Fálkinn - 12.07.1930, Blaðsíða 6
c
F A L K I N N
eld- og brennisteinsregninu, sem
Mósesbækur segja frá, gefa vis-
indamennirnir þá skýringu, að
við jarðskjálftann liafi spreng-
ingar orðið í iðrum jarðar; liafi
þá um leið kviknað í brenni-
steinslögum og jafnvel steinolíu-
Jindum, sem vel lildegt er að liafi
verið þarna til forna og myndast
eldliaf á sumum slóðum. Við
þetta liafi öll l)ygð gereyðst á
þessu svæði en endurminningin
um J)essa stórkostlegu viðburði
lifað kynslóð fram af kynslóð
lijá afkomendipn þeirra, sem af
komust.
Samkvæmt frásögn 2. Móses-
bókar var það landið umliverfis
Sódóma, sem Lot kaus sjer, þeg-
ar Abraliam bað liann velja um,
livar bann vildi taka land og „það
var vatnsríkt (áður en Drottinn
eyðilagði Södóma og Gömorra)
eins og aldingarður 13rottins,
eins og Egyptaland, alt til Sóar“.
Hjet konungurinn í Sódóma
Pálmar við Dauðahaf. Þeir þrifast
ekki þvi seltan i vatninu drepur þá.
Bera, en Birsa hjet konungurinn
í Gómorra. En varla bafa þetta
verið stórkonungar, því að eftir
því sem sagan segir frá lenti
þeim fimm konungunum í Jórd-
andalnum í baráttu við fjóra ná-
grannakonunga, sem sigruðu þá
og handtóku konungana í Sód-
óma, Gómorra, Adam, Seböjim
og Bela og sömuleiðis Lot. Þegar
Abrah.am barst þetta til eyrna
fór liann með heimamenn sína
318 talsins gegn hinum sigursælu
konungum, rjeðist á þá, rak þá
á flótta, tók af þeim lönd þau er
þeir liöfðu náð á sitt vald og
einnig mikið herfang, en frelsaði
Lot frænda sinn.
í 18. kap. 1. Mósebók er sagt
frá eyðingu hinna tveggja borga.
Drottinn segir Ahraham að hdnn
muni leggja horgir þessar í eyði,
vegna þess hve óguðlegir íhúarn-
ir sjeu. Sagan um þetta er flest-
um kunn og minnast menn ekki
síst bæna Abrahams um, að borg-
inni sje þyrmt ef þar finnist svo
og svo margir rjettlátir, en þar
fundust ekki einu sinni tíu. Þó
þyrmdi Guð, að því er sagan seg-
ir Lot og ættmönnum hans og
lj.et engla sina vísa þeim leið út
úr bænum. „Og Drottinn ljet
rigna yfir Sódóma og Gómorra
brennisteini og eldi af himnum,
og hann eyðilagði þessa staði og
alt lijeraðið og alla íbúa staðanna
og gróða jarðarinnar". Þegar
Abraham rennir augunum yfir
staðinn næsta dag, sá liann að
„reykur gekk upp af jörðinni,
eins og reykur úr ofni“. — Sag-
an kemur næsta vel heim \dð,
að hjer hafi annaðhvort verið
eldgos eða jarðskjálfti með
sprengingum og bruna á eftir.
En hinsvegar mun vísindunum
aldrei takast að gera söguna um
konuna lians Lots, sein varð að
saltstólpa sennilega. Það mun
vera viðauki seinni tíma, tilkom-
inn á líkan hátt eins og sögurnar
okkar um tröllin, sem verða að
steini, cf þau sjá sólina.
Myndirnar hans Rikharðar
Allmörg ár eru liðin síðan, að mik-
ið var talað hjer i bæ og utn ísland
þvert og endilangt, um „spegilinn
lians Rikarðar“. Þá vissu fáir hver
Ríkharður var. En spegillinn hanskom
lionum í kynni við þjóðina. Spegili-
inn var „sveinsstykki“ piltsins, sem
komið hafði til Stefáns Eirikssonar
mistan af landi, tit þess að læra að
skera í trje. „Sveiusstykki“ cr Ijótt
oi ð, en spegillinn var jafn fallegur
fyrir því. Hann er nú geyrailitr á
þjóðminjasafninu, til þess að sýna ó-
1:01 num kynslóðum, livað islenskar
lu.ndur hafi gert hest, í appiiafi 20.
aidar.
