Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. /7 ]>ú sá sem homa á, eSa eigum^ vjer aS vænta annars? Matth. 11, 2—10. Guðspjallagreinarnar, sem til er vitnað hjer að ofan segir frá Jóhannesi skírara í fangels- inu. Þar varð þessi Guðs þjónn að sitja fyrir það, að hann hafði boðað sannleikann um kbmu Krists. Og hann efast. Ekki uin það, að hann hafði l>oð- að sannleika, heldur um það, hvort sá sem kominn væri í heiminn væri Kristur, eða hvort hann ætti að vænta annars. Og hann gerir menn á fund Jesú sjáll's. Og Jesús svarar sendi- mönnunum: „Farið og kunn- gjörið Jóhannesi það sem þjer heyrið og sjáið: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra og dauðir upp risa og fátækum er boðað fagn- aðarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneyxlast á mjer“. Jesús vill lækna vin sinn af öllum efa, með því að láta hann heyra um kraftaverkin, sem hann hafði gert. Við lifum á tímum efasemd- anna. Og efunarmönnum má einkum skifta í tvo flokka: þá, sem láta sig efunarefnið einu gilda og þá, sem efinn bakar hugarangur. Meðal hinna fyr- nefndu eru margir, sem efast um flest eða alt. Þeir fleygja fyrir borð öllu því sem heilagt er, þeir þykjast lifa í skoðun en ekki trú. Fyrir þessum mönn- uin er enginn sannleikur til neina sá sem þreifað verður á. Biblían er skáldskapur, Jesús er ekki Guðs sonur og þar fram eilir götunum. Þeir, sem ekki vil.ja ganga svo langt, trúa því sem þeim þykir trúlegast en hafna hinu. Þessi stefna er mjög 'ákjandi, eigi aðeins í trúmálum heldur og i öðrum efnum. í skólunum hittast fyrir kennarar, seni þykjast menn að meiri fyr- lr það, að útbreiða efann í hjört- 111,1 barnanna, og í þessum tlokki kennara eru jafnvel menn, sem seltir hafa verið kennarar i trúarbrögðum. Og unglingarn- ir ganga út í lífið með efann efst í huga sjer, efann uin alt og alla. I prjedikunarstólunum eru prestar sem eru efunar- nienn. Prestar, sem settir eru til þess að verða sálusorgarar safn- aðar síns og gefa hreldum hugg- un. — Veri drottinn miskunnsamur °llum þeim efunarmönnum, sem lJjast vegna efa síns. Þeir eru sjukir menn, sem aðeins trúin getur læknað. Og þessir menn Oast um svo margt, að ógjörn- lngur væri að fara út í einstök •atrði. En það er til örugg leið ut úr þessari kvöl efasemdanna, >eið sem margir hafa reynt og allir hafa haft gott af að reyna. fara eins að og Jóhannes gjörði. Gera boð til Jesú. Tala . hann um efasemdirnar. ‘ egja honum hvað það er, sem >eu efast um. Farir þú þessa leið þarftu ekki að efast um, að Jes- us hjálpar þjer. Hann bregst al- diæi þeim, sein hans hjálpar leita. h ar þú þessa leið og þá munt J>u komast í tölu þeirra sem þakka lionum fyrir, að hann ljetti af þj,er oki efasemdanna og opnaði fyrir þjer sælulif hins trúaða. Tvíbur- Amerika er land „pess mesta“ — alt er best amir hjá ]>eim. „Mest í heimi og best í lieimi“. Banda- ríkjamenn segja þetta sjálfir svo |iað hlýtur að vera satt. Þvi Ameriku- menn eru orðvarir menn — einltum þegar þeir eru að hrósa sjálfum sjer. Bandaríkin eru m. a. land tvibur- anna. Þar fæðast svo margir tvibur- ar, að menn hafa stofnað sjerstaka skóla, þar sem aðeins tvíburum er kent. Og um tvíburana eru margar merkilegar sögur til. T. d. þessi: Fyrir tveimur árum bjuggu tvíbura- systur i New York, undur fríðar l)áð- ar. Önnur lijet Katrín og hin Elísa- bet. Þær voru svo líkar, að erfitt var að þekkja þær i sundur. Til þess að aðgreina sig tóku þær upp á því að gifta sig. Þær trúlofuðust báðar en foreldrunum líkuðu ekki tcngdasynirn- ir, svo að þær flýðu að heiman. Þær flúðu saman þvi að þær vildu ekki skilja. Fóru til smábæjar í Con- nectitut, en þar biðu unnustarnir. Þau voru gefin saman, en presturinn var að því kominn að hafa hausavixl á þeim. Og svo urðu þær að skilja i fyrsta sinni á æfinni. Þorðu ekki að vera saman, svo að mennirnir þeirra viltust ekki á þeim. Fyrir nokkru voru báðar systurnar fluttar á sömu fæðingarstofnun i New York. Kl. 11 daginn eftir fæddi önnur, frú Johnson, son, og korteri síðar fæddi frú Mucklaby son. Börnin voru svo lík, að mæðrunum kom sam- an um að gera úr þeim — tvíbura! Fjársjóðir Fyrir sköinmu Ijet rússneska stjórnin soídánsins. halda uPi>boð 1 Ber- lin á ýmsum grip- um frá Rússakeisara og öðrum tign- um mönnum. Nú á að fara að halda annað uppboð, sem tekur fram hinu fyrra, því innan skamms koma krúnu- dýrgripir soldánsins i Miklagarði und- ir hamarinn í London. Þessir gripir eiga hvergi sinn