Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Hvítasunna. Kirkja Krists. Eftir síra Fr. Hallgrímsson. Postulasagan 2. Stórhátíðirnar þrjár eru minn- ingarhátíðir um þá viðburði, sem kristnum mönnum eru þýðingar- mestir og dýrmætastir. Hvítasunnan er afmælishátíð kirkju krists. Þá voru hinir fyrstu vottar Krists af Guði vígðir til þess starfs, sem hann hafði falið þeim. Þá fullvissaði Guð þá með stórkostlegum táknum um það, að hann væri með þeim í starf- inu. Og fyrir það eignuðust þeir hina miklu djörfung, sem auð- kendi all líf þeirra eftir það. Þá var flutt hin fyrsta prje- dikun um Jesúm Krist, kross- festan og upprisinn; og fyrir á- hrif þeirrar prjedikunar snerust fjölda margir til trúar á hann. Þá gjörðu fjelagsskap með sjer nálægt 3000 manns á grundvelli trúarinnar á Jesúm Krist sem frelsara mannanna. Það var fyrsti kristni söfnuðurinn. Það var hyrjun kirkju Krists. Siðan eru liðin 1900 ár. Á þeim tíma hefir kirkjan vax- ið og breiðst út til allra þjóða. Óteljandi prjedikanir um Krist hafa verið fluttar. Og i nafni Krists hefir sjiikum verið hjúkr- að, bágstöddum liknað, fál'róð- ir fræddir, hryggir huggaðir og ólánsmenn leiddir á gæfubraut, 'tt- svo miljónum skiftir. Hvaða ai'l hefir komið jjessu lil leiðar? Sama aflið sem starfandi var Hvítasunnudaginn mikla: kraft- ur Guðs, — Guðs heilagi andi. ■— Ófullkomnir menn hafa unn- ið verkið; en G,uð hefir veitt þeim þrek til þess og lagt bless- un sína yfir störf þeirra. Og starfið heldur áfram i Drottins nafni. Það er veglegasta starfið, sem unnið er hjer á jörðu: að færa menn nær Guði, kenna þeim að þekkja og rækja eilifa köllun sina, kveikja Ijós eilífrar vonar í hjörtum þeirra; að leiða sönn- ustu og göfugustu hugsjónirnar, hugsjónir Krjsts, til öndvegis í mannlegu fjelagslifi; að g<)fga gjörvalt mannlifið og gjöra það iarsælla. Þetta er verkið sem kirkja Krists vinnur. Og Guð hefir kall- að þig til að taka þátt í þvi verki, jafnframt og þú nýtur hlessunar af því, sem samverka- menn þínir vinna. Guði sjeu þakkir fyrir kirkju Krists. Hann hjálpar okkur lil þess að sýna hollustu og trú- mensku við hugsjónir hennar og leggja af heiluin huga fram krafta okkar til starfsins heil- aga. — Þá vöxum við sjálf. Og þá eflist friður og farsæld á jörðu, Guði til dýrðar. Amen. Jón Vídalín og Vídalínspostilla. Þó Jón biskup Vídalín hafi lengi verið talinn einn af merk- ustu mönnum íslenskrar kirkju fyrir marga hluta sakir, og hús- postilla hans hafi um langan aldur verið áhrifamesta guðs- orðahókin á islenska tungu, hef- ir furðu lítið verið um hann ritað yfirleitt. Mesta ritið um Vídalín er það, sem út er komið nýlega á dönsku, eftir Arne Möller prest. Síra Arne Möller er af íslensk- um ættum og störf þau sem hann hefir unnið utan emhættis síns hafa lengi nær eingöngu heinst að íslenskum málum. Hann helir lengi 'verið formað- ur dansk-íslenska fjelagsins og starfað mikið að viðgangi þess. Og fyrir allmörgum árum tók hann að vinna að rannsóknum á sálmakveðskap Hallgríms Pjet- urssonar og gaf út vísindarit um það efni, er hann hlaut lyrir doktorsnafnbót háskólans í Khöfn. Eftir það sneri liann sjer að þeim manni íslenskrar kirkju, sem oi't er nefndur í sömu andránni og Hallgrímur, Jóni biskupi Vídalín, og hei'ir nú árangur þeirra rannsókna birst í áðurnefndri hók, sem höfundur nefnir „Jón Vídalín og hans postil“. Er þetta mikið rit, á 5. hundr- að blaðsíður í stóru broti og er mjög vandað til útgáfunnar. Skiftist hókin í tvo aðaikafla, manninn Jón Vídalín og hinn fyrri, og um postilluna hinn síð- ari. Er í fyrri kaflanum sagt frá ætt Jóns biskups og uppvexti, námsárum og störlum fram að því er hann varð biskup, en þá tekur við saga lians sem biskups og er það meginhluti kaflans. En í kaflanum um postilluna eru ílokkar um ritstarfsháttu Vida- líns, samanburður á sjöorða- bókinni, sjö prjedikunum og postillunni við Harmoníu, sam- anburður postillunnar og Sltyldu (Skylda mannsins við Guð, sjálf- an sig og náungann), tilvísanir til biblíuskýringarita og prjedik- ana, sem Vídalín hefir þekt, og skýrt frá sambandinu rnilli ís- lenskra og danskra uppbyggi- *{>*'0*'»*{>*'»*'C>*<£*C>**'C>*{>*'C>*'»*'í>*'0*'»*'C>* o----------------------------------------O § Sumartíska 1929 I * * 2 Höfum fengid úrual af kventösk- J * um og veskjum. — Alt síðasta $ o o s Parísar- oS Vínav-tíska. s * * * Athugið gluggasýninguna í * | LIÐURVÖRUDEILD HLJÖðFMAHSSlIS | Q______________________________________lO »'£>*<C>»O*O*O»{>»'t>»'C>**{>*O*-0*'D»{>*O*'D»{>* legra rita annarsvegar og enskra hinsvegar. Það er mikill fróðleikur sam- an kominn í þessari bók dr. Möllers. I mannlýsingu sinni leiðrjettir hann margt sem áður hefir um Vídalín verið ritað, sjerstaklega um viðskifti hans við Odd lögmann og færir rök að, að hallað sje á biskup í æfi- sögu Odds eftir Jón Aðils. Gerir höf. persónuna Jón Vídalin að meiri manni, en ýmsir hafa vilj- að vera láta. Hinsvegar hverfur talsvert af þeim Ijóma sem ver- ið hefir um kennimanninn og postilluhöfundinn Jón Vídalín, við lestur bókarinnar. Höf. færir sein sje rök að því, að Vídalín hafi „farið í smiðju" til eldri höfunda við samning ræðanna og það svo mjög, að sumar þeirra — sex — sjeu beinlínis þýðingar úr Harmoníu, en fjórar úr Skyldu. Þeir sem talið hafa alt sem í postillunni stendur Vídalíns verk, verða því fyrir fyrir vonhrigðum. En eins og að líta ber á aldarhátt samtíðar- innar þegar dæmt er um per- sónu Jóns Vídalíns, eins ber og að líta á aðstöðuna í trúmálum. — Rjetttrúnaðurinn eða heittrúnaðurinn skóp kenni- mönnum þeirra tíma þrengri stakk en nú er títt, og máttu prestarnir ekki hvika frá þeim viðurkendu trúarsetningum, sem þeir voru settar. Því urðu þeir að nota sem mest þær heimildir, sem fyrir voru og halda sjer að þeim bókmentum, sem fyrir voru og taldar voru góðar og gildar — klassiskar í trúmálum. Hefir það þótt vissara en að gefa huganum of lausan taum- inn og tala þá ef til vildi af sjer. Það er mikið verk og þarft, sem dr. Arne Möller hefir unn- ið með þvi að rita bók þessa. Mun hún verða mikið lesin af öllum dönskulæsum Vídalíns- unnendum. Og úl á við er þarf verk unnið með því að kynna norðurlandalesendum tvo af merkustu mönnum islenskrar kristni, Hallgrím Pjetursson og Jón Vídalín. Árbók Háskólans. FYLGIRIT: Samanburður samslofna guðspjaUanna, gjörður af Sigurði P. Sivcrtsen. Árbók háskólans»fyrir kenslu- árið 1927—28 er nýkomin út. Fylgir henni að þessu sinni rit það er að ofan getur, eftir Sig- urð P. Siverlsen prófeásor, sem tók við rektorsstarfi háskólans, eftir Harald heitinn Níelsson. Samstofna eru nefnd þrú fyrstu guðspjöllin, Matthéusar, Markúsar og Lúkasar, vegna ]>ess að þau eru af líkum upp- runa, þ. e. Markúsar guðspjall cr aðalheimildin að hinum tveimur. Jóhannesar guðspjall er miklu yngra en hin og þeim svo óskylt, að ómögulegt er að hafa það með, í því kerfi, sein höf- undurinn hefir valið. En það er þannig, að prentaðar eru lilið við hlið tilvitnanir í guðspjöllin þrjú um sama efni, þannig að sjá má samstundis, hvað sagt er i guð- spjöllum þessum um hvern ein- stakan atburð. Er þetta fyrir- komulag mjög aðgengilegt fyrir þá, sem sjá vilja frásögn guð- spjallanna um hvcrn athurð. En til þess að Jóhannesar guðspjall verði ekki út undan, hefir höf- undurinn sett neðamnáls frá- sagnir þess um ýmsa þá atburði, er hin guðspjöllin segja frá. Um notin af ritinu er vitan- lega mest undir því komið, að notað sje sem óbrotnast fyrir- komulag. Er ekki hægt að hugsa sjer aðgengilegri niðurröðun efn- isins en hjer hefir verið tekin upp, og er hverjum manni vor- unnarlaust, að hafa íull not af bókinni, einmitt vegna þess hve óbrotin skipun hennar er. Hún mun einkum vera ætluð guð- fræðisnemendum við háskólann og ræður að líkum, að luin komi þeim að afar miklum notum. En fleiri hafa liennar not, fyrst og fremst prestarnir, kennarar í kristindómi og svo allir þeir aðr- ir, sem gera vilja sjer glögga hugmynd um afstöðu guðspjall- anna hvers til annars, og bera saman hinar mismunandi frá- sagnir guðspjallanna um ýmsa þá atburði, sem mönnum eru bjartfólgnastir úr hjervistarsögu Ivrists. Höfundur hefir unnið mikið verk og gott með útgáfu þessa rits, sem er nýtt í íslenskum bókmentum. Og eigi munu and- legrar stjettar menn verða einir um að þakka honum þennan feng, því ritið á miklu viðar er- indin en til þeirra. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.