Allir þeir, sem kunnugir eru Rík-
arði vita, að hatu liefir ekki verið
iðjulaus siðar,. En þó munu jafnvel
kunnugir liafa orðið liissa, er þeim
barst i líendur bók, núna rjett í öll-
um Alþingishátiðarskarkalaniun, sem
sýnir myndir af úrvali þess sem Ilík-
arður liefir gert, í trjeskurði, mynd-
mótunarlist, teikningu og fleiru. í
þessari bók eru um 200 myndir af
listaverkum eftir Ríkarð, og þegar
blaðað er í henni verður manni að
spyrja: Hvernig í ósköpuniun getur
einn maður afkastað þessu? Maður
starir á einn eða annan gripinn og
hugsar: Þessu hlýtur liann að hafa
unnið að lögmældan vinnutima á
hverjum degi í fimm ár. Og svo sjer
maður annan, og leggur hann í ár, og
þann þriðja. En þegar farið er að
leggja saman verða vinnuárin fleiri
en góðu hófi gegnir. Meiri en löng
mannsæfi. En Rikharður verður að-
eins 42 ára í liaust!
Best er að segja kost og löst á
hverjum manni, sem maður vill til
vina telja. Á hinum segir maður að-
eins alla kostina eíla alla lestina.
Mjer finst Ríkarður stundum hafa
komist á afvegu, þegar hann var að
leita að nýjum leiðum, — þcgar hann
var að skapa. Einkiun í teikningun-
um. En í bókinni, sem hjei' er gerð
að umtalsefni ber ekki á þessu. Jeg
veit ekki hvort það er útgefandi bók-
arinnar eða höfundurinn sjálfur, sem
liafa ráðið þessu, en það gildir i raun-
inni einu. Bókin er lislaverk og sýn-
ir listaverk. Og þá er nóg.
Þeirri fegurð og liegurð, sem skín
á móti sjáandanum af hverri cinustu
hlaðsíðu þessarar bókar, eiga sem
flestir íslendingar að kynnast. Þeir
eiga að ná í hana, hafa hana heima
á bókahilhinni sinni og líta i hana,
hvenær sem þeir eru þreyttir. Þvi að
lúinn í mergnum hverfur við að sjá
það, sem Ríkarður hefir gert.
Ríkarður er ungur. Hann er að
liverfa inn á það skeið mannsæfinnar,
sem að jafnaði liefir verið talið frjó-
samast til afreka. Hann er hagasti
maður á trje, þeirra sem nú lifa, en
liann mótar lika í leir, og dregur lín-
ur á pappír. Allir íslendingar liafa
gott af að kynnast línunum hans,
hvort heldur þær standa i trje, leir
eða pappír.
Aðalsteinn Sigmundsson kennari
hefir sjeð um útgáfu liessarar hókar,
og ritar með henni ofurlítinn formála.
Án þess að segja honum nokkuð til
lasts má taka það fram, að æskilegt
liefði verið, að skýrt hefði verið nán-
ar frá listhneigð Rikarðar i barn-
æsku, og þeim liugsjónum sem hafa
verið ráðandi uin verk lians. Sumir
lesendur sjá það af bókinni, en ýms-
um hefði verið kærara, að fá svolítið
æfíágrip höfundarins, ritað af meiri
innsýni og kunnáttu, svo að maður
þessara verka hefði orðið nónar kynt-
ur þjóðinni, umfram það sem hann
kynnir sig af eigin verkum. — En
bókin verður lesin geymd og lesin.
Geir goði.
Max Raebel.
Meðal- hinnó mörgu gesta, sem
heimsóttu landið á Alþingishátíðinni
var tónskóldið Max Raebel. Þeir sem
eiga dálítið nótnasafn munu hafa rek-
ið sig á nafnið fyrir mörgum árum,
því að Raebel hefir frá harnæsku
verið mikils metinn tónsmiður í ætt-
landi sinu, og ýmisl gefið út lög, sem
þóttu þess virði, að vera tekin í úr-
valssöfn, er bestu þýsk nótnaforlög
gáfu út, eða að hann liéfir umritað
fyrir pianó verk ýmsra lieimsfrægra
tónsnillinga.
Max Raebel var hjer á ferð í hitli-
fyrra, og fór þá víða uin land. Hann
er orðinn maður aldurliniginn, en í
ferð sinni fjekk hann svo mikla ást
á landinu, að hann einsetti sjer að
koma hingað aftur. Og þegar hann
kom hafði hann meðferðis tónsmið
eina, er hann hafði samið og tileink-
að Alþingishátiðinni, tónsmið er leik-
in var ó Jhljómleikum hjer i Reykja-
vik daginn eftir hátíðina og nefndist
„Islandia".
