Fálkinn


Fálkinn - 12.07.1930, Page 8

Fálkinn - 12.07.1930, Page 8
8 F A L K I N N Undanfarnar vikur hefir verið meira ritað um lsland en nokkurntíma áður í erlendum blöðum. Fijrir Alþingishátíðina birtu flest blöð Norðurlanda ítarlegar greinar um ísland og á hátíðiina sendu fjölda mörg blöð frjetiaritara sína hingað. Voru á hátíðinni um 60 úlsendir btaðamenn, auk nær tuttugu manna, sem að vísu ekki eru blaðamenn að atvinnu en beðnir höfðu verið að skrifa greinar lxjeðan í erlend blöð. Myndirnar lijer að ofan hafa sjest i fjölda mörgum erlendum blöðum fyrir há- tíðina. Að ofan sjest Almannagjá og Gullfoss en að neðan bær í sveit og útsýn yfir miðbik Reykjairikur. Síðan sjálfstæðisforinginn Gandhi var handtekinn hefir verið fremur hljótt í Indlandi. Hafa þeir nú tekið sig saman um að stöðva innflutning erlendra dúka. Myndin sýnir kauphöllina í Kalkutta en þar er mestur vefnaðarinnflutningur í Indlandi• Unfrú McPherson hcitir stúlka cin í Ameríku, sem fyrir nokkrum árum gerðist vákningarprjedikari þar vestra og safn- aði að sjer miklum flokki áhangenda. Þegar hún hafði eflt flokk ,evangelista“ þar vestra fór hún til Evrópu til að boða kenningar sínar, en þaðan til Jerúsalem. Þaðan hcfir hún til- kynt, að nú sje hún á leið til Egyptalands og ætli að boða kenn- ingar sínar af toppi Keopspyramídans en að því loknu muni hún fara lil Monte Carlo og boða trú í sölum spilavítisins þar. Má marka af þessu, að trúboðsferðir hennar sjeu nokkuð ameríkanskar og ekki lausar við auglýsingaskrum. Hjer á mynd- inni er hún sýnd ásamt gömlum egyptskum líkneskjum, sem þún talar fyrir á trúboðsferð sinni um Egyptaland.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.