Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1930, Síða 4

Fálkinn - 05.07.1930, Síða 4
4 FÁLKINN Alþingishátíðin er sá viðburð- ur, sem öll þjóðin hefir talað um undanfarnar vikur. Þáttaka í henni varð öllu meiri en nokk- ur hafði gert sjer vonir um og veðrið sæmilegt fyrsla daginn, en fór batnandi síðari dagana. Munu öllum sem sóttu hátíðina ógleymanlegir dagarnir á Þing- völlum. Fálkinti mun síðar segja ítarlega frá hátíðinni en i þetta sinn skutu nokkrar mytidir af hátíðahöldunum sýndar. í efstu röð sjest frá vinstri: Guðsþjónustan í Al- mannagjá; sjást fánar sýslufje- laganna hjer og hvar í mann- þyrpingunni, næst mannfjöld- inn við Öxará, þá konungur og krónprins Svía á kappreiðunum í Bolabás. Miðröð frá v.: kon- ungur setur Alþingi og næst tvær myndir af sögulegu sýn- 'ngunni. Neðsta röð: Konungur heilsar stúdentunum við tjöldin í Hvannagjá, næst: Iionungur heilsar alkunnum Reykvíkingi og loks mynd af hestaatinu. Staka myndin er af Svíakrón- prins og Matthiasi Þórðarsyni fornmenjaverði. Ennýall. Þessari bók dr. Helga Pjeturs, sem í rauninni er framhald af athugunum hans á alheimslíf- fræði og lífmagnan, þeim sem höfundurinn segir frá i „Nýal“, Fimleikaflokkur Ármanns. Hjer birtist mynd af fimleikaflokki Ármanns, þeim, sem vann fimleika- samkepnina um „Farandbikar Ósló Turnforening“, 16. apríl s. 1. meS 506.29 stigum. Hinn flokkurinn, sem kepti á móti og einnig var frá Ár- mann fjekk 466.52 stig. Nöfn þáttakenda eru þessi: Bakröð: Sigurbjörn Björnsson, Guðm. Kristjánsson, Helgi Kristjáns- son, Gísli Sigurðsson, Karl Gíslason og Jón Guðmann Jónsson. Sitjandi: Ragnar Kristinnsson og Óskar Þórð- arson, Jón Þorsteinsson í miðjunni. hefir að svo stöddu ekki verið sá gaumur gefinn sem vert er. En þeim, sem lesið hafa „Nýal“ er ómissandi að eignast framhald- ið, því þar er gerð nánari grein fyrir ýmsum atriðum hins merlcilega fræðikerfis dr. Helga, en gert var í fyrri bókinni. „Ennnýall“ er ritaður á sama gullfagra málinu og fyrri rit höfundarins og bókin þrungin af skarplegum athugunum, sem menn hafa gott af að kynnast, hvort sem þeir eru sammála niðurstöðum höfundarins eða ekki.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.