Auk jiessa hefir Max Raebel útselt
ýms íslensk þjóðlög og samið lög við
ýms íslensk kvæði, þ. á. m. við mörg
af kvæðum Eiuars Benediktssonar.
Það hefir vakið furðu flestra tón-
fræðinga erlendis, að þessi þýski
tónsmiðnr skuli ná alveg sjerstökum
hlæbrigðum í tónlist sinni, er liann
semur lög við íslensk yrkisefni. Og
þegar höfundurinn er spurður um,
hvað þessu valdi þá svarar hann:
„íslenskur kveðskapur, með stuðlum
og höfuðstöfum, er einsdæmi í heim-
inum nú. Og tónlistin verður altaf
að feta sig áfram, eftir því sem kveð-
ið er“.
Hr. Max Reahel er nú á förum
hjeðan. Hinn 24. ]i. m. flytur hann
fyrirlestur fyrir útvarpsstöðina í
Bergen og leikur jafnframt nokkur
íslensk lög. Hann á, á gamalsaldri
ekkert kærara viðfangsefni, en að láta
hróðiir íslands berast sem viðast. Og
fyrir það munu allir íslendingar færa
honum þakkir.
Eggert.
DÓMUR SALÓMONS.
Nýlega kom fyrir atvik á kaffiliúsí
einu i París, sem minnir mjög á sög-
una í lesbókinni um drengina tvo,
sem höfðu fundið linetu en komu sjer
ekki saman um liver átti að eiga
hana. Annar þeirra liafði tekið hana
upp, en hinn stóð á því fastara en
fótunum að liann liefði verið búinn
að sjá hana á undan. Á meðan þeir
voru að þvarga um þetta bar þar að
stóran strák, tók hann linetuna af
þeim, braut haiia og fjekk drengjun-
lun sinn helminginn hvorum af kjarri-
liúsinu, kjarnanum stakk hann upp í
sig.
Á kaffistofu einni í París sótu fyr-
ir skömmu tveir gestir og köstuðu
hlutkesti um það livor þeirra ætti að
borga ölið. Annar var Frakki en liinn
var Þjóðvferji. Frakkinn vann og Þjóð-
verjinn átti að borga.
— Jeg drekk ekki öl sagði Frakk-
inn, láttu mig heldur fá fimtíu aurana.
— Nei það gjöri jeg ekki svaraði
Þjóðverjinn, jeg horga ölið en þú
frerð enga peninga hjá mjer.
Lenti nú í liáa rifrildi með þeim og
hjel.t hvor sínu inóli fram. Kaffigest-
irnir fóru að verða órólegir. Það vaK
auðsjeð að þetta myndi enda með
skelfingu og farið var að tala um að
senda eftir lögreglunni. En þá stóð
upp stór og sterklegur maður, sem
setið liafði út i liorni meðan á deil-
unni stóð og fylgt henni með hinni
mestu athygli. Gekk harin að borði
því, sem Þjóðverjinn og Frakkinn
sátu við og mælti við þá:
— Nú skal jeg jafna deiluna milli
ykkar. Það varst þú sem vanst, sagði
hann við Frakkann.
— Já jeg vann.
— Og þú vilt ekki borga? spurði
liann Þjóðverjann.
— Jú jeg borga ölið en ekki pen-
inga.
— Viltu þá gera svo vel og panta
strax tvo bjóra. Þjóðverjinn gerði það.
Er þetta besta tegund spurði hann
Frakkann. Já víst er það, en jeg drekk
ekki hjór.
— Er Þjóðverjinn búinn að borga
spurði hann þjóninn.
— Já, og hann hefijp meira að segja
gefið mjer góða drykkjupeninga.
— Ágætt, þá er best að rannsaka
málið dálítið nánar. Síðan gekk hann
að borðinu og tæmdi bæði glösin. Að
svo búnu hjelt hann aftur að borði
sínu og fór að lesa i blaði sínu, eins
og ekkert hefði í skorist.
• ----x-----
Það virðist vera að komast í tísku,
að eiginmenn, sem eru orðnir leiðir
á konum sinum selji þær öðrum. Eru
ýms mál þess efnis fyrir dómstólum
í Evrópu. Fyrir frönskum dómstóli
er t. d. verið að lögsækja mann, sem
selt hefir konuna sína fyrir 15 kr..