Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.05.1929, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Eyjafjallajökull. Frcmsí á mynclinni Þuerá. inenn að hafa gott taumhald á hestinum og hlýða leiðbeining- um fylgdarmanna, því annars getur slys hlotist af. Venjulegast er fyrst komið i Stórenda, sunnan í Mörkinni. Er það dalkvos, skógi vaxin með bröttum hlíðum. Þar upp af heita Tindafjöll, en Stöng og Búðarhamar eru rjett fyrir inn- an. Gefist tími til langrar við- stöðu er rjett að fara eftir mörk- inni inn uridir Goðalandsjökul, því altaf koma þar fram ný og ný tilbrigði i landslagi. En leið- in í Mörkina vestanverða liggur um Langadal, fyrir vestan Stór- enda. Liggur sá dalur undir Vala- hnúk, sem er hátt fjall utarlega i Mörkinni. Er þá kornið i Húsa- dal í norðanverðri Mökinni; þar var hygð lengi fram eftir öldum. Gamlar rústir eru innar í Þórs- mörk að norðan. í Húsadal verða menn að skoða Snorraríld, eins konar vígi torsótt, sein munn- nneli segja að fyrrum hafi verið athvarf sakamanns eins, og Sótt- arhellir. Ætli menn að halda áfram austur undir Eyjafjöll liggur leiðin út með Eyjafjallajökli og fjöllunum vestan hans, um Langanes, hjá Nauthúsagili — þar sem l'rægasta reyniviðarhrísla landsins á heima — og um Merk- urbæi niður að Seljalandi. Er viðlika leið úr Þórsmörk að Stórumörk eins og út í Fljóts- hlíð innanverða. Hjer skal ekki gerð tilraun til að lýsa náttúrufegurðinni á þeim slóðum, sem nú hafa verið rakt- ar. En i stuttu rnáli má segja, að þær hafi til sýnis flest af þvi blíðasta og striðasta sem til er í íslenskri náttúru. Annars veg- ar hið frjósama land Fljótshlíð- ar, þar sem grasið er eins og faldur á öllum vegarbrúnuin og ilmandi blóm fylla loftið angan, lækjafossar og silfurtærar ár, íagrar brekkur og grænar grund- ir. Hins vegar kolmórauð jökuls- á, sem veltur „ólgandi yfir sanda“, auðnir og ömurleikur, og í fjarska Eyjafjallajökull tignarlegur og lirikalegur í senn, með blágræna skriðjökla niður undir jafnsljettu og æðar undan rótunum, mettaðar af jökuleðju, fleygjandi fram stórgrýti og stundum óbráðnum stykkjum af jöklinum, fyllandi vit manna af ódaun. Og sá er staddur í tveim- ur heimum sem liggur og baðar sig í sólskini í skógarlundunum í Þórsmörk, en lætur augun leita til auranna og jökulvatnanna fram undan og staðnæmist við iskalda og hvíta fannbreiðu Eyj af j alla j ökuls. Það hljóta að vera einkenni- lega gerðir menn, sem ekki verða fyrir áhrifum í ferð um Fljóts- hlíð og Þórsmörk á góðviðris- degi, og sem ekki „langar svo oft“ þangað aftur, eins og góð- skáldið, sem kvað um sólskríkj- una þann óð, sem Þórsmörk hef- ir verið kveðinn fegurstur. Myndirjiar frá Stórenda og af Merkj- árfossi tók Sveinbj. Ingimundarson en hinar Ólafur Magnússon kgl. liirð- Ijósmyndari. hólma, Rauðuskriður og margt annað, svo að þeim, sem kunn- ugir eru Njálu dvelst oft lengi á Hlíðarenda, því rnargt er að skoða, ef vel nýtur útsýnis. Móts við Hlíðarenda hefir Þverá brotið afarmikið land, svo að undirlendi er þar ekki teljandi undir brekkunum. Verð- ur nú ekki komist lengra á bif- reið neina því að eins að far- vegur ái-innar sje þur undir blíðinni, þá er þar gott akfæri. En annars verður að fá hesta á næstu bæjunum og halda áfram ’>upp á gamla nióðinn". Þegar kemur inn fyrir öxlina austan við Hlíðarenda breytist Iands- lagið alveg og stórfríkkar. I stað uflíðandi fláa, taka nú við sljett- ar grundir, sein ganga upp að snarbröttum grasþöktum brekk- um og háum hömrum. Lækir falla i fossum niður af heiðunum en undir brúnunum standa flest- ir bæirnir. Hlíðarendakot sem er fyrsti bærinn þegar inn fyrir öxl- ina er komið, hefir þó staðið fram á grundinni — of nærri Þverá, því hún hefir jetið upp mikinn hluta túnsins og komist heim að ánni. — Stærsti fossinn °g einkennilegasti á þessum slóðum er Merkjárfoss, afar ein- kennilegur og fallegur, en skamt þar fyrir innan er Múlakot, og er sá staður frægur orðinn fyrir trjáa og blóinaræktina þar. Innar ®r Múli (Eyvindarmúli); stend- ur sá bær í einkar fögru um- hverfi, en þar fyrir innan tveir bæir, Árkvörn og Hái-Múli. Þar fyrir innan lokar ný