Fálkinn - 09.08.1930, Blaðsíða 13
F A L K T N N
13
MEDUSA cementsmálning
er vatnsheld og varanleg, og langsamlega ódýrasta
málning á steinhús.
10 ára reynsla hjer á landi.
Spyrjið þá sem reynt hafa!
Spyrjið um verð og notkunarreglur hjá
0. ELLINGSEN.
Columbia-
ferðafónar
standa framar öllum öðrum fón-
um að gæðum. Kosta þó minna
en aðrar sambærilegar tegundir.
— Úrval af COLUMBIA ferða-,
borð- og skápfónum fyrirliggj-
andi. — Hagkvæm greiðsla.
F á I k i n n.
Sími 670.
ASKA.
Skáldsaga eftir Grazia Deledda.
Undirförulir eins og refir — fluttu hjarðir
sínar á vetrum niður á suðlægar og blýjar
sljetturnar, en meðan veður var fagurt úði
og grúði í hinum þröngu götum af inarg-
litum hestum, hundum og smölum göml-
um og ungum að aldri.
Zuanne, sonur elckjunnar gerðist einnig
smali þegar á ellefta ári. Allan daginn sat
hann yfir geitnaflokki á afrjettunum fyrir
utan bæinn. Voru það geitur, sem nokkrar
af fjölskyldunum, sem bjuggu í Fonni áttu.
í dögun gekk liann flautandi um göturnar
og geiturnar, sem þektu aftur blístrið, í hon-
Um komu til hans og fylgdu honum dyggi-
lega eftir.
Þegar leið að kveldi ljet hann þær aftur
elta sig heimundir þorpið, skildi þar við
þær og leituðu hinar hyggnu skepnur síð-
an hver til síns heima.
Anania litli fylgdi svo að segja altaf vini
sínum og fóstbróður Zuanne, með stóru eyr-
Un. Báðir voru þeir aitaf berfættir, í vað-
málstrevjum, löngum og skítugum buxum
úr grófu efni og með lambskinnshúíur á
höfði.
Augu Anania voru altaf þrútin og var
hann því mjög voteygur. Úr litla rauða nef-
inu lians rann altaf saltkendur vökvi, sem
hann ýmist sleikti með tungunni eða strauk
til beggja hliða með litla skítuga handar-
bakinu, og fjekk liann á þann hátt hart yf-
irvararskegg úr ólýsanlegu livítu efni.
Meðan geiturnar voru að kroppa í klettun-
Um í kring um þorpið, innan um ilmandi
runna og kaprífolíumvafða klelta, hlupu
drengirnir um, klifruðu niður á þjóðveginn
til þess að kasta steimun á eftir þeim, sem
um veginn fóru, óðu inn i kartöflugarðana,
bar sem konurnar voru að vinnu sinni, til
bess að leita að hnetum sem ef til vill kynnu
að hafa fokið undir, í skuggum hinna trölls-
Jegu valhnotulrjáa,
Zuanne var langur og spírulegur. Anania
var sterkari og áræðnari. Báðir átlu ekki
sinn líka í að spinna upp hinar furðulegustu
sögur. Zuanne talaði altaf um föður sinn,
söng honum lofsöngva og þóttist vera á-
kveðinn í því að tylgja dæmi hans og hefna
Sln á morðingjum lians. Anania ætlaði aft-
Ur á móti að verða liermaður.
— Jeg skal taka þig fastan, sagði hann
stillilega, og Zuanne svaraði uppstökkur: —
Þá skýt jeg þig.
Þeir ljeku oft sinnis flóttamann og fanga-
vörð. I stað byssu liöfðu þeir njólastöngla
að vopni. Umhverfið var sjerstaklega vel
lagað til þessa leiks, og Anania hepnaðist
aldrei að ná strokumanninum enda þótt Zu-
anne galaði eins og gaukur í runnunum.
Svaraði gaukur hnegginu í fjarska, endaði
hinn ærslafulli leikur drengjanna oft með
því, að þeir fóru að leita uppi hinn sorg-
bitna söngvara og var það álíka árangurs-
laus eltingaleikur eins og eftir strokumann-
inum.
Þegar þeir bjeldu sig vera komna á hinn
leyndardómsfulla stað þar sem gaukurinn
sat, heyrðu þeir alt í einu sorgþrunginn ekk-
ann í honum ennþá lengra burtu, og næst
var hann að heyra þaðan af lengra frá. Þá
Ijetu hinir vonsviknu vinir sjer nægja að
„spyrja gaukinn“. Þeir köstuðu sjer á bakið
niður i liátt grasið eða lögðust endilangir yfir
steinana.
