Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1929, Page 13

Fálkinn - 09.11.1929, Page 13
FALKINN 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrual. MpmmHN Reykjavfk. Framköllun. Kopiering. Stækkanir 91 I Carl Olafsson. Aðeins ekta Steinway- Piano og Flygel bera þetta merki. Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jónsson & Co. yevsliöyiöyikar. Vörur [/ið Vægu Verdi. »»»»»»»»»»»»»»»» súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest (. Notið eingöngu Islenska rúgmjölið í brauð og slátur. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. ft’íQZ er víSlesnasta blaSiB. CrCUnlHTt er besta heimilisblaSið. Eftir WILLIAM LE QUEUX Fbh. Lat'iniu. Hugh tók eftir þvi, að í vinstra horninu að ofan var skrifað eitthvert óskilj- anlegt orð, og er Forseti tók eftir því, að hann horfði á það, sagði hann: — Þetta er leynitákn, sem tryggir yður að komast til greifans, án þess að lenda i neinum vand- ræðum. Hugh tók brjefið, sem hann sá, að var vandlega innsiglað og stakk því i vasa sinn, innan á. -— Rjett, sagði Forseti, — geymið hrjefið eins vel og þjer getið. Jeg býst ekki við, að neinar sjerstakar torfærur verði á vegi yðar, af því að þjer eruð algjörlega ókunnugur, og farið alfaraleið. En mjer er sama þó jeg segi yður, að ef jeg færi ineð þetta brjef sjálfur, væri það úr höndum mínum áður en jeg hefði verið tuttugu mínútur i landi. Sjerhver stjórn í Evrópu hefir sporhunda sína á hæl- um mjer. Vel á minnst: — Hafið þjer skammbyssu? Hugh sagði, að svo væri ekki. — Þjer kunnið auðvitað að nota svona verkfæri? Forseti rjetti honum Browning- skammbyssu sína yfir borðið. Stingið þjer henni í vasann .... ef ske kynni .... Hugh athugaði vopnið og sá, að það var hlaðið, og stakk því vasa sinn. — Þar með er víst alt upptalið, sagði For- seti. — Þjer farið frá Leghorn til höfuðborg- arinnar, komist beina leið til Radicati greifa, segið honum ekkert, þó hann svo reyni að veiða upp úr yður, og komið svo til baka, eins fljótt og yður er unt. Jæja, þarna fellur akkerið, við erum komnir. Komið þjer með injer. Hugh fór á eftir Forseta, og er á þilfar var komið, sá hann, að þeir lágu rjett við hafna- inynnið og hin gamla, fagra Leghorn-horg lá fyrir augum þeirra, höðuð sólskini. Eunice de Lainé var þegar komin upp á þilfarið og tók að benda Hugh á ýmislegt markvert. —- Jæja, góða mín, sagði Forseti, — þú verð- ur að sýna honum þetta einhverntíma seinna, Jivi nú er hann á hraðri ferð. Hugh skrapp niður í káetuna til að ná í regnkápu sina og tösku, og eftir tvær mínútur var hann á leið lil lands í skipsbát. Eunice stóð við borðstokkinn og veifaði ti) hans, og Forseti æpti: — Gangi þjer vel, drengur minn, og svo koinst hann of langt til að heyra til Forseta. Ævintýrið var hyrjað. Hann gekk á land, tók sjer gainaldags hestvagn á stöðinni og þar heyrði hann að lestin til höfuðborgarinnar færi af stað eítir firnm stundarfjórðunga. Hugh lceypti sjer farseðil, lahhaði um á stöðinni nokkra stund, og er lestin frá Genúa kom á stöðina, valdi hann sjer klefa, setti tösku sína i eitt horn- ið og tók að ganga fram og aftur á ný. Hann grunaði ekki, að tvö kænleg augu fylgdu hverri hreyfingu hans. Lítill væskilslegur maður elti hann, hvert sem hann fór — stundum beið hann bak við súlu eða hús- horn, þangað til Hugh fór framhjá talsíma- klefanum, sem var rjett hjá lestinni. Þá fór litli maðurinn inn í klefann og hringdi auð- sjáanlega einhvern upp, og eftir fimm mín- útur kom annar maður i lið með honum. Þeir skröfuðu saman dálitla stund, en sleptu Hugh aldrei úr augsýn — síðan skildust þeir. Hugh, sem hafði ekki hugmynd um hvað fram fór, gekk