Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.08.1930, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 im Vegna reynds styrk- lcika, ljetts aksturs, g(>ðrar endingar og ósvikinnar enskrar vöruvöndunar skul- uð þjer nota RALEICH THE ALL-STEEL BICYCLE Verðlistar og nánari upplýsingar fást hjá HRILDVERSLUN ÁSGEIRS SIGURÐSSONAR. Columbia- ferðafónar standa framar öllum öðrum fón- um að gæðum. Kosta þó mirina en aðrar sambærilegar tegundir. — Úrval af COLUMBIA ferða-, borð- og skápfónum fyrirliggj- andi. — Hagkvæm greiðsla. Fá I k i n n. Sími 670. ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. sem reis upp úr blýlituðum þokumökkn- um. ^ — Er langt þangað, sem við eigum að fara? spurði Anania og benti á kastaníu dyngju, sem var vot af þokunni og ofan á lágu tökk- óttar, hálfopnar hnetur. Fuglstíst rauf þögn stundar og staðar. — Lengra burt, sagði Oli. Anania greikkaði aftur sporið. Aldrei hafði liann á ferðum sinum áður, komið svona langt, og.nú lá leiðin lengra og lengra niður í dalinn. Alt fanst honum nýtt og un- aðslegt, náttúran var öll öðruvísi, grasið í brekkunum, mosagrónir klettarnir, hesli- skógurinn, runnarnir með hinum rauðu berj- Um og fuglarnir sem tístu inni í skóginum. Þokan eyddist, sólin kom fram sigri hrós- andi og gylti fjöllin, skýin yfir Monte Gon- are höfðu fengið á sig fagran gulrauðan lit, og htlu kirkjuna bar í þau, hún sýndist vera rjett við. — En hvenær i ósköpunum komum við þá á þennan stað? spurði Anania og snjeri sjer að móður sinni með útrjettar hendur og ljet sem hann væri óánægður. — Rjett sti’ax. Ertu þreyttur? — Jeg er ekki þreyttur, hrópaði hann og fór að hlaupa. — Þó leið ekki á löngu áður en liann fór að verða dálítið þreyttur í linjánum, þá hægði hann ganginn, gekk á eftir Oli og fór að tala við hana. En konan með pink- ilinn á höfðinu, föl í kinnum og með augu, Umkringd af svörtum liringum, tók varla eftir honum og svaraði út í hött. — Komum við aftur heim i kvöld? spurði hann. Hversvegna mátti jeg ekki segja Zu- anne frá þvi að jeg færi þetta?— Er langt i þennan skóg? Er hann í Mamojada? -— Já, i Mamojada. — Jæja, er hann í Mamojada. Hvenær Verður kirkjuhátíð í Mamojada? Er það satt uð Zuanne liafi komið til Nuoro. Hefir þú honúð til Nuoro? Hvenær er kirkjuhátiðin í Nuoro þá? — Hún er nýbúin að vera, hún var hjerna Um daginn, sagði Oli og hristi af sjer hin- ar þungu hugsanir sínar. Langar þig til að homa til Nuoro? — Já, víst langar mig til þess. Og svo. . og svo.. — Þú veist að pabbi þinn er í Nuoro, sagði Oli, sem gat sjer til um hvað drengurinn hugsaði. Heldurðu þú vildir vera hjá honum? Anania hugsaði sig um, svo sagði hann glaðlega og hleypti brúnum um leið: — Já! Um hvað var hann að hugsa þegar hann sagði þetta já? Móðirin hugsaði ekki frekar út í það, en sagði aðeins. — Viltu að jeg fari með þig tiúhans? — Já! Það var komið fram yfir miðjan dag, þegar þau námu staðar lijá trjágarði nokkrum. Inni i garðinum stóð kona og var að stinga hann upp með hinum mesta ákafa. Hún hafði saumað kjólinn saman milli hnjánna svo hann myndaði einskonar buxur. Hvítur kött- ur var á sveimi bak við hana, hann tók annað slagið viðbragð og stökk á græna eðlu, sem var að smeygja sjer fram og aftur milli stein- anna i múrnum. Anania mintist