningarsögu verksins. Tartuffe var frumsýnt þann 12. mars og í helstu hlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson, Guðrún Asmundsdóttir og Pétur Einarsson. LEIKHÚSFERÐ Föstudaginn 2. apríl verður efnt til leikhússferðar á Dauðinn og stúlkan eftir Ariel Dorfman, sem sýnt er á litla sviði Borgarleik- hússins. Tekið verður við miðapöntunum á skrifstofu SHÍ til 25. mars. MJÖG FÁIR MIÐAR ERU í BOÐI - hafið því samband hið fyrsta til að tryggja ykkur miða á þetta magnaða leikrit. Miðaverð er 1100 krónur. STÚDENTABLAÐIE BANDARISKAR TOLVUR. GÆÐI OG GOTT VERÐ. Eltech tölvur hafa hvað eftir annað fengið frábæra dóma í fagtímaritum. Nú getur þú fengið þér Eltech tölvu með VESA local bus eða Intel uppfærslusökkli fyrir næstu kynslóð örgjörva. Eltech:VdLvm\b\ til framtíðar. Eltech Ótrúleg verðdæmi: AMD386DX 40MHz Kr.129.900,- Í80486DX 33MHz Kr. 159.900,- 80486DX 50MHz Kr. 189.900,- Í80486DX2 66MHz Kr. 199.900,- Innifalið í verði: 4Mb vinnsluminni, 64K flýtiminni, 14" SVGA litaskjár, lMbSVGA skjákort, 105Mb diskur, 1.44Mb disklingadrif, IDE drifstýring, lyklaborð, 2 raðtengi, 1 hliðtengi og borðkassi með 8 tengiraufum. Spyrjið um aðrar gerðir. I’C World Besl Buy umsögn: Jan '93, mars '92, jan '92 HUGVER Laugavegi 168 Sími 91-620707, Fax 91-620706

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.