Fálkinn


Fálkinn - 26.04.1930, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.04.1930, Blaðsíða 12
12 P Á L K I N N SOLlNPmUl eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær liafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur lækna van- liðan er stafar af óregluleg- um hægðum og hægðaleysi. Nokkrar kökutegundir. Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð aðeins kr. 1.25. — Fæst hjá hjeraðslæknum og öllum lyf jabúðum. a w m o O P E B E C O-tannkrem verndar tennurnar best. Sturlaugur Jónsson & Co. „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft nota allir sem vit hafa á. 1 GætiS vörumerkisins. Léreftstuskur kaupir Herbertsprent. Bökunarduft. (Ódýrara en það, sem keypt er tilbúið). 50 gr. kremortarari. 25 gr. nattron, 20 gr. hjartasalt, 20 gr. hrísmjel eða hveiti. Látið fara fimm sinnum gegn um sigti, svo það blandist vel sam- an. Geymt í glasi eða blikkdós með þjettu loki. Eggjakaka. Eitt egg er þeytt. 100 gr. sykur stráð útí og hrært vel. Að því búnu er helt yfir 2 desílítrum af mjólk, 2—3 sitrónudropum, 70 gr. af bráðnu smjöri, Vi kr. hveiti (en út í hveitið skal fyrst hræra tveim teskeiðum af bökunardufti og nokkur korn af salti). Bökuð í % klukkutíma í góð- um vel smurðum formi. Ódýr hunangskaka. 380 gr. hveiti,125 gr. sykur, teskeið af engiferi, teskeið af kanel, hálfri teskeið negul, teskeið af natroni er blandað saman í skál. Ut i það er hrært 2 desil. af súrmjólk, 200 gr. volgu syrópi og 60 gr. af bráðnu kældu smjöri. Bakað í tveim litlum formum í % klst. Látin kólna í form- unum. Rússakaka. 6 egg eru þeytt með 125 gr. af sykri. Út i þetta er látið 150 gr. hveiti 2 teskeiðar af bökunardufti, 50 gr. af hökkuðum möndlum, hálf teskeið af kardimommum og 125 gr. af smjöri. Bökuð í klukkutíma. Tekaka. Hálfur bolli af smjöri og hálfur bolli af sykri er þeytt vel saman. Út í það er látið þrjár eggjarauður, hálf- ur bolli af rjóma, tveir bollar af Tottarðn á þjer fingurna? Það er vondur og ljótur vani að totta á sjer fingurna. Getur það orð- ið til að aflaga bæði munn barnsins og tanngarða. Fæstar mæður, feður eða barnfóstrur gera sjer grein fyrir þeim afleiðingum, sem það kann að liafa að börnum er leyft að sjúga á sjer fingurnar. Langsamlega flest ung- börn gera þetta. En vanalega hætta þau í sama mund að totta fingurnar og farið er að venja þau af brjósti hveiti, sem blandað er einni teskeið af bökunardufti. Að lokum er þeyttu eggjahvítunum hrært saman við og tveim teskeiðum af sherry eða rabar- baravíni. Bökuð % klst. Skyndibollur. Tvö egg eru þeytt, 100 gr. af sykri hrærð vel saman við. 100 gr. af sykri smjöri vel þeyttu, 425 gr. hveiti með þrem skeiðum af bökunardufti og ein teskeið af kardimommum. Sett á olötu og bakað í heitum ofni. Tebrauð. Tvö egg eru þeytt og 120 gr. af sykri hrærð vel saman við. Út í þetta er hrærl 100 gr. af vel þvegnum möndlum skornum langsælis, 800 gr. af hveiti blönduðu með tveim te- skeiðum af bökunardufti og 100 gr. af smjöri hnoðað saman við. Deiginu er skift i fjóra hluta og hver fyrir sig eltur i lengjur. Settar á vel smurða plötu og bakað þangað til lengjurnar eru orðnar ljósbrúnar. Síðan eru lengjurnar skornar á ská í h. u. b. 1 sm. breiðar sneiðar, íagðar aftur á plötuna með sárið upp og þurkað í ofninum þangað til þær eru orðnar ljósgular og stökkar. Hafragrjónamakrónur. 200 gr. af sykri, 200 gr. af hveiti, ein teskeið af kanelí ein teskeið af negul, ein teskeið af hjartasalti er öllu blandað vel saman. Saman við þetta er lirært 250 gr. af hafragrjón- um, 150 gr. af bráðnu smjöri, 50 gr. af kúrennum og h. u. b. einum desil. af mjólk. Sett á plötuna með teskeið og bakaðar ljósbrúnar við sterkan hita. ----x----- eða pela. Og sje barnið ekki hætt þessum óvana 1% árs gamalt verður að finna ráð til þess að koma i veg fyrir að þau geti stungið upp í sig fingrunum meðan þau sofa. Sumum finsl skemtilegt að sjá litla barnið sitt með fingurna upp í sjer og hvetja þau heldur til þess. Sá, sem þetta gerir kemur barninu upp á ósið, sem hann seinna mun iðra. Einfalt ráð og óbrigðult til þess að fá barn- ið til þess að hætta að pota upp í sig fingrunum á nóttunni er að sauma belgvetlinga framan á náttfötin úr Ijettu en þjettu efni. Verða þeir að saumast vel á en eigi festast með hnöppum eða böndum þvi þá er auð- velt fyrir barnið að smokka þeim fram af. ———x----- f rómversk-kaþólskri kirkju i Genf stóð nýlega til að gifta hjón og var kirkjan full af brúðkaupsgestum. Brúðhjónin stóðu fyrir altarinu og ekkert bar til tíðinda þangað til prest- urin fer að spyrja brúðina, hvort hún vilji eiga manninn, sem hjá henni standi. Þá segir hún: „Nei, og aftur nei! Það hefir átt að þröngva mjer inn í þetta hjónaband, en jeg elska annan mann“. Að svo mæltu hljóp hún út úr lcirkjunni og sennilega hef- ir hún farið stystu leið til hins mannsins. S Ekkert hressir eins vel njc S S eykur meira alnnmenna vel- 5 s S líðan en IIDOZAN! Fæst í lj^fjabúðunum. riiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiimimi11 Kýjasta tíska: Buxnakjúlar. Það er nú komið upp úr kafinu $ konur eiga að fara að ganga á buxurn- í París eru buxnakjólarnir altaf ná meiri og meiri útbreiðslu. Hinga® til hafa konur ekki notað buxurnar nema við náttföt, útilegur á surnrin- við vinnuföt og íþróttir en nú er a myndast ný tíska, sem sagt að nol‘ buxurnar bæði heimafyrir og síðdeö1 við tedrykkjur og meira að segJ kváðu vera farnir að sjást ljómánn fallegir samkvæmiskjólar með sl,a buxum í stað pilsins. Þær fara nún® vel bæði við stutta og síða jakka eiök um ungum grönnum stúlkum. jielta er nema augnabliks tilbreytin»| meðan tískufrömuðirnir eru að hugs sig um vitum við ekki. .~=m . Tækífærísgiafír Fagurt úrval. ti Ný.jar vörur. — Vandaðar vörur. — Láfít vcrð. Verslun Jóns Þórðarsonar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.