lika. Virðingarmennirnir liafa metið l>á á 400 miljón krónur og það er talið lágt mat. Og þó efast menn um, að mögulegt verði að selja gripina fyrir þetta verð. Til þess að halda verð- inu uppi er ráðgert að láta bjóða að- eins litinn hluta þeirra upp í einu, svo að „framboðið“ verði ekki of mik- ið. — Auk gulls og gimsteina er afar mikið af allskonar postulinsgripum í safni soldánsins, og eitt mesta safn af klukkum og úrum, sem til liefir verið i einstaks manns eigu. Klukk- urnar einar fylla mörg herbergi. Smaragðar eru með dýrmætustu gimsteinum sem menn þeklija en i safni þessu er einn stærsti smaragð- Sighvatur Bjarnason fi/rv. banknstjóri vcrður sjötugur 25. þ. m. Er liann fæddur í Reykjavik og hefir alið hjer allan aldnr sinn og kem- ur milcið við sögu Reykjavíkur á þvi tímabili, sem bærinn hefir tek- ið meiri og skjótari stakkaskiftum en ef til vill nokkur borg á norð- urlöndum. Um fcrmingaraldur varð hann aðstoðarmaður á skrif- stofu Hilmars Finsens tandshöfðingja og var á skrifstofunni meira en áratug, til 1885. Pegar Landsbankinn var stofnaður var Sighvat- ur ráðinn bókari hans og dvaldi hann þá erlendis um stund og kgnti sjer bankastörf. En Landsbanka-bókari var hann til VJOh er hann varð bankastjóri í íslandsbanka, er þá var mjstofnaður. Gegndi hann því starfi til 1921, er hann varð að láta af því vegna þrá- látra veikinda er höfðu þjáð hann siðasta árið. Sighvatur hafði þá um 35 ára skeið gegnt ábyrgðarmiklum störfum í báðum aðalbönk- um landsins og má fullgrða, að enginn maður hafi verið kunnugri fjármálum þjóðarinnar en hann. Meiri starfsmann en Siglivat Bjarnason gctur varla. Hann var barn að aldri þegar hann fór að vinna og átti því ekki lcost á að afla sjer skólamentunar, en frístundum sinum — sem voru stgttri þá en nú tiðkast hjá unglingum, varði hann til þess að afla sjer svo góðrar mentunar, að löng skólaganga hefði ekki gefið hana meiri nje betri. Jafnframt aðalstarfi sínu hefir lmnn jafnan liaft ýmsum trúnað,arstörfum að gegna, en þrátt fgrir allar annir Ijúka þeir sem til þekkja upp einum munni um, að alt sje í góðum höndum, sem í hans höndum er. Meira Ijúfmenni í daglegri framkomu en Siglivat Bjarnason, getur elcki. Á síðasta ári varð. hann fgrir slæmu áfalli, er ekið var á hann á götu, svo að hann stórmeiddist. Ilefir hann nú náð sjer að mestu ef 'tir það áfall. Hjer að ofan birtist nýjasta mgndin af Sighvati bankastjóra og frú hans, Ágústu Sigfúsdóttur. steinninn sem til er i heimi og auk þess smærri svo hundruðum skiftir. Verðmætustu rúbínarnir eru á stærð við þjóðfrægustu Eyvindarkartöflur. Þá eru demantarnir nær óteljandi. Soldánar Tyrkja voru skartsjúkari menn en nokkrir aðrir þjóðhöfðingj- ar i Evrópu og stóðu litið af baki hinum fornu stórfurstum í Indlandi. Er eigi ólíklegt, að kvennahald þeirra hafi átt nokkurn þátt í, að þeir söfn- uðu að sjer skartgripum. Hugrökk Þ^sk kona> se ° frú Pfeiffer, kerling. sem heitir er fyrir skömmu komin heim úr ferð sem hún fór til Nigeriu í Afriku. Þar lifa mannætur, og aðalerindi konunnar var það, að kynnast siðum og liáttum þessara sæl- kera, sem jeta hvita menn með betri lyst en við lifraða kúttmaga eða þess- konar sælgæti. Ein hvítra manna sótti liún þessa matháka heim, en liafði með sjer 18 burðarmenn innfædda. Hefir enginn hvítur maður komið á þær slóðir sem liún fór um, síðan Dani nokkur liætti sjer þangað. Hann kom aldrei aftur. En frú Pfeiffer kom heilu og höldnu, án þess að nokkur glefsaði í hana, livað þá meira. Þykir þetta hin mesta furða, og er erfitt að útskýra það nema á þann eina veg, að liún sje svo skopþinn, að mannæturnar liafi haldið að hún mundi óæt. »Þú prt í Ijómandi skapi ídag! Hetirðu urmið í happdrættinu!“ — „Já, að vissu leyti! Jeg gat vavla hangið saman — taugavnav shiluvðu — svo ráðlagði læhnirinn mjer að reyna 4 vihna Sanatogen-notkun. Það varð mjer að happi. Nú er jeg aftur í fullu fjöri". Kunmr læknar ráðleggja í yfir 25.000 skriflegum u p p I ý s i n g u m að nota styrkingar- og taugahressingarlyfið af því að það myndar á eðlilegan hátt orkuviðbót fyrir vöðva og taugar. Fæst í öllum lyfjabúöum fyrir frá kr. 1.85. Óskist frekari upplýsingar þá útfyllið mið- ann og sendið hann til A/S Sanatogen Co. Sct Jörgensallé /, Kö: enhavn V. Sendið mjer ókeypis og burðargjaldsfrítt: Sanatogen-sýnishorn og bækling. Nafn:.......................... Staða:.................................. Heimili:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.