Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 12
12
F A L K I N N
! Nýkomið!
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
mikið úrval af dömuveskjum,
seðlaveskjum, peningabudd-
um, samkvæmistöskum,
naglaáhöldum, burstasettum,
kjólaspennum, kragablómum,
ilmvötnum, kreme og púðri,
hálsfestum, eyrnalokkum,
greiðum, hárspennum, nagla-
klippum, rakvjelum, rak-
kústum og raksápum.
Ódýrast í bænum.
^Jarsí. Stcðafoss
Laugaveg 5.
Sími 436.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
PEBECO-tannk em
verndar tennurnar best.
Sturlaugur Jónsson & Co.
00001300000000(300(300000000
o
Veggfóður
og
Linoleum
er best að kaupa hjá
P. J. Þorleifsson,
Vatnsst. 3. Simi 1406.
O
O
O
o
o
o
Q
OOOOOOOOOO OOO00000000000
■
Tvíbura-vasahnífar, slípivjelar
fyrir rakvjelablöð, hitamælar fyrir
útungunarvjelar (Fahrenheit),
LINDARPENNAR o. m
Best og ódýrast í
11,
Sími 2222.
1
■
I
Fyrir kvenfólkið.
MARIANE HAINISCH
NÍRÆÐ.
Merkasti kvenrjettíndafrömuður í
Austurriki og kona, sem mikil áhrif
liefir liaft út fyrir ættland sitt, varð
níræð nýlega. I>að er Mariane Hain-
isch. Hún hóf fyrst baráttuna fyrir
jafnrjetti kvenna í Austurriki. Arið
1871 tók hún að vinna að endurbót-
um A bóklegri og verklegri mentun
kvenna. Hún var gædd ágætum for-
ingjáhæfileikum, vann á með hægð,
en greip aldrei til ofsafengra ráða
eða ofstopa, l>ó seint sæktist róðuriijn.
Hún var gift og átti börn, sá sjálf
um heiinili sitt og sýndi það í verki,
að húsmæðurnar Jiurfa ekki að van-
rækja heimilið, l>ó ]>ær gefi sig að
stjórnmálum.
„Við þurfum hjálpar karlmann-
anna“, var hún vön að segja, „og
karlmennirnir þurfa hjálpar okkar.
hessvegna á kvenrjettindamálið að
vera samvinnuinál kvenna og karla
— eins og öll önnur mál“.
í marga áratugi var frú Hainisch
lifið og sálin í flestum þeim málum,
sem horfðu til umbóta fyrir kven-
þjóðina, en þá fyrst komu stjórnar-
hæfileikar hennar í ljós, er hún hafði
stofnað þjóðnefnd austurriskra kvenna.
Nú er liún varaforseti í alþjóða kven-
ráðinu.
Sonur hennar er Michail Hainiscli,
lærður maður, sem varð fyrsti forseti
lýðveldisins i Austurriki. En ekki
breytti liún neitt lífsháttum sinum
eftir að hún var orðin forsetamóðir.
Hún hefir jafnan borist mjög lítið á,
heimili hennar verið látlaust og lieim-
iiisiíf ólirotið.
Til minningar um afmælið liafa
konur í Austurríki efnt til samskota
til þess að koma á fót stofnun og
sjóði, sem beri nafn frú Hainiscli. Úr
sjóðnum á að veita verðlaun og ferða-
styrki konum þeim, sem skara fram
úr öðrum, i visindum, listum og þjóð-
fjelagsmálum.
..KONUR í ÖLLUM LÖNDUM
SAMEINIST!“
l>að er alkunna, að konur liafa
myndað ýmiskonar fjelagsskap, sem
nær um allan lieim. En liitt vita fáir,
hve fjölmennur þessi fjelagssltapur
er orðinn. Nú liafa komið fram til-
lögur um, að steypa saman tveimur
stórum lieimsfjelögum kvenna, nfl.
„Alþjóða kvennaráðinu“ og „Alþjóða-
sambandinu fyrir kosningarrjett og
jafnrjetti kvenna“, því talið er líklegt,
að þessi fjelagsskapur eigi hægra
með að starfa sem ein heild.
Ungfrú Henni Forchammer ritar ný-
lega um þetta efni í „Dansk Kvinde-
samfunds Medlemsblad" og segir þar
ýmislegt frá kvennasamböndunum.
I>ar er t. d. upplýst, að „Alþjóða
kvennaráðið“ telji um 20 miljónir
meðlima. Segir ungfrúin, að á siðari
árum liafi verkefni liinna tveggja
kvennasambanda nálægst svo mikið,
að nú sje ekkert þvi til fyrirstöðu,
að þau geti unnið saman í heild.
Þetta mál átti að koma til umræðu á
fundi, sem halda átti i London 29.
apríl til 8. maí.
Ungfrú Forchammer gengur þess
ekki dulin, að það verði erfiðleikum
bundið að koma sameiningunni á.
Bæði fjelögin lifa góðu lífi, að það
er ávalt erfitt að fá starfsliæft fjelag
til þess að gefa upp tilveru sina og
hverfa inn í annan fjelagsskap. En
liinsvegar sje á það að lita, að mikið
liagræði og vinnusparnaður mundi af
þessu liljótast.
