Fálkinn


Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 8
F A L K T N N Til minningar um breytingu brauðsins í likama Krists í kvöldmáltíðinni er árlega haldinn hátíðisdagur i ýmsum kaþólskum löndum; er dagur þessi einn af mestu hátíðisdögum rómversk-kaþólsku kirkjunnar, Er þá gengið í skrúðgöngu um strætin með vígð brauð i skríni í fylkingarbroddi. Myndin hjer að ofan er af slíkri skrúðgöngu í Berlín. Sýnir myndin er prelátar kaþólskra koma að Hedvig-kirkjunni í Berlín. í skrúðgöngu þessari tóku þátt ríkiskanslarinn þýski og margt annað stórmenni. iÉi M 81 '/¦'**•" Engispretlur hafa slúrlega spilt uppskerunni I ýmsum löndum Suður-Evrópu. 1 Rúmeníu hefir stjórnin boðið út herlið og sent út flugvjelar til þess að reyna að stöðva þessa plágu. Er reynt að grafa skurði til þess að siöðva torfurnar og halda vörð við þá, svo að engispretturnar komisl ekki lengra. Myndin hjer að ofan er tekin í Kaupmannahöfn þegar kon- ungshjónin voru að leggja upp í íslandsförina. Á efri myndinni sjest konungsskipið „Niels Juel", en á þeirri neðri sjest konung- urinn vera að kveðja ráðherra sína. Sjást af þeim (frá vinstri). Dahl kirkjumálaráðh. L. Rasmussen hermálaráðh., P. Munch utanríkisráðherra og Stauning forsætisráðherra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.