Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 í stríðið?“ „Jú, þ\i að —- — þá verða þó einhver not æfi minnar". Hún verður að þrýsta vörun- um saman, til þess að verjast gráti. En eftir stundar bið svar- ar hún, eins og út í bláinn, en þó ákveðin og róleg: ,Jú, Jean, far þfi!“ Margir mánuðir eru liðnir. Hjá Margrjetu hefir von og ótti barist um yfirtökin; en þó liður lienni eiginlega vel. Hún er hraustari en áður, því að nú er hún svo mikið úti. Hún hefir á hendi póstburð, í stað Fran- uois Bonnets, sem kvaddur var i herinn, og Jiað er ofreyndum taugum hennar holt. Hún nýtur líka svo óvenju mikillar velvild- ar í Jiessu nýja starfi. Áður hafði henni ekki dulist það, að ná- grannarnir litu ekki með neinni aðdáun til mannsins hennar, og við það hafið hún orðið ófrjáls- legri og ómannblendnari. En nú er þetta gjörbreytt. Það er altaf verið að spyrja hana, þar sem hún kemur með brjefin, livernig ,-herra Dupons“ líði. Og gamla Nannetta hefir boðist til að gæta drengjanna hennar, meðan hún er að heiman, og lofar þeim jafnvel að sofa í rúmi Gastons riddaraforingja, sem er sonar- sonur hennar og mesta eftir- lætisgoð. Margi'jetu er Jiað líka ánægju- efni, að geta miðlað af leirkera- birgðunum. Því að nú gerast menn fátækir. Verði hún þess vör, þar sem hún kemur, að fat eða kanna hai'i brotnað, þá sæk- ir hún ilát upp á loftið og færir Jiað hlutaðeiganda næsta dag — með vingjarnlegu brosi. Og aldrei gleymir hún að geta Jiess i brjefum sínum til Jeans, í hve góðar þarfir smíðisgripir hans koma. Á kvöldin fær hún jafn- vel tóm til að fást ofurlítið við kjólasaum, svo að hún lifir blátt áfram „sældar-Iífi“, getur stund- um soðið sjer hænsnasúpu, og margan böggulinn sendir hún út á herstöðvarnar til mannsins síns. Jean virðist Iíka vera í besta skapi. Brjefin hans eru glaðleg og full af frjettum um daglega viðburði. En á fyrra starf sitt minnist hann aldrei. Nei, ahlrei, fyrr en nú um ný- ársleytið. Og það brjef er svo undarlegt, að Margrjet er marga daga að brjóta heilann um inni- hald þess, áður en hún nær að átta sig á Jjví. Þar skrifar hann meðal ann- ars á Jjessa leið: „ViJlu vera svo væn, að skrifa ekki „listamaður" utan á brjefin til mín. Jeg skal reyna, J)ó mjer sje Jiað ekki auðvelt, að gera þjer skiljanlegt, hvers vegria jeg bið þig um þetta: Siðastliðna jólanótt var jeg á yerði út í skotgröfunum og kom ekki heim fyrr en „hátíðahald- inu“ var lokið og flestir sofnaðir. hegar jeg var húinn, að fá mjer ofurlitla hressingu, lagði jeg niig fyrir og lór að hugsa heim til þin og barnanna. Hugsana- sambandið get jeg ekki greint, en 'njer fanst sem jeg stæði við jötu, sem í var háhnur — fá- læklcgt flet, alveg eins og Jjað, sem jeg lá í. Og jeg starði á drenginn, sem í jötunni lá — gat ekki haft augun af honum. Ekki liefði hann þurft að liggja Jjarna; annað betra hæfði hon- um. Og þó var hann kominn nið- ur í jiessa ljótu og blóði-drifnu jörð — og hingað til mín, sem er svo ...... Já, það er ekki auðvelt að skýra frá Jjessu, en injer fanst jeg verða lítihnótlegri cn auvirðilegasta smáfluga. Og jeg vil ekki láti nefna mig neinu merkis-heiti framar, Jjví oð jeg er enginn merkismaður. Jeg sje Jiað nú, að þegar jeg var ungur og mjer var sagt, að jeg skyldi hætta að teikna og móta myndir, því að jeg hefði ekki næga hæfi- leika til Jiess, þá hefði jeg átt að iara eftir Jieim ráðum; en af hjegómaskap og metnaðargirni lijelt jeg áfram, sem aldrei skyldi verið hafa. Liðnu árunuin hefi jeg illa varið fyrir þig, verið Jjjer til skapraunar, og þú orðið að vinna baki brotnu einsömul. Já, Jieim árum er blátt áfram glatað. Þetta varð mjer alt Ijóst á jólanótt. Það var mjer ekki sársauka- laust, að komast að raun um þetta; en mjer þykir þó vænt um, að svo varð. Og nii verður Jiú að lofa mjer einu, Margrjet: Ef drengirnir Jjínir spyrja Jiig, er þeir stálpast, hvað jeg sje, Jiá máttu ekki segja þeim, að jeg sje „listamaður“. Segðu bara, að jeg sje óbreyttur hermaður. Jeg vil aðeins vera einn af mörgum, því að meira er jeg ekki. Og Jiegar Jiú hefir tíma til, Jiá taktu alt gamla skranið, sem er uppi á loftinu og þú ert ekki búin að gefa, og gerðu úr því vegflísar. Því að nú ríður Frakklandi á að hafa góða vegi, til skotl'æraflutnings.