Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N NÝJA BÍO Töframáttur tónanna. verður sýnd um helglna. ••••••••• PROTOS 30 ára reynsla hefir sýnt að skór með „Columbus“ merkinu eru -ifgg bæði sterkir og fallegir, höfum altaf fyrirliggjandi c. 15 til 20 mismunandi gerðir af þessum góðu skóm. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. GAMLA BIO RIo Rita. Sýnd um helgina. ••••••••• ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ i Karlmanna Regn- og rykfrakkar Alklæðnaðir bláir og mislitir Skraddarasaumaðir Manchettskyrtur - Bindi Nærfatnaður - Sokkar Vetrarfrakkar er ný tekið upp. I Fleiri hundruð sett af fötum og stykki af frökkum \ til að veija ár. Verð við allra hæfil ! S. Jóhannesdóttir Austurstræti 14. Reykjavík. i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■" Fyrstu talmyndirnar. Síðan 1. þ. m. hafa bæði kvik- myndahúsin í Reykjavík sýnt hljóm- myndir. Töldu þau sjer ókleyft að fresta lengur að taka upp þessa ný- ung, því síðan talmyiidagerð og hljómmyndagerð hófst liefir stórum dregið úr framleiðslu þöguila kvik- mynda og því vandfengnar nægilega góðar niyndir af því tagi. Bæði kvikmyndahúsin hafa fengið sömu tegund tækja, frá Western Electric. Eru þessi tæki dýrtlst allra á markaðinum en þykja hinsvegar vandaðri en önnur. Það hefir sýnt sig að kvikmyndahúsin reykvísku eru rnjög vel fallin til hljómmyndasýn- inga, bergmála ekkert og hljómurinn er jafn livar sem er i þeim. Reykvíkingar hafa tekið þessari merku nýjung vel. Þó það sem sagt er í talmyndúnum fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra manna þá bætir það mikið úr skák að text- ar fylgja, með aðalefni þess sem sagt er. Það má lengi deila um hvort hepplegt sje _að sýna talmyndir á út- lendu máli. Ýmsir hafa á móti þessu af þjóðernislegum ástæðum. En víst er það, að aldrei hefir þótt neitt at- hugávert við áð kunna erlend mál og á síðustu árum hefir málakensla með grammófónplötum ruft sjer til rúms um» allan lieim. En aðalkostur hljómmyndanna er sá, að l>ær veita tækifæri til að heyra fjölbreýttan hljóðfæraslátt stórra hl.jómsveita svo og söng. Orkester- hljómur nýtur sýn frábærléga vel á hljómmyndunum lijer og er ekki sambærilegur við grammófón eða út- varp, og söngurinn er á ' köfium á- gætur, þó nokkuð sje þetta mismun- andi. Karla og kvennaraddir eru með ýmsum blæ og sumar endurvarpast betur en aðrar. Hljómur og mál gefur kvikmynd- inni nýtt líf, gerir hana eðlilegri og fyilri en áður var. Um þetta myndu menn sannfærast ef þeir heyrðu tal- mynd á sinu eigin máli. Hljómmynd- in hjer er þýðingarmikið spor, sem hefir markað alger tímamót í sögu kvikmyndanna. Og hljómmyndin á enn fyrir sjer að fullkomnast. Nýja Bíó hefir sýnt undanfarið fyrstu talmyndina sem heimsfrægð náði, „The singing Fool“ með A1 Jolsson í aðalhlutverkinu. Mynd þessi er átakanieg, þykir öllum. En það má ganga að því vísu, að ef ekki fylgdi henni músik sem nákvæmlega er sniðin eftir efninu, niundu áhrif hennar verða stórum minni en margra þeirra þögulla mynda, sem sýndar hafa verið. Það var „The singing Fool“, sem flutti boðskap- inn um hinn nýja tima talmyndanna út um heim. Gamla Bíó byrjaði með „Holly- wood-revue“, skrautmynd einni mik- illi, sem vakið hefir athygli um all- an heim. En síðan liefir það sýnt „Rio Rita“ —óperettu eina afbragðs- góða með Bebe Daniels og John Bol- es í aðalhlutverkunum. Hljómmynd- irnar eiga mikið hlutverk að inna með því að sýna almenningi þau vérk tónlistarinnar, sem annars verða ekki sýnd.nema í söngleikahúsum. Og söngleikhús i Reykjavík á langt í land. — ----x----- H ú s g ö g n. Hefi nú sem oftar fengið nýjar birgðir af allskonar húsgögnum, t. d. mikið úrval af borðstofuhúsgögnum með ýmsum gerðum. Einnig Svefnherbergishúsgögn. Kristján Siggeirsson, Laugaveg 13. Rökkur. Annað hefti hins nýja flokks „Rökk- urs“ er nýlega komið út. Flytur það fjölda fróðleiks- og frjettagreina, eink um um erlend efni og mun því verða kærkomið ölium þeim, sem fylgjast vilja með erlehdum viðburðum. Jafn- framt flytur það framhald af sögun- um „Frægðarþrá“ og „Meistaraþjófur- inn“ (í þýðingu eftir Steingrím Thor- steinsson). Þar er einnig þörf grein og itarleg um bókasöfn í skipum eftir Sigurbjörn Friðriksson forstöðumann Alþýðubókasafns Reykjavíkur og er þar skýrt frá útlánastarfsemi safnsins til íslenskra skipa og hvernig henni verði best fyrir komið. Hefti þetta er hið eigulegasta og má eindregið ráða fólki til þess að gerast áskrifendur ritsafnsins. Frú ein í London, sem heitir Lo- main, liefir í þau þrjú ár, sem hún hefir verið gift, haft það fyrir vana að lita hárið á sjer með öllum hugs- anlegum litum. Nýlega hafði hún lit- að það fjólublátt, með grænleilum litblæ, en þá var manni hennar nóg boðið, svo að hann sótti um skilnað Besta bók ársins: Tfðindalanst á vestnrvfgstððvunnm eftir Erlch Marla Remarque, fæst hjá bóksölum um land alt. Einnig má panta bókina buröargjaldsfritt lijá Btrni Benedlktssynl, Tjarnargötu 47, Reykjavlk. AUir verða að einnast bestu bókina við þennan lithvörfung. Kom mól þeirra fyrir rjett. En dómarinn* var starfi sinu vaxinn og kom sættum !l með því móti, að konan lofaði að lita hárið framvegis með þeim lit ein- göngu, sem á því hefði verið þeg®1’ þau voru í tilhugalífinu. Bara að húh sje nú ekki búin að gleyma hvernig sá litur var.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.