Zuanne gerði sjer ekki neinar grillur um
framtíðina, liann spurði bara:
„Fagri gaukur túna,
bvað er klukkan núna?“
og fuglinn svaraði með sjö kuku, þó klukkan
væri að verða tíu. Ekki var það þó því til
fyrirstöðu að Anania kastaði djarflega fram
sínum spurningum:
„Fagri gaukur við hafið blá,
hvenær mun jeg brúði fá?“
— Kuku! Iíuku! Kuku! Kuku!
— Fjögur ár, þá þykir mjer þú svei mjer
ætla að gifta þig snemma! tisti i Zuanne.
„Gaukur seg, hvenær er þess von,
að jeg fái að eignast son?“
Stundum gat komið fvrir að gaukurinn
Iiitti á líklega tölu. Og drengirnir hjeldu á-
fram að spyrja gaukinn í liinni miklu þöglu
náttúru, þar sem kyrðin rikti yfir öllu og
ekkert rauf hana nema hin þunglyndislegu
goðsvör gauksins og spurningarnar, sem ekki
voru altaf jafn glaðværar:
„Bróðir gaukur, veistu ei;
Iivað er langt þar til jeg dey?“
Einhverju sinni lagði Anania einn af stað
upp f jallið. Hann klifaði hærra og hærra eftir
hvítum veginum gegnum kjarr og milli gran-
itkletta, yfir klettasnasir, sem vafðar voru
rauðbláum blómum blóðbergsins, þangað til
hann var kominn, að þvi er hann hjelt upp á
luesta tindinn. Sólin hafði falið sig, en bak
við blá fjöllin var eins og brynnu stórir eldar
og köstuðu björtum loga upp um himininn.
Anania varð bræddur við þennan eldrauða
himin, við hina miklu liæð, sem hann hafði
náð og hina óttalegu þögn, sem ríkti um-
hverfis hann. Han fór að hugsa um föður
Zuannes og horfði óttaslegin kringum sig;
því þó hann hefði liugsað sjer að verða her-
maður var hann hlóðhræddur við ræningja.
— Zuanne aftur á móti óskaði innilega að
fá að sjá þá — og langa svarta skikkjan á
veggnum heima í kofanum gerði hann und-
arlegan innan brjósts. Hann steyptist hálf-
gert niður fyrir brúnina niður af tindinum
þar sem hann liafði sjeð himininn rauðan og
fjöllin blá, og sagði Zuanne, sem hóaði hátt
og hvelt á hann, hvar liann hefði verið og
að lumn hefði sjeð þá.
Sonur ekkjunnar, sem í fyrstu var mjög
gramur Anania fyrir tiltækið, varð mjög
undrandi og fyltist virðingu fvrir honum.
Síðan gengu þeir báðir þögulir til þórps-
ins, á eftir þeim komu geiturnar, hjöllur
þeirra gullu í hinu þögla náttrökkri.
Þegar Anania fór ekki með Zuanne í hjá-
setuna, ljelc hann sjer með börnum vaxkerta-
steyparans í garðinum umhverfis Pislarvotta-
kirkjuna. Faðir þeirra steypti kertin i dálitl-
um kofa bak við kirkjuna. Risavaxin trje
vörpuðu skugga yfir dimman garðinn, sein
var umkringdur hrörlcgum byggingum á
alla vegu. Steinstjett lá upp að kirkjunni og
var málað krossmark á lúna látlausu forhlið.
Á þessari stjett undu Anania og synir kerta-
steyparans tímum saman í mildu sólskininu
og ljeku sjer að smá steinum eða því að
steypa kerti úr leir. I gluggum hins forna
klausturs sást af og til grilla í þreytulegan
veiðimann, inni i kompunum sáust stigvjel og
einkennisbúningar og rödd hejTðist syngja
í fölskum tón og með napolitönskum fram-
burði:
„Tak þenna rósakrans . . .. “
Og einn klausturbræðranna — einn hinna
síðustu, sem enn voru eftir í hinum röku og
hrörlegu heimlcynnum — tötralegur, skitug-
ur með rifna sandala, kom yfir garðinn, og
muldraði bænir á þjóðmálinu. Oft skiftust
veiðimaðurinn við gluggann og munkurinn
á tröppunni orðum við drengina í garðinum;
stundum snjeru veiðimennirnir sjer beint til
Anania og spurðu eftir móður hans.
— Hvað gerir móðir þín?
— Hún spinnur.
— Og hvað annað?
— Sækir vatn.
— Segðu henni að koma hingað, svo jeg
geti talið við hana.