Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 1

Fálkinn - 05.07.1930, Blaðsíða 1
16 siðnr 40 anra UR ÞORSMORK. Þórsmörlc er einn af merkilegnstu stöðum landsins. Þó er hún frekar stórfengleg en beinlínis fögur. Alt er þar svo hrikalegt. Það cr eins og hún sje full af tröllum, sem dagað hefir uppi í ýmsum stellingum. Nokkur húka hálfbogin og horfa fram yfir mörk- ina, önnur bera hönd fyrir augu og horfa til sólar. Stóreflis klettur stendur þar á miðjum söndum. Það er Þórskirkjan. Tröll eitt mikið stendur i hálfopnum dyrum og spyrnir við, það er að reyna að draga menska mey með sjer inn í klettinn. Fleira er þar furðulegt. Sækir fjöldi fólks á sumri hverju inn á Mörkina þrátt fyrir alla vatnavexti og bestu málarar vorir þreytast aldrei á að sækja pangað viðfangsefni sin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.