Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 6
6 F A t K I N N lávarður, sem beið bana í heimsstyrj- öldinni miklu, var þá sendur til Khartum til hjálp- ar, en bann kom tveim dögum of seint. Hann fann Gordon hálshöggv inn og borgina í rústum. Hinn vit- stola Mahdi dó sama ár, 1885, en eitixiiiauur iians hjelt uppi barátt- unni svo lengi, að Kitchener þurfti 13 ár til þess að kúga hann að fullu. Nú er Súdan orðið friðað land, sem lýtur sumpart Englendingum og sumpart Frökk- um og menningin er óðum að ryöja sjer þar til rúms og bæta lífskjör svertingjanna og lyfta þeim hærra 1 ¦ . WamSm m A'azir frá Messira á reið i tignarklæðum ættflokks síns. í orustunni við Omdurman 1898, þegar Kitchener lá- varður braut niður vald Derviskanna, stýrði þessi höfð- ingi 100 manna sveit. Nú hlýðir þessi maður, sem forð- um var einn hinna alræmdustu þrælaveiðara, boði og banni ensku liðsforingjanna, án þess að mögla. Þessi tvenn hjón, sem hjer standa, eru komin ofan úr svala hásljettunnar , til þess að stunda veiðar í hinum heitu skógum. Þau hafa þvt losað sig við allan klæðnað. Mennirnir hafa komið deigi fyrir á höfðinu á sjer, vegna þess að þá vantar vasa og karfir undir matvæli. Láta þeir sólarhitann annast um að baka deigið, uns það er orðið að brauði. mmiwmm. Enski landstjórinn býr nú í Kartum menn í evrópiskum einkennisbúni Hjer sjest lífvörður hans, innfæddir ngi, með arubiskar háfur á hófði. JEG ER ALVEQ HISSA Yfir marga kunna menn'hafa veriS reist minnismerki fyr og sí'ðar á öld- um, en eitt af þeim merkustu mun vera minnismerkið yfir Adam, sem stendur í Baltimore i Bandarík.Íunum. Það er rgist af manni einum, sem heitir John Brady og setti hánn það upp árið 1909.. Brady telst svo til, að Adam hafi fæðst 28. október árið 400 f. Kr. Og á hverju ári er afmælis- dagurinn haldinn hátiðlegur með mik- illi viðhöfn, af nokkrum vinum John Brady — og Adams. ------x—— Morgun einn var læknir i London hringdur upp í símanum frá síma- númeri í Chicago. í simanum var bílakongur einn, Mr. Joyce að nafni. Hann sagði að konan, sín hefðiskyndi- lega orðið veik, og af þvi að húslækn- irinn þeirra hjónanna hefði ekki ver- ið heima þá hefði konan beðið sig um, áð hringjá til þessa læknis" i London, sem hún hafði mikla trú á frá þvi fyrir nokkrum árum, áð hún hafði gengið til hans. Nú vár ekki annað að frúnni en slæmur kverka- skítur og veittist Lúndúnalækninum því Ijett að ráða fram úr því. Hann sagði henni að liggja í rúminu og drekka kamillute, og daginn eftir var frúin orðin albata.. Talsímareikning- urinn fyrir samtalið var 270 krónur og svo kemur læknisþóknunin í viðbót. Þrælakaupmenn vinna enn i dag með leynd að þrælaverslun. En þeir eiga ekki sjö dagana sæla, ef þeir lenda í höndum rjettvisinnar. Myndin sýnir hvaða meðferð þeir fá til að byrja með: Þrælakldfarnir éru strax teknir af þeim, sem þorpararnir hafa klófest, og settir á þá sjálfa ( staðinn> Hoover Bandaríkjaforseti er veiði- maður mikill og til þess að þóknast honum höfðu nokkrir þingmenn í ráði að bera fram í þinginu frum- varp um breytiiigu á lögum, þess efn- is, að honum væri heimill að veiða í ám og vötnum á landareign sinni i Virginía, eins og honum sýndist, án þess að hann væri háður nokkrum friðunartíma, Vitanlega var hann lát- inn komast á snoðir um þetta og tók þvert fyrir. Þakka skyldi honum! En þó hafa trúir þegnar hans orðið til að básúna þetta út og kalla það sjer- staklega göfugmensku. ------x------ Þó að íþúum Þýskalands hafi fækk- að síðan fyrir strið, bæði fyrir landa- missi og mannfall i striðinu og aukin dauðsföll vegna óáranar, hefir gift- ingum í Þýskalandi þó fjölgað úr 463.000 árið 1913 upp í 600.000 í fyrra. Einkum vekur það: athygli, að pipar- sveinarnir eru farnir aS gifta sig hóp- um saman upp á síðkastið, menn sem komnir eru yfir fertugt. Skóska þorpið Kingstón-on-Sprey hefir orðið fyrir svo miklum sjávar- ágangi á siðustu árum, að þ.vi er spáð, að þorpið hverfi von bráðar. í hvert skifti, sem brimar við strönd- ina sópást á burt margar smálestir af kalksteini og leir. Þetta er alís ekki ' einsdæmi við strendur Bret- landseýja og síðasta vetur var 'stórmasamt og er þá talið að mikið íand "hafi eyðst. Samkvæmt skýrsl- um og mælingum minkuðu Bret- landseyjar um 8000 ekrur á árun- um 1880 til 1910. Mest kveður að landbrotinu á svæðinu frá Flambor- oughhead til Spurn Point, í Yorks- hire. Þar hafa i manna minnum sokkið í s.jó 12 þorp og bæir og sum- staðar má sjá hús þar á sjávarbotni þegar veður er skírt og sjór sljettur. Það heyrist ekki sjaldan nefnt, aS menn steli bílum, en hitt er s.jald- gæfara, að menn steli heilum flug- vjelum, enda eru þær að jafnaði und- ir betri gæslu. Þö bar þetta við ný- lega — vitarilega í Ameríku — í Kansas City. Þar komu tveir mentt nýlega irin á flugvöllinn og kröfðust þess af varðmanninum, að hann opn- áði flugskálann. VarSmaðurinn þorði ekki anriaS, en bófarnir óku út vjel- inni og settu hana á flug og hafa ekki sjest síSan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.