Fálkinn - 09.08.1930, Page 1
16 sfðnr 40 anra
w w w r
JARÐSKJALFTARNIR A ITALIU.
Þann 23. júlí síðastliðinn gekk ógurlegur jarðskjálfti yfir Neapel og nálæg Iijeruð. Skall jarðskjálftinn yfir ld. i um nóttina og stóð
yfir í 1 mínútu. Var jarðskjálfti þessi hinn harðasti sem mældur hefir verið á Ítalíu, enda var tjónið ægilegt. Fjöldi þorpa hrundi
svo gersamlega í rústir, að ekki stóð steinn yfir steini. Talið er með vissu að 3000—kOOO manns hafi beðið bana en 5000 hlotið meiðsli.
Fjöldi fólks er húsnæðislaus og um 20000 konur og börn hafa verið flutt af jarðskjálftasvæðinu iil nálægra borga. — Myndin sýnir
björgunarsveit að verki í bænum Puglia l nánd við Neapel. Er það mjög á orði haft, hve björgunarstarfsemin hafi verið vel og rösk-
lega af hendi leyst.