Fálkinn


Fálkinn - 27.07.1929, Page 14

Fálkinn - 27.07.1929, Page 14
14 F A L K I N N VERSLUNIN NORÐURLAND (BJORN BJORNSSON frá MÚLA) AKUREVRI Sími: 188. Box: 42 Símn.: Ðangsi. Zeisslkon: myndavielar. .... filmur. Ljósmyndapappír, margar teg. Miklar birgðir, lágt verð. Kopíering og framköllun, fljót afgreiðsla, góð vinna. L Á R j e t t : 1 hátið, 4 fannkoma, 7 karlmanns- nafn, 9 fcngur, 10 snemma, 12 ginna, 13 mállielti, 14 djörf, 16 minkar, 18 þjóð, 20 kista, 22 samkoma, 23 að- sjáll, 24 föl, 26 hlykkjir, 29 ósýni- legur, 32 heilbrigðar, 33 viður, 35 lje- leg ull, 36 varta, 37 þreyta, 38 ró- legri, 39 skrölta, 40 keflið. KROSSGÁTA nr. 18. Gleraugnabúöin, Laugaveg 2, er ein- asta gleraugnasjerverslun á íslandi, þar sem eigandinn er sjerfræðingur. Þar veröa gleraugu mátuð meö nýtísku áhöld- um, nákvæmt og ókeypis. i^eö fullu trausti getiö þjer snúiö yöur til elsta og þektasta sjerfræöingsins : LAUGAVEG 2. Sfmi 2222. L Ó Ð R .1 E T T : 1 sveinar, 2 matur, 3 í vondu skapi, 4 sjúkt, 5 fláttskapur, 6 keisaradrotn- ing í Rússlandi, 8 á trjám, 9 hor, 11 þrekraun, 14 viðvik, 15 ósköp, 17 vein, 19 yfirbót, 20 ill, 21 ötul, 25 strauma- inót, 26 skritin, 27 biðja um, 28 sjaldgæfara, 29 stórhýsi, 30 volgna, 31 ástundunarsamur, 34 vesöld, 35 mas. gry Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. fyrir þelta bjánalega kvenrjettindamál hver jnm sem á vegi hennar varð, hvort það nú var Jane frænka, hann sjálfur eða jafnvel Freddie Parkinson. Þegar honum datt Freddie i hug myrkv- aðist svipur hans enn meir. Hann mintist þess, að daginn eftir kappreiðarnar hafði Virginia látið sem hún gæti ekki yfirgefið frænku sína, og reynt að fá hann til að segja Freddie hvernig öllu málinu væri varið. Hvers- vegna gat henni verið svona mikið áhuga- mál að leiða Freddie í allan sannleika ef hann var ekki einmitt hálmstráið, sem hún ætlaði að grípa til ef frænka framkvæmdi hót- un sína um að gera hana arflausa. Hefði hann sjálfur verið ríltur eins og Freddie, hefði áreiðanlega komið annað hljóð í strokkinn. Daginn eftir kom harin til Pridmore Gate í alveg jafnvondu skapi og jafn svart- sýnn og hann hafði farið þaðan. Hann kom dálítið fyr dagsins en hann var vanur. Vir- ginia var ekki heima. Dagstofan var eitt- hvað leiðinlega tóm þegar hún var þar ekki. Hann geldc eirðarlaus um gólf og beið henn- ar. Síminn hringdi og hann svaraði. Það var Joyce, sem talaði. Þegar hún heyrði, að William svaraði, breytti hún jafnskjótt tón: — En hvað það var heppilegt að jeg skyldi hitta yður. Jeg ætlaði einmitt að fara að skrifa og bjóða yður að borða hjá mjer miðdegisverð í kvöld. Það er dálítið áriðandi málefni, sem jeg verð fyrir hvern mun að tala um við yður. Hverjum gat dottið í hug, að þetta árið- andi málefni hafði fæðst i huga Joyce i sama augnabliki og hún varð vör við hann i simanum. Hemingway hugsaði sig ekki úm nema augnablik, því er hann mintist þess hvei’nig það mundi verða að setja al- einn heima hjá sjer og hngsa um öll von- brigðin, sem hann hafði orðið fyrir, var hann ekki lengi að ákvarða sig Hann þakk- aði boðið glaður í bragði, og siðan töluðu þau saman stundarkorn og stríddu hvort öðru. Virginia kom inn rjett í því að hann lagði frá sjer heyrnartólið. Hún varð dálitið hissa á því að hann var kominn svona snemma, og eins á gleðisvipnum, sem var á andliti hans, því þegar þau kvöddust daginn áður var hann svo dapur, að engu var þar við bæt- andi. Hann stóð upp og heilsaði henni. — Joyce var að hringja, sagði hann. Einmitt það? svaraði hún og fór að hugsa um hvort það væri ástæðan til gleði- svipsins á andliti hans, — hvað var henni á höndum? Hann rak upp stuttan hlátur: Skollinn haí'i ef jeg veit hversvegna hún hringdi. Hann horfði á hana meðan hún var að taka af sjer hattinn og hanslcana og ýfði upp hárið með litlum, hröðum handahreyfing- um. Það var einhver röskleikablær yfir öll- um hreyfingum hennar. — Bíddu