Fálkinn


Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.02.1930, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N JEG ER ALVEG HISSA Ilvergi í heiminum er jafn mikið af læknum að tiltölu við fólksfjölda og í Bandaríkjunum. Þar eru 149.521 lögskráðir læknar, auk fjölda af aiis- konar skottulæknum. Á hverja 100.000 íbúa koma þar 127 læknar, í Ungverjalandi 73, í Ítalíu 71, í Dan- mörku 70, í Þýskalandi 64, í Tjekko- slovakíu 58, í Noregi 57, í Svíþjóð 35, í Finnlandi 25 og í Mexico 24. -----------------x---- Nýjasta bók Kristmanns Guð- mundssonar, „Livets Morgen“ hefir fengið sjerlega góðar viðtökur í Noregi. Að því er bóksalarnir segja, selst hún svo vel, að aðeins tvær skáldsögur sem út komu í haust á norsku hafa seist betur. Eru það bækur þeirra Johan Bojers og Peter Egge. Má Kristmann vel við una, að skipa þriðja sætið, þegar jafn þjóð- kunnir menn og þessir tveir sitja i tveimur þeim- efstu. ----x---- George Kojac, sem liefir heims- met í baksundi hefir nýlega sett nýtt met. Hann synti 220 yards á 2 min. 36,2 sekúndum. W. Laufer lieit- ir sá, sem hefir heimsmetið á 200 metrum: 2 mín. 38,6 sek. ----x---- John Gilhert, hinn frægi kvik- myndaleikari og kvennagull og Ina Claire eru skilin. Það eru ekki nema sex mánuðir síðan þau giftust og voru sammála um, að ekkert i ver- öldinni skyldi skiija þau að. Aðalá- stæðan er talin sú, að frúin var altaf að láta flytja til húsgögnin í stofUnum, Ýmsir heldri menn i London hafa gengist fyrir samskotum til þess að reisa Foch aðmírál minnisvarða. Á það að vera afsteypa af minnisvarða þeim, sem nýlega var afhjúpaður í Cassel, eftir myndhöggvarann Georg- es Malissard og er það riddaralík- neski. Hertoginn af Westminister, sem er stærsti lóðaeigandi í London, hefir gefið lóð undir líkneskið í Gros- venor Gardens. K. Wilson heitiú kona ein í Kirks- ville í Missouri. Rjeðist þorpari á liana nýlega og skaut hana með skammbyssu í hjartastað, eða rjett- ara sagt þar sem hjartað er vant að vera í fólki. En í stað þess að deyja samstundis, komst konan undan og undir læknishendi. Voru þá teknar Röntgenmyndir af sárinu og kom þá í ljós, að hjartað í konunni var liægra megin, og það hafði orðið henni til lífs. Það einkennilegasta var, að konan hafði ekki hugmynd um þetta áður. Hún hefir ekki verið kvalin af hjarslætti um • æfina. ----x---- Norska skipið „Stavangerfjord“ hafði 600 farþega moðferðis á síð- ustu ferðinni heim frá Ameríku fyr- ir jólin, en skipshöfnin er 280manns. A leiðinni að vestan gengu upp 10.000 flöskur af öli, 9000 kg. af kartöflum, 18.000 egg, 2000 litrar af mjólk, 400 lítrar af rjóma, 10000 kg. af osti, 8000 kg. af kjöti, 2500 kg. af grænmeti og 2000 flöskur af soda- vatni. ----x---- Glæpamennirnir í Ameríku kosta þjóðina 13.000 miljón dollara á ári Hvergi er eins mikið af bifreiðunum og i Bandaríkjum. Jafnvel Indíána- höfðingjar hafa keypt sjer bifreiðar. Þó hausinn á svertingjunum í Afríku sje sterkur, stenst hann varla sem- kepnina við bifreiðarnar til lengdar. þurfa að fara á milli húsa, held- ur setjast þeir upp í „ricksliaw“, ljettan tvíhjólaöan vagn, og láta innfædda menn „kulía“ svo- kallaða draga sig. I heimskauta- löndunum beita menn liundum fyrir sleða sína og sumstaðar hreindýrum. Og meðal frum- þjóðanna í Afríku liafa menn ekki einú sfnni kómist upp á að Uxavagn í Colombo á Ceylon. Á Ceylon hinni frjósömu hita- beltiseyju nota menn ennþá ak- neyti til að draga vagna sina. í Kina nota hefðarfrúrnar enn- þá burðarstól, og sjeu frúrnar tignar þá duga ekki minna en átta menn til að bera stólinn. I borgum austurlanda leigja menn sjaldnast bifreið er þeir láta dýrin