Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 17
F Á L K I N N 17 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. jvpHRum Reykjavík. Framköllun. Kopiering Stækkanir Carl Ólafsson. OQaQOOOOQtiQOmQQOQOOQQQQO (3 Í3 Q Q O Q 50 aura o o Q Q § gjaldmælisbifreiðar § C3 hefir § | Nýja bifreiðastöðin | £3 til leigu. £j £3 Afgreiðslusímar 1216 & 1870. o Q Q QQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQQ i ► ^ Hver, sem notar ^ ◄ CELOTEX ► ◄ og ► < ASFALTFILT £ ^ í hús sín, fær hlýjar og þ rakalausar íbúðir. ^ ^ Einkasalar: þ < Verslunin Drynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ NOTUÐ íslensk frí- merki kaupi jeg aetiö hæsta veröi. Verölisti sendur ókeypis, þeim er óska. Óska eftir duglegum umboðsmönnum til að annast innkaup; góð ómakslaun. GÍSLI SIGURB]ÖRNSSON, Ási — Reykjavík. Kvensokkar í miklu úrvaii í Hanskabúðinni iklu ^ ðinni. w r Notið þjer teikniblýantinn ^ _____„ÓÐINN“? “1 súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. <?álRinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Maðurinn minn - SKÁLDSAGA EFTIR FLORENCE IilLPATRlCK. nð það er einkenni flestra frænka, að þær vilja vita vissu sína um það, hvort maður beri ull næst sjer. Og ef þú vilt vera góð niginkona, eins og jeg sagði, verður þú að geta gefið henni ákveðin svör um þetta efni“. „Jeg fæ ekki betur sjeð, en að það geri hvorki til nje frá, hvort jeg er góð eiginkona eða ekki“. „En jeg er gæflyndur að eðlisfari og vil láta fara vel að mjer. Þú vilt eflaust, að frænku þinni getist vel að mjer?“ „Það læt jeg mjer alveg á sama standa". „Jeg tek þessu þá sem ögrun — Jane frænku slcal geðjast vel að mjer“. Hann stóð Upp og litaðist um í stofunni. „Á leiksviðs- máli myndi jeg segja, Virginía, að tjöldin, sem þú notar, sjeu ekki í samræmi við leik- inn. Lítum t. d. á þessa stofu. í henni er eklcert, sem bendi til þess, að karlmaður eigi hjerna heima. Hjer er öllu komið fyrir eftir vissum reglum. Gamli tóbakspungurinn minn ætti að vera kominn hingað og sömuleiðis reykjarpípurnar'mínar. Og ennfremur vantar hjer alveg hlöð og bækur, sem karlmenn vilja lesa“. „Nú, þrátt fyrir alt er jeg fegin, að þú skyldir inuna eftir þessu öllu, en —“ bætti hún við, eins og hún væri að tala við sjálfa sig, „það væri hræðilegt að vera gift og verða að hafa allskonar dót, sem manninum fylgir, i stofunum innan um sitt eigið. Jeg er fegin, að jeg er frjáls — og get lifað eins og mjer fellur best, og gengið mínar eigin götur í lífinu“. „Þú ert ekki frjáls“, sagði hann og bros hom á varir hans, „þú ert algerlega háð frænku þinni. Og til hvers er þessi leikur gerður, ef hann er ekki gerður til þess að tryggja Þjer þann auð og þau þægindi, sem Þú getur ekki án verið?“ Þetta var í fyrsta sinn, sem hann mintist á hinn eigingjarna tilgang, sem olli þessu ráðabruggi bennar. hað kom hálfgert fát á hana. „Jeg gat ekki unnið fjelaginu gagn og lið- sint í hinu mikla starfi fyrir frelsismál kvennanna, án þess að vera vel efnum búin og eiga heima í London“, sagði hún hugs- andi á svip. „Og þegar jeg bjó þessa sögu til handa Jane frænku fyrir hjer um bil ári, fanst mjer alt geta fallið í ljúfa löð. Mjer kom ekki til hugar, að það inyndi hafa nein alvarleg eftirköst i för með sjer“. „Efitrköstin verða ekki svo alvarleg ef þú gleymir bara ekki hlutverki þínu. Af hverju hefir þú ekki giftingarhring?" Hann lyfti hönd hennar: „Þú verður að bera hring þeg- ar frænka þín kemur“, sagði hann ákveðinn. Hún kipti höndinni að sjer, og til þess að leyna fátinu, sem á hana kom, gekk hún að