Fálkinn


Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 13

Fálkinn - 19.01.1929, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 •imiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiiiMtiiiiimiiiwa 1 Veðdeildarbrjef. 1 0 IIMIIIIMlnilll'lllilllllllltllllllllllllllillllllllllllllllllli u Bankavaxtarbrjef (veð- deildarbrjef) 8. flokks veð- deildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. Vextir af bankavaxta- brjefum þessa flokks eru S 5%, er greiðast í tvennu S lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. | Landsbanki Íslands i ÍIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIMMIIIIMIIIÍ Hreinar léreftstuskur kaupir háu verði Prentsm. Gutenberg. to (U c (Ö > J— 0) O < < < < < < < < < < < < Reykið einungis Phön ix vindilinn danska. > 3 </)' r+ su Q. Hver, sem notar C E L O T E X og ASFALTFILT í hús sín, fær hlýjar og rakalausar íbúðir. Einkasalar: Verslunin Brynja, Laugaveg 24, Reykjavík. ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► REYK]AVÍK ísafirði, Akureyri og Seyöisfirði. iiiimiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiii Holmblaðs spil eru þau, sem allir vilja helst. Lang- skemtilegustu spilin. NotuÖ mest — endast best. — Höfum einnig jólakerti, súkkulaði o. fl. <* ( ( (• o (• ( ( ( Hempels botnfarfi fyrir járrt & trjeskip. Innan & utanborðs- ( málningu. (. Einar 0. Malmberg. ( Vesturgötu 2. — Sími 1820. ) súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest Frægasti danskeitnari Breta spáir því, að fox-tro.t muni verða dansaður mest allra dansa á þessu ári. RÆÐILIG Eftir PHILIPPS OPPENHEIM. ÞaÖ skal jeg segia yður, sagði maðurinn, mjög kurteislega. — Jeg er Sir Joseph Londe, ástralski læknirinn, sem þjer hljólið að hafa heyrt getið um. Jeg hjargaði þúsundum mannslifa meðan á ófriðnum stóð — með hjálp konunnar hjerna, sem var hjúkrunar- kona mín þá, en er nú eiginkona mín. Til allrar óhamingju, og það enda þótt jeg væri sterkbygður, varð áreynslan mjer um megn, °g jeg misti vitið. — Mistuð vitið, át Sir Francis eftir, ósjálf- rátt. — Já, misti vitið. Aðeins ofurlítil ögn af heila mínum varð fyrir áfallinu — misti sinn eðlilega lit. Jeg þarf að fá mjer ofurjitla ögn af því, sem almenningur kallar gráa cfni/J — rjett ofurlitla ögn. En, hvort þjer viljið trúa' Því» eða ekki, herra minn, hefir mjer reynst svo að segja ógjörningur að finna heila, sem getur orðið mjer að þessu gagni. Sir Francis bað í hljóði um styrk, bað þess, að hann lyki ekki lífi sínu, sein hing- að til hafði verið hetju samhoðið, eins og heigul]. Enn þá var líkami hans jafn mátt- laus og áður. •—■ Hversvegna hafið þjer valið mig? spurði hann. — Vegna þess, að þjer eruð gáfaður mað- ur, svaraði hinn tafarlaust, — og mjer ligg- ur við að segja, merkilega heilbrigður maður andlega. Einnig vegna þess, að þjer og vinur yðar, Rocke, eruð farnir að verða mjer örð- ugir. Jeg var einu sinni nærri búinn að ná í ögn af heila hr. Rockes, en þá kom stúlka inn og truflaði mig. Það var illa til fallið. —• Þjer vitið þó líklega, að þetta er morð? tautaði Worton, þótt honum væri það Ijóst, að spurningin væri til lítils. —■ Þetta var fávíslega mælt, svaraði Londe, reiðilega. — Jeg lief bjargað þúsund- um mannslífa, og þá finnst mjer ekki nema sanngjarnt, að jeg geti tekið fáein til þess að lækna mesta snilling meðal skurðlækna heimsins. Alt og sumt, sem jeg vil ná í, er heili, sem ekki er neinn rauður blettur á. Og jeg hefi mikla von um, að yðar sje þann- ig úr garði gerður. —- Sir Francis var smátt og smátt að verða hugrakkari. — Heili minn, sagði hann, — er alsettur rauðum blettum. — Því trúi jeg ekki, svaraði hinn ákveð- in. Þjer eruð ekki þannig maður, að þjer hafið hlettóttan heila .......Judith, sjerðu nokkuð enn? Ivonan, sem hafði staðið