öxl undir- lendinu. En þegar inn fyrir hana er komið opnast nýtt svið, ukki ósvipað hinu fyrra; þar tellur Bleiksá í dimmu og drungalegu gljúfri, niður á grundirnar og er stórfenglegt um að Iitast þegar komið er inn í gljúfrið. Skamt þar fyrír innan ýru Barkarstaðir, næstinsti bær- uin í Hlíðinni, en nokkru innar er Fljótsdalur. Á Barkarstöðum er sjerlega fagurt, gil með slcóg- arhríslum skerst niður brekk- urnar og lækur fellur þar í smá- fossum stall af stalli austan vert við túnið, en vestast i túninu hefir nátúran gert skemtilegt „steypibað“ í helli einum, en geta má þess að það er kalt. l^æjarstæðið er tilkomumikið, á dálitilli hæð undir hlíðinni óg rennsljettar grundir fram und- Ljúfur, þýður lækjarniður, iangt í fjarska hegrist mjer, fiækkar, stígur strengja kliður 'iterkur gnýr um loftið fer. Milda, blíða ástar áma, endurtckur hvcr ein sál. Kirtir háa helgidóma aá heyra þvilíkt dýrðar mál. iúinar loft af lóu kvaki ipfífjörð ómar, hclg og dýr. f einu slíku andartaki, eiHfð minninganna býr. -iörðin Ijómar gulinu gliti, gleðst og tignar skaparann. J^lt sem lýtur vilja og viti, . l,egsami og prísi liann. Steinn K. Steindórsson. an. Útsýni til Eyjaf jallajökuls er þar mjög fagurt, eigi sist þeg- ar degi tekur að halla og jök- ullinn roðnar í geislabliki und- ir sólsetrið. Ferð í Þórsmörk úr Hlíðinni tekur einn dag, og þarf þó að fara vel með tímann og taka daginn snemma. Frá Barkarstöð- um inn í Stórenda er altað þriggja tíma ferð, nema þvi bet- ur standi á vötnunum, og er þó ekki talinn með viðstaða í Stakkholtsgjá, en hana skyldu allir sjá, sem gera sjer ferð í Mörkina. Leiðin liggur austur yfir Þverá og Markarfljót, sem falla þarna um aurana í mörg- um kvíslum. Verður að hafa fylgd kunnugs manns og dug- andi i Merkurferð, en þeir eru margir á þessum slóðuin, góðir menn sem vanist hafa vötnun- um frá barnæsku. Þegar kemur austur á aurana opnast landið austanvert við Þórsmörk; er það líkast æfintýraheimi að líta inn þangað: Eyjaf jallajökull gnæf- andi við suðurhimin, Goðalands- jökull í baksýn, en á vinstri hönd íellin og hnjúkarnir i Þórsmörk hver inn af öðrum. Tvær árnar sem yfir þarf að fara eru oft slæmar, Steinsholtsá og Krossá; falla þær í miklum halla og oft aðþrengdar, en stór- grýttar í botninn. Þar verða Merkjárfoss. HARÐSKEYTTI PRESTURINN Andlegrar stjettar mcnn eru því vanari aö liafa kraftana í tungunni en handleggjunum, en þó eru undan- tekningar til eins og t. d. sænski prest- urinn, sem útrýmdi öllum uppvöðslu- hætti i kalli sínu með því einfalda móti að fljúga á verstu áflogaliund- ana og flengja þá. Annar prestur svipaður þessum er í Leadville, Col- orado í Ameríku. Þar er ný bygð og fult af æfintýramönnum, sem ekki þekkja annað rjettarfar en linefans. Nýlega bar svo við i bygðinni, að flysjungur einn fór að draga sig eft- ir dóttur lieiðvirðs bónda. Bóndinn sendi sonu sína tvo til hans ineð þau skilaboð, að annaðhvort yrði hann að giftast stúlkunni strax eða að gera arfleiðsluskrá sina. Kuus maðurinn fyrri kostinn og var nú haldið beina leið til prestsins. Hann vigði þau og hjelt kjarnorða hjónavigslu, sem eink- um virtist vera áminning til brúð- gumans, og hvatti Iiann til betra líf- ernis. Iin brúðgumanuin var ræðan ekki að skapi og tólc hann upp skammbyssuna meðan á ræðunni stóð og Ijet laílu livina rjett við eyrað á prestinum. En liann lijelt áfram eins og ekkert liefði í skorist. Eftir vígsl- una kysti prestur brúðurina á kiun- ina að þarlendum sið, en það líkaði brúðgumanum ekki og rak prestinum löðrung. En presturinn gerði sjer lítið fyrir, leysti niður um brúðgumann og rassskelti liann i viðurvist safnað- arins. 28. inars ár hvert liittast sex nienu á veitingahúsi í London og borða miðdegisverð saman. A fyrirfram á- kveðinni stundu, standa þeir allir upp og drekka skál Mr. Warners. Warner er sjálfur aldrei viðstaddur, þvi lianu er dauður fj-rir mörgum árum. En hann liafði mælt svo fyrir að 6000 krónum af eignum hans skyldi verja til miðdegisverðar fyrir 6 af lians bestu vinum, með þvi skilyrði þó, að þeir drykkju skál lians.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.