Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 10
10 P A L K I N N Fólki • til hægðarauka afgreiðir og send- ■ : ir Laugavegs Apotek öll meðul, ■ • hjúkrunargögn, gleraugu, hrein- ■ '---svörur út um alt land gegn ■ póstkröfu. : ■ ■ Sendið okkur beiðni yðar, og yð- 5 ur verður strax sent það. sem : þjer óskið. ■ ■ Laugavegs Apótek ■ ; Laugaveg 16. Reykjavík. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meöal við blóðleys og taugaveiklun. Fæst í öllum lyfjabúðum. Verð 2.50 glasið. Líftryggið yður þar sem kjörin eru best. Úr ársreikningi Lífsábyrgðarfjel. Thule h.f. 1929: Árstekjur .... kr. 4.621.189.52 Þar af til hluthafa — 3tt.000.00 (Hluthafar fá aldrei hærri upp- hæð, skv. samþyktum fjelagsins). Lagt i sjóði fjel. kr. 326.272.00 Til hinna trygðu — 4.264.917.52 (yfir 92% af öllum ágóða fjel.). Ágóðahluti hinna trygðrj útborg- ast árlega að 5 tryggingarárum liðnum, og er ekki haerri 1929 en önnur ár. Lífsábyrgðarhlutafjelagið T H U L E . Aðalumboðsmaður fyrir ísland: A . V. TULINIUS, Eimskipafjelagshúsimu, 2. hæð. Simi 254. Símn.: TULIN. Umboðsmenn Ó6kast allsstaðar, þar sem ekki eru umboðsmenn í nágrenninu. Barðtta indverskra kvenna. Tækifærisgjafir | Fagurt úrval. ■ Nýjar vörur. — Vandaðar | ■ vörur. — Lágt verð. ■ Verslun K Jóns Þórðarsonar. Hjónabönd barna. Mesta vandamál indverskra kvenna er nú sem stendur afnám „barna- lijónabandanna". Fyr á tímum lifðu margar konur ógiftar alla æfi. Þær helguðu líf sitt ýmsum mannúðar- inálum, uppeldi og hugarstarfi. Kon- ur giftust þá ekki fyr en þær voru fullþroska, og gátu meira að segja konur af vissum stjettum sjálfar val- ið menn sína. Seinna voru allar konur neyddar til að giftast, og það var á- litin hin mesta synd ef foreldar höfðu dóttur sína lijá sjer ógefna eftir að hún var komin á gelgjuskeiðið. Af þessu leiddi auðvitað að foreldrum var mjög umhugað um að gefa burtu dætur sínar eins fljótt og auðið var, svo framarlega sem hægt var að fá sæmilegt gjaforð fyrir þær. Á þenn- an hátt urðu barna-hjónaböndin til. En eins og gefur að skilja voru þessi barnalijónabönd í fyrstu ekki annað en trúlofanir í raun rjettri, enda þótt þau væru algjörlega bind- andi og ekki væri hægt að slita þeim. Stúlkan' bjó ekki hjá manni sínum, fyr en að annari vígslu aflokinni. Hún fór fram lim það bil sem slúlk- an varð fullþroska og eftir það flutti hún til manns síns ög bjó með hon- um. Þangað lil átti hún heima hjá foreldrum sínum og fór aðeins annað slagið að hitta tengdafólk sitt. Oft gátu þá ekki „hjónin“. einusinni tal- ast við og varð því lítið af því að þau kyntust óður en þau urðu að fara að búa saman. Til allrar hamingju hafa nú verið samþykt lög um það í Indlandi, með miklum ineiri hluta atkvæða, að ekki megi stofna til hjónabanda með ung- lingurn innan viss aldurs, (stúlkubörn 14 ára aldur og pilta 16 ára) og ligg- ur refsing við ef útaf er brugðið. Lög þessi gengu í gildi 1. apríl 1930. Meðferð á ekkjunum. Siðurinn með „barna-hjónabönd- in“ leiddi af sjer annað ennþá verra einkum fyrir æðri stjettirnar. Það var hin glæpsamlega meðferð á „barna-ekkjunum“ Með þessum stjett- um var nfl. ekki leyfilegt að gifta sig aftur, og á þann hátt myndaðist heill hópur af kornungum ekkjum. Hlut- skifti þessara stúlkna var svo sorglegt að þvi verður ekki með orðum lýst. Lifið var þeim sjálfum og skyldmenn- um þeirra hin þyngsta byrði. Áður fyrri var það altítt að ekkjur sem linignar voru á efri ár, voru brendar með líkum manna sinna. Þessi siður var kallaður snttee. Árið 1828 var þó þessi grimmilega siðvenja lögð niður með lagaboði. Enda þótt samin hafi verið erfða- lög, sem gerðu börn af seinna hjóna- bandi þessara ekkna jafnrjetthá hinum fyrri, hefir þó almennings- álitið gengið svo á móti þeim að fá- ar konur hafa haft liugrekki til að ganga í berhögg við það. Eftir því, sem þekking hefir aukist mildaðist hugsunarhátturinn og