við gluggann, sneri sjer við: — Ekkert, svaraði hún. Andlit Londe sortnaði af reiði. Hann leit afsakandi á fórnardýrið silt, tilvonandi. — Yður er eflaust illa við þessa bið, sagði hann. — Það er mjer líka. En sannleikurinn er sá, að hlöðin hafa gert þvílíkt veður út síðasta manninum, sem jeg gerði tilraunir á fyrir nokkrum dögum, að konan mín þorði ekki annað en fela lækningaverkfærin min um hríð. Jeg er að visu búinn að senda eft- ir þeim, svo þau ættu að geta komið á hverju augnabliki. — Viljið þjer segja mjer, spurði Sir Fran- cis, — hvaða djöfulsins lyf var það, sem þjer svæfðuð mig með þarna á stöðinni. Það virðist hafa tekið frá mjer allan mátt. Londe brosti ánægjulega. — Þetta lyf mun á sínum tíma verða viðurkent einhver mesta uppgötvun í þeirri grein, sem gerð hefir verið á ófriðarárunum. Jeg ætla að arfleiða handlæknaháskólann að uppskrift- inni, þegar jeg er hættur að nota það. Ef maður þefar einu sinni að því, verðui hann ekki sterkari en smáharn — hefir lítinn vilja og enn minna afl. Ef þefað er af því ivisvar, verður það fullkomið og undursam- legt deyfingarlyf. IJegar jeg fer að gera skurðinn á yður, t. d., þefið þjer bara tvis- var af því, og þá eruð þjer kominn inn í eilifðina .... — Það er góð huggun, lautaði Worton. Londe fór snöggvast út að glugganum til konu sinnar. Síðan sneri hann sjer að dyr- unum. — Jeg hef nokkur Ijeleg verkfæri í gömlum kassa, einhversstaðar, og jeg ætla að athuga þau. Látið þejr fara vel um yður á meðan, Sir Francis .... Judith! .'... Hann fór út, en konan snéri sjer hægt frá glugganum. Síðan gekk hún að dýnunni og horfði hugsandi á fangann. Þótt hún væri með kvíðasvip, var hún, engu að síður, fög- ur og mjög aðlaðandi kona. Sir Francis reyndi að láta ekki skelfinguna skína út úr augnaráði sínu. Hún var þó mannleg vera og hlaut að vera veik fyrir á einhverju sviði. — Þjer ætlið þó ekki að standa hjá og horfa á manninn yðar fremja morð? sagði hann. Hún virtist verða hissa. — Jeg hef horft á hann vinna verk sitt, hundrað sinnum, svaraði hún. — Margir dóu, en ekki var það kallað morð þá. En það var í þeim tilfellum þegar þeir hefðu dáið hvort sem var, hefði ekki skurð- urinn verið gerður, sagði hann. — Jeg er ekki særður. Hvað hefi jeg unnið til þess, að hann drepi mig? —- Hann lagði vit sitt í sölurnar fyrir landa sína, svaraði hún, — og mjer finst ekki nema sanngjarnt, að einhver þeirra greiði þá skuld. En bíðið þjer. Hún lienti honum að þegja, og hlustaði. Þau gátu heyrt óeirðarrápið í Londe í lier- berginu niður undan. Hún hallaði sjer niður að varnárlausa manninum. — Jeg skal sýna yður nokkuð, sagði hún. Síðan gekk hún út í horn og lyfti þar upp hrúgu af strigapokum. Undir hrúgunni var aflangur svarlur kassi með silfurskildi á lokinu. Hún opnaði hann, tók eitthvað upp úr honum og sneri sjer að Worton, hrosandi. í hend- inni hjelt hún á hárbeittum hnifi. Ofurlft- ill sólargeisli skein á egghvast hlaðið. — Þetta er verkfærakassinn lians, sagði hiin. Hann heldur að jeg hafi sent hann burt, en það gerði jeg ekki, heldur faldi hann hjerna. Einhver vonarneisti hresti huga Sir Francis. Ef til vill var konan ekki laus við alla mannúðartilfinningu, þegar öllu var á botninn hvolft. — Setjið þjer hann fljótt á sinn stað, sagði hann. — Maðurinn yðar getur komið hvenær sem er. , Hún hlýddi og breiddi pokana yfir aftur, og gerði það óvandlega, eins og af ásettu ráði. — Þjer viljið þá ekki láta drepa mig, sagði hann með ákafa. Ofurlitlar hrukkur komu á fagra andlitið. — Það er ekki það, sem hamlar mjer, sagði hún. Jeg er þeirrar skoðunar, að maðurinn minn hafi rjett til að gera hvað sem honum líst til þess að fá aftur vitið, en það er bara þetta uppnám á eftir, sem jeg kann ekki við.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.