hjálpa sjer. Mennirn- ir fara alt gangandi og eru sjálf- ir burðardýr. Og þeir bera ekki byrðar sínar í bak og fyrir lield- ur á liöfðinu. Hafa þeir náð ó- trúlegri leikni í þessu og geta borið þungar byrðar frá morgni til kvölds. Hafa Evrópumenn, sem farið hafa í leiðangra um Afríku dáðst að þoli þessara innfæddu burðarmanna. Eins og sjá má af þessum dæmum, hefir bifreiðin ekki lagt undir sig héiminn ennþá. Fin varla þarf að efa, að henni lakist það. Nema því aðeins að einliver samgöngunýjung komi fram ennþá hagkvæmari. aS þvi er Enright fyrverandi lög- reglustjóri í New York segir. Telur hann glæpi vera „stærsta atvinnu- veg“ þjóðarinnar, en bifreiðasmiðar, sem eru stærsti löghelgaði atvinnu- vegurinn, gefur af sjer 5.000 miljónir árlega. Morð er framið að meðaltali 45. hverja mínútu og 12.000 manns eru myrtir árlega og er það fimm sinnúm fleira, en Bandaríkjamenn mistu i stríðinu við Spánverja og fjórði hluti þess, sem rikin mistu af mönnum í heimsófriðnum. Af glæpa- mönnum sitja um 400.000 í fangeisi, en um miljón leikur lausum hala. Glæpaöldin er lang alvarlegasta við- fangsefni Bandaríkjanna, segir lög- reglustjórinn. ----x—-— Hvergi eru jafn margir Gyðingar saman komnir í nokkurri borg í heimi eins og New York. Þar voru samkvæmt síðasta manntali 1.850.000 Gyðingar, þar af í Brooklyn 916.000, í Bronx tæp 500.000 og í Manhattan tæp 400.000. ----x---- Dr. Horace Calvin Day, prófessor í líffræði við Howardskólann í Birm- ingham i Alabama, liefir að undan- gengnum rjettarúrskurði neyðst til að segja af sjer embætti af þeim á- stæðum, sem nú skal greina: í fyrir- lestrum sínum í háskólanum hafði prófessorinn dregið mjög í efa, að sagan um örkina hans Nóa væri sönn og eins taldi hann mjög hæpið, að Jónas spámaður hefði verið þrjá daga í hvalnum. Ákærandi prófes- sorsins hjelt því fram, að prófessor- inn væri ófær um að gegna embætti úr því að hann tryði ekki orðum hihlíunnar og dómarinn var á sama máli. ----x---- Þriðji sttærsti demanturinn í heiminum er um þessar mundir til sölu í Berlín. Vegur hann 183 karöt og heitir „La Lune“ (tunglið). Lúð- vik fjórtándi har þennan demant er hann var krýndur til konungs og gaf hann síðan þáverandi soldáni í Márokko og hefir hann gengið i erfð- ii þar síðan. Sjerfræðinga'r virða steininn á 750.000 krónur og er þá ekkert tillit tekið tii söguhefðar hans. ----x—— í Englandi hafa þrettán þjóðkunn- ir menn stofnað fjelag til þess að berjast gegn hjátrú. Þeir hafa skuld- hundið sig lil að sitja ávalt 13 yfir horðum, að mölva spegla þegar tæki- færi gefst, að herja eklci neðan í horðið þegar þeir hafa gumað af heilsu sinni, að vella saltkerum, að drekka kaffi með skeiðina i hollan- um, að kveikja þrír á sömu eldspít- unni og því um líkt. •—■—x---- Kennari einn við háskólann i Pittsburg hefir komist að þeirri nið- urslöðu, að gáfaðir menn skrifi yf- irleilt illa. Gefur hann þá skýringu á þessu, að penninn þurfi að flýta sjer svo mikið til þess að liafa við hugsuninni. Þó tekur hann fram, að ljót rithönd þúrfi ekki að vera sönnun fyrir því, að maðurinn sje gáfaður. ----x---- Heinrich Westphai heitir hann, maðurinn sem fann upp fjaðrama- tressuna. Varð hann nýlega áttræð- ur. Hann er eignaiaus maður og hefst við á elliheimili i Berlin. Hug- myndina til matressunnar fjekk hann er hann dvaldi í frönskum fangaherbúðum eftir stríðið 1870. Tók hann einkaleyfi á uppgölvun- inni og græddi talsvert fje, en misti það alt við verðhrun marksins. Gamli maðurinn er ekki af baki dott- inn enn og er nú að vinna að nýrri uppgötvun, sem á að gera rúmin þægilegri. > s

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.