Eklra fjelagið er „Alþjóða kvenna-
ráðið“. Það var stofnað á heimsþingi
i Washington 1888 og var í fyrstu
aðeins fyrir Ameríku, þó konur frá
öðrum löndum gæti orðið meðlimir.
En fimm árum síðar, 1893 varð það
alþjóðafjelag. Heldur það þing fimta
livert ár og lielstu stefnumálin eru:
friðarefling og gerðardómar, jafnrjetti
kvenna, barátta gegn verslun með
konur og börn, efling heilbrigðismála,
uppeldismál, atvinnumál kvenna,
barnaframfæri o. fl. Starfa sjerstakar
nefndir að hverju þessara mála.
En sumum fanst baráttunni fyrir
kosningarrjetti kvenna miða nokkuð
seint áfram lijá þessu fjelagi og var
þvi nýtt fjelag stofnað árið 1904, sem
aðeins hafði kosningarrjettinn á
stefnuskrá sinni. Eftir því sem það
mál hefir náð framgangi viðar, hef-
ir fjelagið einnig tekið önnur vel-
ferðarmál á stefnuskrána, vegna þess
að annars reyndist erfitt að lialda
meðlimum þeirra landa, sem fengið
höfðu kosningarrjettinn i fjelaginu.
Á þann liátt hafa stefnuskrár fjelag-
anna færst smám saman nær livorri
annari, og er því sennilegt, að raun-
verulega sje ekkert þvi til fyrirstöðu
að þessi tvö voldugu fjelög geti orð-
ið eitt.
DÝRT GÓLFTEPPI
Frú Editli Rockefeller McCormick,
sem talin er rikasta kona veraldar,
hefir mikla ágirnd á gömlum hús-
gögnum og húsbúnaði. Frjetti liún um
einhvern góðan grip linnir hún ekki
látum fyr en hún liefir náð í liann og
hann er kominn inn í stofu hjá henni.
Nýlega keypti hún til dæmis gamalt
og mikið notað persneskt gólfteppi.
Það er sex liundruð ára gamalt og
var í fyrstu ofið handa sliainum í
Persíu. Síðan fjekk Pjetur mikli
Rússakeisari það að gjöf og notaði
hann það i Vetrarhöllinn í Pjeturs-
borg, en þaðau komst það til keis-
arahirðarinnar i Wien og var i Hof-
burg-hollinni til 1918. En þá kom
byltingin, þjóðhöfðingjarnir voru
reknir frá ríkjum og eignir þeirrar
gerðár upptækar. Gólfteppið l'ræga
hvarf og vissi enginn um það, fyr en
það var boðið til sölu í London í
vetur. Frú Rockefeller kom á upp-
boðið og bauð, en margir voru um
boðið og komst teppið í 120000 doll-
ara og hrepti frú Rockefeller gripinn.
Seinna fjekk frúin að vita að maður-
inn sem lengst hafði hoðið á móti
lienni, liafði verið umboðsmaður bróð-
ur hennar, Jolin D. Rockerfellers. — En
ekki var þar með sopið kálið, því
þegar tollmennirnir í New York fóru
að skoða teppið, lögðu þeir á það 80
þús. dollara toll. Þótti henni þetta
of mikið, þvi að með því móti hefði
teppið kostað liana 200.000 dollara,
og það fanst lienni fara fram úr liófi,
jafnvel þó teppið hefði verið eign
keisara og konunga. Áður hefir það
sem sje verið siður, að gripir sem eru
eldri , en hundrað ára, eru ekki látn-
ir sæta innflutningstolli. Ilefir frúin
því farið í mál, til þess að losna við
tollinn.
Vandlátar húsmæður
kaupa
Tígulás-
jurtafeiti.
DÝRT HÁR
Það har við í Boulogneskóginum við
París i hittifyrra, að ekið var á bif-
reið leikkonunnar Gilda Darthy. Við
áreksturinn rak hún höfuðið gegnum
framrúðuna á bifreiðinni og særðist
stúlkan mikið á höfði. Læknarnir urðu
að raka af henni alt liárið, lil þess
að geta saumað saman sárin og grætt
þau.
Langur tími leið þangað til liár-
ið var orðið svo sprottið aftur, að
liún gæti sýnt sig á mannamótum.
Hún varð af leikstörfum allan þann
tíma og átti ekki sjö dagana sæla, því
lienni fanst þessi bið eftir nýja liár-
inu engu betri en að sitja í tugthúsi.
Nú liefir liún höfðað mál gegn mann-
inum sem átti sökina á slysinu. —
Krafðist liún 125.000 franka í atvinnu-
bætur og fyrir hrellingar þær, sem
hún liefði liaft af hármissinum. Tals-
maður hennar í rjettinum lýsti þvi
með mörgum hjarlnæmum orðum, að
hárið væri mcsta skart konunnar, og
þó að kvenfólkið hafi ekki haít hár-
ið í hávegum undanfarin ár, tókst
honum að fá dómarana á sitt band.
Þeir fjellust á kröfuna og dæmdu
ungfrú Darthy skaðabætur þær, sem
hún liafði krafist. Hefir vist aldrei
verið greitt meira verð fyrir kvcnhár.