inn í klefann og settist þar á eitt rykuga sætið. Annar maðurinn komst þangað inn, rjett á undan honum. Hirin beið þangað til lestin var farin að hreyfa sig, þá stökk hann fiinlega inn í klefa, sem var aftar í lestinni. X. KAPÍTULI. Eftir langa og þreytandi ferð, kom Hugh til hins gamla höfuðstaðar Latiniu án þess að nokkurt slys vildi til, og ók béina leið i utanríkisráðuneytið. Þegar hann fór frá stöðinni höfðu mennirnir tveir fylgt honum dyggilega eftir og er hann fór inn í ráðu- neytisbygginguna, biðu þeir fyrir utan. Þegar Hugh kom inn, fyllti hann út eyðu- blað, eins og þeir verða að gei'a, er koma í ráðuneytið, til þess að gera grein fyrir er- indi sinu. Hann skrifaði, að hann óskaði að hitta Radicati greifa, og sem erindi skrifaði hann dulorðið, sem var á umslaginu. Innan fimm mínútna kom þjónninn, sem hann hafði hitt fyrst og tilkynti, að greifinn væri til viðtals. Hugh fór upp i lyftuna og upp á aðra hæð, sem var aðalhæðin í hús- inu, og síðan á eftir leiðsögumanni sínum eftir viðum göngum og stansaði loks við rauðaviðarhurð. Leiðsögumaðurinn harði á dyr og gekk siðan inn og tilkynnti Hugh. Hugh gekk inn. Þetta var lofthár salúr, og þar sá hann mann, sein hann þekti þegar i sjón, eins og allir aðrir, sem lesa dagblöðin. Þetta var maðurinn, sem öll blöð Evrópu voru á einu máli um, að rjeði friði eða ófriði. Alræðismaðurinn í Latiniu, sem annars bar meir á, hafði oft orðið að láta undan þess- um virðulega og einarða manni, sem Hugh stóð nú frammi fyrir. Gamli maðurinn bar alls ekki utan á sjer stjórnkænsku þá, sem hann var orðinn frægur — ef ekki illræmd- ur, fyrir um alla Evrópu. Hann hafði mikið, hvítt hár, sem var greitt upp og aftur. Snjó- hvítt skegg niður á bringu huldi hálsbindi hans, og loðnar augnabrýr huldu sakleysis- legustu augu, sem til voru í allri álfunni. Greifinn var mjög hár vexti og sýndist ennþá hærri fyrir þá sök, að hann var fremur grannur. Þrátt fyrir aldur sinn var vöxtur hans þráðbeinn. Nú beindust bláu augun, saldeysislegu, að Hugh og greifinn geklt til hans, hneigði sig kurteislega og ávarpaði hann á ensku: Jeg leyfi mjer að bjóða velkominn sendi- rnann vinar míns, Halmene greifa. Orðin voru töluð á ágætri ensku þar sem ekki gætti neins útlends hljómblæs. — Það er mjer heiður að hitta yðar há- göfgi, svaraði Hugh og greip höndina, sem honum var rjett. -— Jeg á að færa yður þetta brjef, bætti hann við, og rjetti greifanum brjefið, sem honum hafði verið fengið. Greif- inn hneigði sig aftur, afsakaði sig og settist niður við skrifborðð og tók að opna brjefið og lesa. Það var augsýnlega á leyniináli, því greifinn tók upp litla, gylta bók, sem hann fletti upp i, eftir því sem hann las. Hann hjelt áfram þar til hann hafði lokið brjefinu, en rjetti Hugh aðeins nokkur myndablöð til að skemta sjer við á meðan á því stæði. Er hann hafði lokið brjefinu, sat hann stundar- korn hugsandi. Stundum leit hann frá brjef- inu til Hugh og síðan á brjefin aftur. Loks sagði hann: — Herra Valentroyd, þjer getið náttúrlega gefið allar þær upplýsingar, sein kunna að vanta í brjefið? — Það get jeg ekki, yður hágöfgi, svaraði Hugh, því mjer er ókunnugt innihald brjefs- ins. Mjer vár aðeins falið að koma því til skila og sagt, að það væri áríðandi, og svo að koma til baka með svar yðar hágöfgi, til Halmene lávarðar. Greifinn kinkaði kolli, sat síðan augnablik hugsi. Síðan stóð hann upp og mælti: — Áð- ur en jeg get skrifað svarið verð jeg að ráð- færa mig við aðra. Jeg verð því að skilja yður eftir hjer í nokltrar mínútur. Má jeg biðja um einhverja hressingu hana yður?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.