seinna allra þessara smá- atriða. Veður var orðið milt og himininn blár. Fjöllin, sem virtust hafa þornað í sólinni, sýndust nú grá með dökkum skógarflekk- um. Sólin skein svo heitt að hún næstum þvi brendi, hún vermdi grasið og gerði vatnið í lækjunum glitandi eins og siifur. Oli sellist í grasið, leysti frá poka sínum og kallaði á Anania, sem hafði klifrað upp á múrinn til þess að horfa á konuna og köttinn. I sama augnabliki sást póstvagninn frá Fonni í bugðUrtni á veginum. Rauðbirkinn karl með Ijósleitt skegg ók lionum. Oli ætlaði að reyna að fela sig, en póstur- inn, sem altaf sýndist vera að hlæja með hinum uppblásnu kinnum sínum, tók eftir henni og kallaði: — Hvert er ferðinni heitið, heillin góð? — Þangað sem mjer sýnist, svaraði hún lágt. Anania, sem ennþá stóð uppi á veginum, horfði inn í vagninn, og þegar liann sá að hann var tómur, sagði liann við ökumanninn: — Taktu mig með þjer, zio Battista, lof- aðu mjer að sitja hjá þjer í vagninum, gerðu það. — Hvert ætlið þið þá að fara? kallaði póst- urinn og hægði á sjer. — Nú við ætlum til Nuoro, ef þú vilt vita það. Viltu lofa okkur að sitja upp í af hjarta- gæsku, sagði Oli með fullan munnirin. Við erum eins úrvinda af þreytu og asnar. — Heyrið þið, sagði pósturinn, farið þið á undan mjer til Mamojada, þið getið geng- ig þangað meðan jeg stend hjerna við. svo skal jeg taka ykkur upp í. Hann efndi orð sín; fyrir utan Mamojada lofaði hann vegfarendunum að setjast aftan við aig í ökumannssætið og fór að skrafla við Oli. Anania, sem i rauninni var orðin dauð- þreyttur, var óendanlega glaður yfir þvi að mega sitja milli móður sinnar og feita karlsins, sem sveiflaði svipunni, og sjá altaf ný og ný útsýn bera við hinn bláa himinn. Háu fjöllin voru nú liorfin með öllu og drengurinn sat og var að hugsa um hvað Zuanna myndi hafa sagt, ef hann liefði vitað um þessa ferð. „ En hvað jeg hefi margt að seg'ja honum, þegar jeg kem aftur!“ hugsaði hann. „Jeg skal svei mjer segja honum: Jeg hefi ekið i vagni og það hefir þú ekki“. — Hvern skramban eruð þið annars að gera til Nuoro? spurði pósturinn þrálátur og snjeri sjer til Oli. — Nú, svo þú vilt endilega fá að vita það? svaraði hún að lokum. Jeg ætla að fara þangað i vist. Jeg er búin að koma mjer fyr- ir hjá ágætri konu. Jeg get ekki verið lengur i Fonni: Ekkja Zuanne Atonzu hefir rekið mig út. — Það er ekki satt, hugsaði Anania. Hvers- vegna skrökvaði móðir hans? Hversvegna sagði hún ekki eins og var, að hún væri að fara til Nuoro til að leita uppi föður sonar síns? Nú, fyrst liún var að skrökva hafði hún líklega einhverja ástæðu til þess, Anania braut ekki heilann meira um það, því síður, sem hann var orðinn dauðsyfjaður. Hann lagði höfuðið i keltu móður sinnar og lok- aði augunum. — Hver býr núna í varðstofunni? spurði Oli alt i einu. Faðir minn er þar líklega ekki lengur? — Nei, það er hann ekki. Hún andvarpaði þunglega; vagninn stað- næmdist augnablik en hjelt svo áfram með fullri ferð og Anania sofnaði loksins al- gjörlega. Þegar til Nuoro kom, varð hann fyrir mikl- um vonbrigðum. Var þetta borgin? Að vísu voru húsin stærri en i Fonni, en þó var ekki eins mikill munur á þeim og hann hafði gert sjer í hug; og fjöllin, sem sýndust dökk

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.