farið var að fara mannúðlegar með ekkjurnar. Margar ungar ekkjur leituðu mentun- ar og suroar giftu sig aftur. Á tíu— tuttugu órum hefir þetta breyst geysi- lega. Allir mentaðir menn viðurkenna nú þessi hjónabönd og jafnvel hinir afturhaldsömustu eru farnir að „þola“ þau. ÍS. Bananaís. Bananaís má gera ó þánn hátt sem hjer segir: Fjórir bananar eru af- hýddir og núnir gegnum sáld. Ein- um liter af rjóma er helt saman við, siðan er þetta látið frjósa. Citrónuís. % lítrar af vatni, 300 gr. strausyk- ur, saft úr 5 cítrónum, hýði af 3 cítrónum, 3 eggjahvítur. Vatnið, sykurinn og sitrónuhýðið er soðið, sigtað og síðan látið kólna. Sítrónurnar eru marðar og safinþ sí- aður. Eggjáhvíturnar eru settar ’í að lokum, þær gera ísínn mjúkan. Síð- an er þetta alt saman fryst. Þennan ís má skafa upp með skeið og er þá lagður á flatar skálar. !Fallegt að skreyta hann ineð ávöxtum. fssúkkulaði er borið í glösuin. Fyrst er soðið eins mikið vatn og þarf í öll glösin. í hvert glas er ætlað 30 til 35 gr. súkkulaðs, sem er rifið niður, einni teskeið af sykri er blandað saman við og þetta siðan hrært út í dálillu af köldu vatni. Soðna vatninu er síð- an helt yfir leðjuna og þetta hitað upp í suðu, þá er það tekið ofan. f hvert glas er áætlað 1 eggjarauða, sem er þeytt vel í einni skeið af vatni. Eggjunum er síðan helt út í súkkulaðið og hrært vel í á meðan. Að því loknu er þetta fryst. Þegar isnum er ausið i glösin er látið vera dálitið borð á þau, svo hægt sje að koma fyrir tveim teskeiðum af þeydt- um rjóma ofaná. ískaffi. 1 líter af sterku kaffi er blandað saman við % lítra af rjóma. Sykur eftir vild. Þessu er helt i há glös og sett á ís. Áður en kaffið er borið fram er sett ein teskeið af þeyttum rjóma ofan á hvert glas. Strárör eru borin með. Gröf Vestumeyjarinnar Cassiniu. í nand við Róm er verið að grafa upp líkkistu, sem er um 1800 ára göm- ul og hefir að geyma siðustu leifar Vestumeyjarinnar Cassiniu, eins og letrið á kstunni ber með sjer: „Cas- sinia hin eilífa jómfrú, dóttir Luci- usar“ og neðan á steininum stendur í hexanietri á latínu: „Af því liún i sex sinnum ellefu ár þjónaði Vestu trúlega, hvílir nú Cassinia hjer, fólk- ið hefir jarðað hana“. Cicero segir frá því, að Cassinia hafi verið gefin Vestumusterinu um 10—12 ára aldur. Var hún komin af göfugu fólki sem bjó i Tibur. Trú- lega gætti hún hins heilaga elds til dauðadags, þá 76—78 ára göinul. -----------------x---- — Af hverju skrifið þjer eingöngu einþætt leikrit, herra skáld? — Það er til að sleppa við að þurfa að lesa í blaðadómunum, að annar þáttur hafi verið alveg óþarf- ur og að þriðja þáttur hafi gjarnan mátt missa sig. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. Vandlátar húsfreyjur kaupa Laufás- smjörlíkið. Til daglegrar notkunar: „Sirius“ stjörnukakó. 3 Gætið vörumerkisins. í Álaborg kom nýlega fyrir ein- kennilegt barnsfaðernismál. Þar stóðu ung hjón fyrir rjetti, svo til nýgift. Hafði þeim komið saman um, að maðurinn skyldi gangast við barni sem konuefnið gekk með áður en þau giftust, en sem þriðji maður átti. Mannauminginn hafði gert þetta tll þess að hlífa konunni við, að þurfa að kenna öðrum barnið. En nú var svo komið að þau vildu skilja, og þá sagði maðurinn allan sannleikann og neitaði að borga meðlag rneð barninu. Hann slapp líka við það, en í staðinn var höfðað mál gegn honum fyrir falskan framburð. Juan Martinez heitir ásteltinn mað- ur frá Mexíkó, sem eina nóttina var að leika á gítar fyrir utan glufrr?ann hjá stúlkunni, sem honum þótti vænst um þá í svipinn. Hún hjet María Reyes en var alls ekki ástfangin af Juan, og kastaði því engri rós út um gluggann, eins og siður er. Þá varð Juan svo reiður, að hann klifraði inn um gluggann til hennar, en í stað- inn fyrir að halda áfram að spila, þá mölvaði hann gítarinn sinn á höfð- inu á henni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.