----- Ef brjef gæti eyðst við að renna augum yfir Jiað, þá mundi engin tætla hafa verið eltir af Jjessu brjefi, svo oft þurfti Mar- grjet að lesa Jiað. Nokkur ár eru liðin. Það er hinn mikli viðhafnardagur Frakklands, er fram á að fara liátíðleg greftrun „ókunna her- mannsins“ undir sigurboganum, — dagurinn sá, er öll franska Jjjóðin lætur fánana drúpa við gröf Jiessa unga manns, og vott- ar Jiann veg heiður og Jiakklæti hinum mörgu Jiúsundum, fyrir fórnina miklu, er þeir Ijetu lífið vegna þjóðar sinnar. I ystu röðum hins mikla mannfjölda stendur ung, dökk- klædd kona, rauð í kinnum, með bládjúp augu. Það er Margrjet Dupons. Þegar hún frjetti hvað til stóð í París, hafði hún lagt af stað Jiangað, Jió að lítið væri um fararefnin. Nú stendur hún þarna; hún tyllir sjer á tá, til að sjá yfir manngrúann og starir stöðugt í áttina Jiangað, sem von er á lík- fylgdinni. Þarna kemur hún — og líður fram hjá, hægt og há- tíðlega. Örlitla stund kemur hún auga á kistuna — og hjartað herst í brjósti hennar. Því að í kistunni hvílir Jean, Jean hennar. Um Jiað er hún al- veg sannfærð. í dag veiiir Guff Iionum heiðurinn, af Jiví að hann horfði á barnið í jötunni á jólanótt, laut Jiví í auðmýkt og einlægni, afsalaði sjer öllum heiðri og upphefð og vildi aðeins vera „einn af mörgum“. Og hún veit Jiað líka svo vel, að Jiað var alls ekki af hjegómaskap og metnaðargirni, að hann lagði stund á list sína, heldur aðallega af meðfæddri fegurðarjirá. Það vissi Guð vel, en vildi ekki full- nægja löngun hans — þá. En nú! mi gjörir hann Jiað. Nú nær hann takmarkinu, hinu göfug- asta, sem nokkurn mann getur dreymt um, því að nú er hann til Jiess hæfur. Henni l'inst, sem hún sé hafin upp frá jörðu, svo sæl er hún. Við fótstall hins stóra ininn- ismerkis, sem- myndin hjer að ofan er af, standa tveir her- menn, annar frá Chili, en hinn frá Argentínu. Og minnismerk- ið stendur á landamærum Chili og Argentíu, langt uppi í And- esfjöllum. Myndin sem Jiar er sýnd á að tákna friðarhöfðingj- ann, sem rjettir upp háðar hendur og blessar hinar tvær nágrannaþjóðir. Og á fótskör minnismerkisins stendur: „Fyr skulu Jiessi fjöll verða að dufti, en að þjóðir Chili og Argentíu rjúfi friðinn, sem þær hafa heit- ið hvorri annari við fótskör Jesú Krists“. Aðdragandi þess að þessi frið- arstytta var reist er Jiannig: Fyrir nálægt mannsaldri varð áköf deila milli Chili og Argent- ínu út úr landaþrætumál’. Báð- ar þjóðirnar komust í mildar æsingar og tóku að vígbúast og mátti búast við blóðugum bar- daga þá og þegar. Þetta var árið 1900. En þá bar Jiað við, að friðarþing Kvekara í New York tók í taumana. Þeir þarna sem hún stendur, og niður uin kinnarnar streyma fagnaðar- tárin. Sælli dag hefir hún aldrei lifað. En seinna, þegar hún er kom- in heim, segir hún engum frá því, að hún veit hver Jrað er, sem hvílir i gröfinni undir sig- urboganum. Og þegar drengirnir hennar spyrja, hvað faðir Jieirra hal'i verið, Jiá brosir hún og svarar: „Hann var ókunnur her- maður“. ,í rni Jóhann.fson þýddi. fengu tvo biskupa í hvoru Iandi til þess að vinna að sáttum og nú voru haldnir fundir í hverju hjeraði í löndunum tveimur og alstaðar samþyktar áskoranir um, að láta gerðadóm í'jalla um málið í stað Jiess að berast á banaspjótum. Þetta sigraði. — Stjórnirnir beygðu sig fyrir þjóðaviljanum og komu sjer saman um að skjóta málinu til Breta og úrskurðurinn varð þannig, að báðir aðilar sættu sig við. Ennfremur var samþykt að láta gerðardóm framvegis skcra úr deilum, sem upp kynnu að koma inilli þjóðanna, og að afnema vigbúnað að mestu leyti. Á Jiann hátt spöruðust miljón- ir króna til nytsamlegra starfa og atvinnuvegúm Jijóðanna fleygði fram. Gerðardómar milli Jijóða eru engan vegin ný bóla. En minn- isinerkið talar sínu máli til menningarþjóðanna, sem nú eru að þrátta um hvort gera skuli það sama, sem þessar tvær J>jóð- ir gerðu fyrir 30 árum. iiiiiiiiija::aiii!iiitinitia<!i::anBi ini!ir!«;iiiiiiiiiiiuiMinii!|::« i i iii i i iiiiii: luitiiiiini i it.itm i SIGUR GERÐARDÓMSINS YFIR STRÍÐINU.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.