Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1930, Page 8

Fálkinn - 15.03.1930, Page 8
8 FALKINN Mönnum er enn i fersku minni óeirðirnar í Palestínu i fyrra. sem urðu suo alvarlegrar, að Bretar, sem hafa.yfirumsjón með landinu, urðu að senda her manns þangað til að stilla til friðar. Og nú nýlega hafa þeir skipað sjerstaka nefnd iil þess að rannsaka ástæðurnar til uppþotsins. Hjer á myndinni sjást (1) enskir hermenn á göngu í Jerúsalem, (2) hifreiðar með Gyð- inga, sem eru að flýja frá Hebron, (3 Gyðingar á leið til grátmúrsins í Jerúsálem, (h) Arabaforinginn í Ilebron, sem var sakaður um að hafa látið drepa 70 Gyðinga og (5) norska kosúlatið í Jerúsalem. Vart er nú meira um annað talað en ofsóknir bolsjevika gegn trúarbrögðunum í Rússlandi. Hjer á myndinni sjást rússneskir hermenn — sumir þeirra virðast vera börn að aldri — vera að flytja dýrgripi úr kirkju einni. Virðast þeir ganga að verkinu jneð mikilli ánægju, því þeir brosd út undir eyru. 1 Pitisburgh, „stálborg Ameríku“ er verið að fullgera byggingu þá, sem sjest á myndinni hjer að ofan. Er það háskóli. Fjórtán ekrur lands fylgja skólanum. Hann er 02 hæðir og eru þar kenslustofur handa 12.000 stúdentum og 500 kennurum og alt af fullkomniislu gerð.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.