Fálkinn


Fálkinn - 05.01.1929, Page 6

Fálkinn - 05.01.1929, Page 6
6 F Á L K I N N Nýársnóttin, vinsælasta leikritið, senv ritað hefir verið á íslenska lungu, var sýnt á annan dag jóla og hefir verið sýnt oft síðan og ávalt við húsfylli. Virðist enginn leikur hafa eins mikið aðdrátlar- afl og þessi æfinlýraleikur, og það afl fer engan- veginn rjenandi þó árin líði. 1 þetta sinn var all- mikil breyting á hlutverkaskipun frá því að leik- urinn var sýndur hjer síðast og aðeins munu þrír leikendurnir hafa farið með sömu hlutverkin og á frumsýningunni 1907, nfl. Þuríður Sigurðar- dóttir, Stefán Runólfsson og Emilía Indriðadótlir. Nýjir leikendur fóru m. a. með þessi hlutverk: Álfakóngurinn (Tómas Hallgrímsson), Áslaug álf- kona (Soffía Kvaran), Jón (Guðl. Guðmundsson), Guðrún (Þóra Borg), Gvendur snemmbæri (Har. Á. Sigurðsson), Grímur verslunarmaður (Brynj- ólfur Jóhannesson) og Sigga vinnukona (Fríða Guðmundsdóttir). Myndirnar sýna: efst til vinstri álfameyjarnar þrjár (Guðrún Indriðadóttir, Emi- lia Indriðadóttir og Arndís Björnsdóttir). Þar fyr- ir neðan Margrjet og Anna (Þuríður Sigurðardótt- ir og Marta Kalman), í miðju Áslaug álfkona Soffía Kvaran), og Álfakóngurinn (Tómas Hall- grímsson) og til hægri neðst Grímur verslunar- maður og Gvendur snemmbæri (Brynj. Jóhannes- son og Har. Á. Sigurðsson) og ofar Jón og Guð- rún (Guðlaugur Guðmundsson og Þóra Borg). — Nýársnáttin hefir nú verið sýnd yfir 80 sinnum hjer í Reykjavík. — Myndirnar teknar af Lofti. STOR FJÖLSKYLDA. í læknablaði einu er sagt frá manni, sem hefir eignast 41 barn. Hann er kaupmaður, 65 ára gamall og á heima i Foster í Connectitut. Af börnunum eru 36 á Iífi og mörg ]>eirra eiga fjölda barna. Maðurinn liefir verið kvæntur þrisvar sinnum. Með fyrstu konunni átti liann sjö sinnum tvíbura og með annari kon- unni eignaðist hann þrisvar sinnum þríbura, en aðeins tvisvar sinnum tvi- bura og að auki nokkur „einstök“ börn. Þriðja konan liefir aðcins einu sinni eignast tvíbura, en annars al- drei nema eitt barn í einu. Mynd þessi er af Berndtsson, skákmeistara Norðurlanda, sem dvaldi í Reykjavík um iíma fyr- ir jólin og tefldi við islenska skákmenn. Vakti hann mikla at- hygli fyrir kunnáttu sína og skákfimi

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.