skrifborðinu, opnaði það og tók upp litla leðurtösku. „Jeg hefi nú af tilviljun munað eftir þessu, þó að þú virðist ekki gera ráð fyrir mikilli hugsunarsemi hjá mér. Hjerna er hringur móður minnar —“. „Einmitt það! Jeg bjóst við því —“, sagði hann um leið og hann virti hringinn fyrir sjer. „Þú átt að hafa verið gift í eitt ár, en þessi hringur her það með sjer, að hann hefir verið notaður í tuttugu ár, að minsta lcosti“. Virginía gat ekki stilt sig um að líta til hans með aðdáun. Hún þóttist liafa gert ráð fyrir öllu, smáu og stóru, og bjóst ekki við, að hann hefði neinu við að bæta. En þegar til kom reyndist hann miklu hugsunarsamari en hún sjálf. Alt í einu gekk hann til henn- ar og áður en hún gat gert sjer Ijóst, hvað fyrir honum vakti, tók hann vinstri hönd hennar og Ijet á hana hringinn. „Getur þú nú gert þjer í hugarlund, að þú ert konan mín?“ spurði hann bliðlega. Hann hélt last um hönd hennar, svo að hringur- urinn gerði far á fingurinn. Hún sneri sér að honum; hann horfði fast og rannsakandi í augu hennar og í þetta sinn gerði hún enga tilraun til þess að kippa hendinni að sjer, frekar en hún væri dáleidd. „Hvenær keniur frænka þín?“ spurði hann alt í einu. „Á þriðjudaginn kemur“. „Á jeg að koma með þjer til þess að taka á móti henni á stöðinni, eða á jeg að sofa um það leyti?“ „Jeg ætla að taka á móti henni ein, en þii getur komið til þess að drekka teið“. „Eitt atriði hefir þú ekki minst á ennþá. Hvar í húsinu ætlast þú til, að jeg skuli sofa? Þó að jeg haldi auðvitað áfram að búa í Notting Hill Gate eftir sem áður, verð jeg vitanlega að teljast eiga hjer heima“. „Já, því háfði jeg ekki munað eftir. — Jeg hefi hjerna lítið herbergi, sem við getum sagt, að þú sofir í“. „Má jeg koma og tala nánar við þig á inorgun?" „Auðvitað“, sagði hún og rjetti honum höndina, „en komdu heldur seinni partinn, því að framan af deginum er jeg að vinna. Og það væri kannske rjett, að þú kæmir með eitthvað af smádóti með þjer, eins og þú talaðir um, lil þess að láta það liggja hjerna í stofunni. Jane frænka kann sjálfsagt betur við það“. Iiftir að hann var farinn, sat Virginía lengi hreyfingarlaus við skrifborð sitt. Hugs- anir hennar voru á reiki. Hún hafði enga löngun til að fara að sofa og þessvegna á- kvað hún að skrifa dálítið áður en hún færi að hátta. Hún tók upp ritgerð, sem hún nefndi „Ánauð hjónabandsins", og ætlaði að birta innan skamms. Von bráðar tókst henni að sökltva sjer niður i viðfangsefni sitt. „Eins og núverandi löggjöf er háttað“, skrif- aði hún, „getur hjónabandið ekki orðið ann- að en ánauð fyrir konuna. Um breytingu er ekki að ræða fyr en oss tekst að hafa nægi- lega rnikil áhrif í þinginu, svo að lögin verði gerð mannúðlegri. Versta afleiðing af þrælk- un konunnar---------“. Virginía fleygði penn- anum frá sjer. „Hvílíkt ósamræmi!“ sagði hún við sjálfa sig og sjer til mikillar skelf- ingar fann hún, að hún roðnaði. Því að á hvítri hönd hennar, sem hvíldi á blaðinu, meðan hún skrifaði árás sína á lijónabandið, ljómaði giftingarhringurinn, sem Henningwy hafði látið þar. III. Frú Crundel gerði sig heimakomna i gráu dagstofunni hennar Virginíu og virti hana fyrir sjer í krók og kring. Gamla konan var lítil vexti og grönn, með snarleg og rann- sakandi augu. Hún var ennþá í ekkjubúningi, þó að mörg ár væru liðin frá dauða manns hennar. Hár hennar var tekið að grána til muna og skifti hún því yfir miðju enni og kembdi það niður með eyrunum. Eini skart- gripurinn, sem hún bar, var gamalt nisti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.