Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Ráðning nr. 59. Lárjett: 1 rok. 4 fátæk. 6 Þóranna. 8 ós. 9 ör. 10 raf. 12 ári. 13 ósk. 16 ræs- ir. 18 ínok. 21 oftrú. 23 hokin. 25 urr. 26 át. 27. mun. 29 ar. 30 mar. 32 smíð. 33 státinn. 34 obbi. 35 suð. 36 ræ. 37 rul. 38 næ. 40 ilt. 41 runn- ur. 43 itali. 45 rót. 46 súlan. 50 ill. 51 sæt. 52 tap. 54 ýr. 56 na. 57 rogginn. 60 kyrna. 61 sag. Lóðrjett: 1 rár. 2 otar. 3 kæn. 4 fósar. 5 knörr. 6 Þór. 7 ari. 11 fæ. 12 ái. 13 ófríður. 14 st. 15 krá. 17 skutull. 18 mor. 19 ok. 20 kimbill. 21 orm- ur. 22. útsær. 23 hanni. 24 nabli. 25 uss. 27 már. 28 nit. 31 rit. 36 rut. 39 æti. 42 mó. 44 al. 46. særok. 47 út. 48 at. 49 nanna. 51 sýr. 53 pan. 55 ögra. 58 gys. 59 -ing. ----x----- KROSSGÁTA nr, 60 <g> 1 2 Ö 4 53><S> M 5 7 8 m ■j 10 m n i 1 1 J 1 12 13 1 -I <§f 14 |§§ 15 16 17 "■ jH Hf 18 19 | j m H!20- 21 22 23 3§g 24 1 1 I I if 25 26 , I 1 <3> 27 28 29 <$> 30 Mi31 !! m <3C 32 33 34 35 3C » 37 1 m 38 m 39 40 41 K mr 43 « 44 I 1 15 46 m 47 i!!48 m 49 i l 50 51 | M 52 53 I 1 <$> .'»4 * m m 55 m Lárjett skýring. 1 ílát. 5 vörur. 9 steytingaráhald. 11 gleðimerki. 13 ræktarsemi. 14 skannnstöfun í málfræði. 15 atviks- orð. 16 fæða. 17 skammstöfun i mál- fræði. 18 eggjunarorð. 20 greinir (fornt). 21 brauð. 24 vökvi. 25 heini- ili. 27 útkoman. 30 fletti húðinni af. 31 meina. 32 margbreytileg. 37 litur. 38 dráttur. 39 spyrja. 41 merki. 42 thnaeining. 44 forsetning. 45 beina að. 47 fias. 48 sefun. 49 matur. 50 börð. 52 leikarar. 54 mannsnafn. 55 agnirnar. Lóðrjett skýring. 1 skemd. 2 strítt. 3 greinir (fornt) 4 á. 5 bróp. 6 spíta. 7 lila. 8 mölv- aður í smátt. 9 vald. 10 líffæri. 11 beilbrigðisráðstöfun. 12 er baft í kökur. 19 farvegur. 22 málmur. 23 árás. 25 breyfðist. 26 málmur. 28 hár. 29 fugl. 32 saga. 33 samþykki. 34 op. 35 eir. 36 glamrar. 37 11 lórjett. 40 mjög. 42 siður. 43 fóðra. 46 13 lá- rjett. 49 framkoma. 51 drykkur. 53 mælir. við fjólubláann himininn í köldu rökkrinu, voru hreint og beint lítil, nærri því svo lítil að niaður gat lilegið að þeim. Drengirnir, sem þau mættu á götunum — sem honum, ef satt skal segja virtust verulega stórir -— vöktu undrun bans af þvi að þeir voru öðruvísi klæddir og töluðu öðruvisi en dreng- irnir í Fonni. Móðir og sonur reikuðu um Nuoro þang- að til farið var að skyggja og gengu loksins inn í kirkju eina. Þár var margt manna sam- án komið. Altarið logaði í ljósum, hljómþýð- ur söngur blandaðist veikum orgelhljómum, sem komu einhversstaðar frá. Ó, þetta fanst Anania verulega fagurt og mikilfenglegt; hann hugsaði um Zuanne og hvað gaman yrði að segja honum frá öllu, sem liann hefði sjeð. Oli hvislaði að honum: — Jeg ætla að fara og vita hvort jeg get fundið kunningja minn, sem við eigum að gista hjá. Hreyfðu þig ekki fyr en jeg kem aftur .... Hann varð einn eftir langt fram í kirkj- unni. Hann fann að visu til nokkurs óróa, en reyndi að hugga sig með þvi að horfa á fólkið, Ijósin, blómin og lielgimyndirnar. Auk þess styrktist hann við umhugsunina um verndargripinn, sem hann bar í barmi sjer. Alt í einu fór hann að liugsa um föður sinn. Hvar skyldi hann vera? Og hversvegna fóru þau ekki og leituðu hann uppi? Oli kom brátt aftur. Hún beið þangað til novenunni var lokið, tók í hendina á Anania og leiddi hann út gegnum aðrar dyr en þær, sem þau höfðu komið inn um. Þau gengu eftir mörgum götum, þangað til ekki voru lengur nein hús að sjá nærri; það var komið kveld og byrjað að kólna. Anania var svang- ur og þreyttur, leið illa og hugsaði um arinn ekkjunnar, kastaníurnar og masið í Zuanne. Þau stóðu á dálitlum gangstig, með lim- girðingar á báða vegu, bak við þær sáu þau fjöllin, sem drengurinn undraðist hvað voru lítil. — Heyrðu nú, sagði Oli, og rödd liennar skalf, sástu húsið sem við fórum fram hjá seinast, með stóra opna innganginum. — Já. — Þar inni er faðir þinn. Þig langar til að sjá hann, ekki satt? Hlustaðu nú vel á mig; við skulum ganga aftur sömu leið, þú geng- ur inn í gegnum hliðið, fram undan þjer sjerðu opnar dyr; þar gengurðu inn um og litast um; þar er olíupressa. Hár maður með uppbrettar