dátlítið, Virginia, sagði hann þegar hún myndaði sig til að fara með yfirhöfnina sína út, — jeg þarf að segja dálitið við þig áður en Jane frænka kemur. Hún leit til hans hrædd. — Viltu tala við mig um .... um .... þetta í gær? —- Þú getur verið óhrædd, jeg skal ekki hrella þig með fleiri spurningum í þá átt. Mjer fanst svarið þitt of ótvírætt til þess — en það var leynimakkið, sem um er að ræða. — Hefir nokkuð komið fyrir? spurði hún í æsingi. —- Ekki annað en það, að annar aðalleik- arinn æsltir lausnar, svaraði hann. — Þú ætlar þó ekki að yfirgefa mig? spurði Virginia skefld. — Þú mátt k'alla það það, sem þú vilt, Virginia. En eins og saldr standa er það ekki heiðarlegt af olckur að halda áfram. Þú veist, að það er eklci til, sem jeg mundi ekki gera fyrir þig, en að halda áfram væri að hælta mannorði þínu daglega. Jeg skal fúslega játa, að frænka mun loka fyrir þjer þessari ágætu framtíðarbraut þinni og ef til vill fjárstyrknum líka, þegar hún frjettir hvernig þú hefir leikið hana .... — Það ætla jeg ekki að þola, svaraði hún. — Nei, það veit jeg, og með því, að þú inunt hvort sem er vel ja hina leiðina, sje jeg enga ástæðu til að halda þessu áfram. -—• Hvaða leið, meinarðu? Freddie Parkinson, auðvitað. Hann gat ekki að því gert, að málrómurinn var beislc- ur. — Jeg er sannfærður um, að hann legg- ur ekki neinn þröskuld á stjórnmálabraut þína, ef þú giftist horium. — Giftast honum? Hvað ertu eiginlega að fara? Hún var í raun og veru steinhissa. —• Já hversvegna neyðirðu mig til að tala, Virginia. Jeg veit svo sem ósköp vel, að ef frænka þín snýr við þjer bakinu, þá ætlarðu að giftast Freddic — hinum meinlausa, eftirgefanlega og auðuga. — Hvaða ástæðu hefir þú til að trúa svo auvirðilegu um mig? spurði hún í vígamóði. —- Jeg hefi fylstu ástæðu til að halda, að .... —- Hreint ekki. Þú talar eins og þú hefðir heyrt þetta fullyrt sem sannleika. Hefir Freddie kannska sagt þjer það? — Nei, ekki Freddie. Það er .... Hann tók sig á. — Mjer datt þetta sjálfum i hug- — Þvi trúi jeg trauðlega. Og ef það er ekki Freddie, þá .... þá .... Hún stans- aði, frá sjer numin af gremju og vonbrigð- um yfir uppgötvun sinni, sem hún hjelt vera. Hún studdi hendi á skrifborðið til þess að halda sjer i jafnvægi og leit beint í augu hans. — Þakka þjer fyrir að þú opn- aðir augu mín fyrir sannleikanum, sagði hún, —- nú veit jeg liver hefir sagt þjer þessa viðbjóðslegu lýgi — það er Joyce Etherington. Honum tjáði ekki að mótmæla. Hún las sannleikann í augum hans. Hvers vegna hafði Joyce, sem hún hjelt vera vinkonu sína, fundið upp þessa lýgi, og hversvegna hafði hann trúað henni? Hún leit á hann kuldalega. — Mjer þykir leilt, að þú skyldir trúa mjer til svo auðvirðilegs verks En ltannske trúir þú mjer ef jeg segi þjer, að ekkert í heiminum gæti fengið mig til þess að giftast Freddie Parkinsson Hann hefir beðið min oftar en einu sinni, skal jeg játa, en hefir altaf fengið hryggbrot. — Virginia, þú verður að fyrirgefa mjer. Hann gekk til hennar og örvænting hans var horfin á einu vetfangi. — Jeg hefði aldrei átt að hugsa slíkt um þig, en jeg var blindaður af afbrýðissemi gagnvart Freddie — jeg gat eklci þolað að hugsa til þess, að þú giftist honum. Er hann hafði sagt þetta, ljómaði andlit hans og hann leit á hana með sama aðdáunar og viðkvæmni augnaráðinu sem stundum áður. En hún var hrædd um, að orðasennan frá deginum áður ætlaði að fara að endurtaka sig, og horfði undan hon- um. — Það gleður mig að heyra að þjer er svona mikill ljettir í því, að jeg skuli ekki ætla að giftast Freddie, sagði hún þurlega, en viltu gera mjer þann greiða að muna, að þar með er ekki sagt, ag jeg ætli að giftast neinum öðrum. Þessi hálfkveðna ráðning hafði þegar í stað sín áhrif. Kurteisi hans varð þegar i stað líkust þeirri, sem alókunnugum er sýnd, og allau seinni part dagsins talaði hann við Jane frænku eina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.