Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 18
18 F A L K I N N KROSSGATA nr. 13. Lóð r j ett. 1 skrefa, 2 kusk, 3 samtenging, 4 lireinsa, 5 vera kyr, 6 gruna, 8 þrá, 9 slatti, 10 forsetning, 11 leit, 12 hand- fylli, 13 heill, 16 liljóðfæri, 17 viður, 19 fantur, 25 þæfa, 27 eðja, 28 gort, 30 rauf, 32 lítill, 33 flasa, 34 verða orðfall, 35 í röð (í spilum) 36 upp- hrópun, 37 fífl, 40 á skrúfnöglum, 42 egg, 44 vegamerki, 45 korn, 46 þjálfa, 47 aðstandandi, 49 upphrópun, 51 fugl, 53 æða, 57 mannsnafn, 59 drottinn, 60 gripir, 61 tungumál, 62 óþolandi, 63 kl. 3, 65 vöndur, 66 fljót i Asiu, 69 öldungaráð, 70 göfgi,-72 sjór, 73 hand- tak, 75 hreyfing, 76 lemja, 77 á, 79 rándýr 81 gangur, 82 stunda, 83 of lítið, 85 dýr, 86 fiskur, 88 kvenmanns- nafn, 90 greinir (fleirtala), 91 reykja, 92 pjatla, 94 enskt gufuskip, 97 tónn. Ef þjer copierið sjálfur þá notiö Mercur tonafix Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins4au. á mynd. St. 9X6. Carl Poulsen & Sönner, Köbenhavn V. 100 ára gömul ensk kerling Ijet um daginn klippa sig. Hún mun vera elsta „shinglaða" kona heimsins. Maður sá, sem verið hefir opinber böðull i New York undanfarin tólf ár, fanst um daginn dauður i herbergi sínu. Hann liafði verið myrtur. Böð- ullinn, Jolin Hubert, hafði framkvæmt 140 dauðadóma uin æfina. Barbara Guggenlieim heitir vell- auðug ung stúlka í New York. Hún er í þann veginn að ganga i lijóna- band og er bóndaefnið bláfátækur skrifstofumaður. Auður hennar kvað vera um 900 miljónir kr. Lár j ett. 1 hreyfing, 5 rusl, 7 nægilegt, 10 vonska, 14 meðal, 15 fljót í Asiu, 18 deyfð, 20 fiskur, 21 fjall, 22 deila, 23 versna, 24 reim, 26 álpast, 27 hljóð, 29 snið, 31 dýr, 34 maður, 36 bitar, 38 þjóðflokkur, 39 götugerð, 40 hafa töglin og liagldirnar, 41 forsetning, 43 trylla, 44 sölna, 46 dýr, 48 manns- nafn, 49 forslseyti, 50 úlfúðin, 52 hreyfast, 54 boði, 55 iniskunn, 56 heimkynni, 58 52 lárjctt, 60 móðgun, 62 nafn, 64 líkamsliluti, 67 árafjöldi, 68 austurlandabúi, 69 hlóð, 71 ílát, 73 hljóð, 74 hindranir, 76 eyðsla, 77 kvenmannsnafn, 78 hljóðfæri, 80 heimspekingur, 82 mál, 84 gera gælur við, 85 hvað sem yður þóknast, 87 þur, 89 gyðja, 91 söngleikur, 92 barnagæla, 93 upphrópun, 95 barn, 96 grjón, 97 fundur, 98 trufla, 99 plöntuvísir, 100 spor, 101 vætl. BESTU LJÓSMVNDIRNAR fáið þjer hjá Ijósmyndaverslun yðar á CAPOX (gasljós-pappir). Stórfagur litblær — skarpar og skýrar myndir. Car/ Poulsen & Sönner, Köbenhavn l/. og geymdi hún í því lokk úr hári mannsins síns sáluga. „Hvar er maðurinn þinn, Virginía?“ „Hann kemur að vörmu spori. Hann hélt, að við vildum kannske heldur vera einar fyrst í stað, þar sem við höfum ekki sjest i svona mörg ár“. „Hm! — Jeg held, að þú sjert nú orðið lítið kunnugri mjer en hann. Þegar jeg sá þig síðast, varst þú eins og hver önnur ærsla- full skólatelpa. En nú“ — hún varð alt í einu blíðari í málrómnum, — „nú ert þú orðin falleg og fríð kona, Virginía“. „Ó, frænka, þú mátt ekki slá mjer svona mikla gullhamra“. „Jeg smjaðra ekki fyrir neinum, en jeg segi bara eins og mjer finst vera. Komdu og segðu mjer nú eitthvað af manninum þínum, barnið gott. Jeg get sagt þjer það undir eins, að jeg var mjög óánægð með það, hvað þú mintist lítið á manninn þinn í hréf- um þínum. Hann á að vera þjer alt í öllu og öll þín hugsun á að snúast um hann. Þannig á hjónabandið að vera að minni hyggju. Og þú hefir ekki einu sagt mjer, hvað maðurinn þinn starfar“. „Það var ófyrirgefanlegt hugsunarleysi, frænka. — Hann er blaðamaður“. Virginía skotraði augunum til dyranna og óskaði af hjarta, að Hemingway færi að koma. „Það þykir mjer vænt um“, sagði Jane lrænka. „Mjer hefir altaf geðjast vel að blaðamönnum, þó að jeg þekki nú raunar engan. Og við livaða blað vinnur hann?“ „Við „Echo“ — það er morgunblað auð- vitað“, sagði Virginía, „hann vinnur á næt- urnar“. „Það er óheppilegt“, sagði Jane frænka, ..það veldur óreglu i heimilislífinu. Nú, en segðu mjer nú hvar þú kyntist honum, og hvarnig —“ „Jgg held, að hann sje að koma!