ermar og berhöfðaður gengur á eftir hestinum. Það er faðir þinn. — Hversvegna kemur þú ekki með líka? spurði drengurinn. QJi titraði. Jeg skal koma á eftir, far þú inn fyrst. Strax og þú kemur inn segir þú: Jeg er sonur OIi Derios. Skilurðu það? Nú förum við. Þau gengu aftur sömu leiðina og þau höfðu farið rjett áður; Anania fann að móðir hans nötraði og heyrði glamra í tönnum hennar. Þegar þau komu að hliðinu beigði hún sig niður, lagaði klútinn á herðum drengsins og kysti hann. — Farðu nú, flýttu þjer, sagði hún og ýtti á eftir honum. Anania gekk inn i gegnum liliðið; liann sá innri dyrnar, sem Ijósglætu lagði út um, og gekk inn. Hann kom inn í kolsvart herbergi. Ivetill sauð þar á lilóðum, svartur hestur dró stórt, þungt og fitugt hjól í einskonar kringl- óttu trogi. Hár maður með uppbrettar ermar, bert höfuð og kámóttar kinnar, svartur af olíu, gekk á eftir hestinum og hrærði með trjeskóflu í olivunum, sem hjólið hafði mar- ið sundur í troginu. Tveir aðrir menn gengu um og ýttu á stöng, sem var sett inn í pressu og rauk úr henni kolsvört olían. Framan við eldinn sat drengur með rauða húfu; það var hann, sem fyrstur tók eftir ókunna drengnum. Hann horfði gaumgæfi- lega á Anania ok kallaði í hryssingslegum róm í þeirri trú að það væri betlari — Farðu leiðar þinnar! Anania stóð höggdofa og kom ekki upp nokkru orði. Hann sá alt eins og í hringiðu og beið þess að móðir hans kæmi inn. Maðurinn með skófluna leit til hans tindr- andi augunum, gekk til hans og spurði: — Hvað viltu? Var þetta faðir hans? Anania horfði hálf- smeikur á hann og mælti orð þau, sem móð- ir hann hafði lagt honum í munn: — Jeg er sonur Oli Derios. Mennirnir, sem drógu pressuna námu stað- ar og annar þeirra kallaði: — Sonur þinn, haha! Hái maðurinn kastaði frá sjer skóflunni, beigði sig niður að Anania, leit byrstur á hann, hristi hann til og sagði: — Hver . . hver hefir sent þig hingað? Hvar er móðir þín? — Hún er þarna úti .. liún kemur strax. Maðurinn stökk út, og drengurinn með rauðu húfuna í hælunum á honum; en Oli var horfin og livergi sáust nokkur merki um hana. Zia Tatana, kona olíupressarans, var sagt hvað um var að vera og hún kom hlaupandi. Hún var ekki lengur ung, en þó var hún enn- þá falleg kona, livít og feitlaginn með blíð- leg kastaníubrún augu, sem smáhrukkur sátu kring um, og' dálítinn ljósan skegghý- ung á stuttri efrivörinni. Hún var hæg í fram- komu og blíðleg; strax og hún kom inn í pressuherbergið tó.k bún um axlirnar á An- ania, laut niður að lionum og horfði gaum- gæfilega á hann. — Ekki að gráta veslingurinn litli, sagði hún mildilega. Hún kemur sjálfsagt bráðum. Og þið þegið! skipaði liún piltunum og drengnum, sem skifti sjer helst til mikið af því, sem fram fór og góndi á Anania með illþýrmislegum bláum augum og hæðnis- glotti á litla rauða andlitinu sínu. — Hvert hefir hún farið? Því kemur hún ekki? Hvernig á jeg að finna hana? Spurði hinn einmana umskiftingur í örvæntingu sinni og grjet sáran. Hún hafði líklega orðið hrædd? Hvar gat hún verið? Hversvegna kom liún ekki? Og þessi skítugi, fitugi, ótugtar karl, var það faðir hans? Hin blíðu orð og strokur Zia Tatana hugg- uðu hann nokkuð. Hann hætti að gráta, gleypti tárin og strauk þau til beggja hliða, eins og hanii var vanur; svo fór hann að hugsa um að flýja. Konan, olíupressarihn, piltarnir og dreng- urinn hrópuðu, bölvuðu og hlóu og töluðu hvað upp í annað. — Hann er sonur þinn, sagði konan og snjeri sjer að oliupressaranum. Hann er lif- andi eftirmyndin þín. Maðurinn hrópaði: — Jeg vil ekki sjá hann, ekki til að tala um! — Þú ert heiðingi, þú hefir ekki hjarta skapað, Santa Catarina mia, er það mögu- legl, að það skuli vera til svo vondar mann- eskjiu-? sagði zia Tatana hálft í gamni og hálft í alvöru. ó, Anania, Anania, þú ert altaf hinn sami! — Hvað ætti jeg annað að vera? Nú fer jeg beint til lögreglunnar. — Þú ferð ekki fet, asninn þinn! Þú ætl- ar þó líklega ekki að taka hornin úr vasan- um og setja þau á höfuðið (sýna hve illur þú ert) sagði konan með áherslu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.