“ tók Vir- ginía fram í. Að vörmu spori kom Heming- way inn og Virginía tók honum með fögn- uði sem bjargvætti sínum. ..Þetta er maðurinn minn, frænka, sagði hún og rödd hennar skalf lítið eitt. Jane frænka stóð á fætur og breiddi út faðminn. „Kæri, kæri drengurinn minn, en hvað það gleður mig að sjá þig. Komdu og kystu hana frænku þína“. Hemingvyay faðmaði hana með sonarlegri alúð og spurði hana vandlega um ferðalagið, án þess að láta nokkurn bil- hug á sjer finna. Virginía varð allshugar feg- in, að honuin fórst hlutverk sitt svona vel úr hendi og hrosti nú að því, hvað hún hafði verið áhyggjufull. „Jeg þarf að tala um mjög merkilegt mál- efni við ykkur bæði“, sagði Jane frænka, „og ef þjónustustúlkan fer að koma með teið, Virginía, þá segðu henni, að jeg vilji fá ind- verskt te og hafa það sterkt! í öll þau ár, sein jeg var á Spáni, gat jeg aldrei fengið þjónustustúlkurnar til þess að húa til al- mennilegt te. Þeir eru vandræðamenn þessir Spánverjar, óþrifnir, latir og kærulausir — uss!“ „Og nú skulum við tala saman í næði“, sagði Jane frænka, þegar teið var tilbúið. „Komið þið hjerna og setjist þið sitt hvoru megin við mig, börnin mín. Fyrst og fremst er jeg því fegin, kæri frændi, að þú hefir fengið Virginíu til þess að sleppa þessum bannsettum hugarórum sínum um jafnrjetti konunnar og þessháttar þvaðri og vitleysu". Virginía hrökk við. „Að jeg hafi horfið frá hugsjónum min- um, frænka?" „Auðvitað, fyrst þú ert gift. Jeg man það vel, að jeg hafði einu sinni miklar áhyggjur út af hinum fáránlegu orðum þínum um hjónabandið. Þú talaðir blátt áfram fjand- samlega um það. En mér þætti gaman að vita, íil hvers konan er sköpuð, ef hún er ekki sköpuð til þess að giftast". „Þú getur ekki vænst þess, að jeg sje sain- mála þjer um þetta“, sagði Virginía fljótt. „En jeg krefst þess, að þú sjert sömu skoðunar og jeg um þetta mál á meðan jeg annast uppeldi þitt. Og jeg get alveg eins vel sagt þjer undir eins, að jeg varð svo reið þegar jeg las síðustu grein þína, að jeg á- kvað að gera þig arflausa". Virginía fölnaði. „Frænlca, þjer getur ekki verið alvara!“ „Jeg' var búin að breyta erfðaskrá minni“, hjelt Jane frænka áfram um leið og hún lagði saman tvær brauðsneiðar, „satt að segja var jeg farin að semja við bygginga- ineistara um að reisa geysistórt og fullkom- ið hundahæli. En —“ hún þagði um stund til þess að gefa orðum sínum meiri þunga „------það bjargaði þjer, Virginía, þegar þú sendir mjer skeyti um, að þú værir gift“. „Guði sje lof!“ sagði Virginía ósjálfrátt. „Það gleður mig, að þú hlýddir þó kalli konunnar, þrátt fyrir hin óguðlegu skrif þín. Og af því að jeg er vön að segja það, sem mjer býr í brjósti, þá varð jeg að segja, að þú hefir ekki valið illa“. Hún horfði gaum- gæfilega á Hemingway og bætti við með á- herslu: „Hann lítur miklu betur út en jeg bjóst við. Myndin, sem þú sendir mjer er ekkert lík honum“. Hann leit snögglega á Virginíu með ávitunarsvip. Hún hafði þá sent frænku sinni mynd af einhverjum án þess að muna að segja honum frá því. „Jeg vona, að Virginía sje nærgætin við þig“, sagði hún og sneri sjer síðan að Vir- giníu. „Lætur þú hann altaf fá matinn á rjettum tíma, góða mín? Það er ein af aðal- skyldum húsmóðurinnar. — Og sjerðu um. að hann hafi ull næst sjer?“ „Jó, Virginía er einmitt mjög ströng í því efni“, svaraði Hemingway ibygginn. Virgin- ía sá, að honum var skemt. „Jeg' er fegin, að hún hugsar vel um þig. Ungar konur eru oft hugsunarlitlar af því að þær vantar reynsluna. Jæja, börnin mín, það er best að draga ykkur eklci lengur á því sem jeg ætlaði að segja ykkur“. Hún komst ekki lengra, því að í þessum svifum kom Joyce Etherington. „Jeg vona að jeg ónáði ykkur ekki“ sagði Joyce glaðlega um leið og hún heilsaði báð- ar hendur. „Það gleður mig að lcynnast yð- ur, frú Crundel. Virginía hefir talað svo oft um yður. Þjer getið varla gert yður í hugar-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.