Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N götuhorninu endurtók hann orð Margheritu: „Það væri betra að hann fengi að deyja“. — Hver? Er súpan heit? Eg skal smakka, sagði hinn og teygði hálsinn eftir skálinni. Anania varð reiður. — Snertu hana ekki. Þú ert andstyggileg- ur, þú verður alveg eins og Efes. Hversvegna tókstu peningana? hjelt liann áfram með lágri rödd. Það er dauðasynd að stela. Farðu og sæktu þá aftur og legðu þá í skúffuna þar sem þeir voru. — Sveiattan. Ertu vitlaus? — Jeg segi mömmu það! — Móður þinni! sagði hinn háðslega, þú verður þá fyrst að finna hana! Á meðan þeir voru að kíta hjeldu þeir á- fram hægt, og Anania gætti altaf skálarinnar. — Við erum þjófar sagði hann með lágri röddu. — Það eru peningar föður míns, og þú ert mamalucco. Jeg verð þá að fara einsamall þangað, jeg fer einn, jeg fer einn! — Farðu og komdu aldrei aftur! Jeg .. jeg skal segja eftir þjer .. zia Tatana .. Hann þorði ekki að kalla hana mömmu sína. — Svikari, hrópaði Bustaneddu og ógnaði honum, með kreptum hnefunum. Ef þú vog- ar að segja eftir, drep jeg þig eins og köngur- ló, jeg skal mylja í þjer tennurnar með steini, jeg skal handfjatla þig svoleiðis að innýflinn úr þjer komi fram í gegnum augnatóptirnar. Anania hljóp í keng, hann var í senn lirædd ur um að vinur hans myndi slá hann og að hann myndi missa niður súpuna, en hann hótaði ekki aftur að segja zia Tatana frá öllu saman. — Hvað var það eiginlega, sem það sagði við þig þarna á bænum? sagði hinn skjálf- andi af vonsku. Hvað sagði þessi stelpugopi? Segðu mjer það! — Ekkert. En jeg skal ekki vera þjófur. — Þú ert lausaleikskrakki, lirópaði Bustia- nedda, það er það sem þú ert. Jeg fer nú og sæki peningana og vil ekki sjá þig framar. Hann Iiljóp burtu og skildi við Anania full- an sársauka. Þjófur, lausaleikskrakki, aleinn og yfirgefinn! Hann grjet svo að tárin fjellu niður í súpuskálina. „Og nú skilur liann lika við mig og fer einsamall! Hvenær á jeg að geta komist, hvenær á jeg að geta leitað hana uppi?“ Síð- an hresti hann sig upp og svaraði sjálfum sjer: „Jú, þegar jeg er orðinn stór! Nú get- ur það svo sem staðið á sama“. Engu að síður hljóp hann á stað, strax og hann hafði skilað zia Tatana skálinni, að hesthúsglugganum. Alt var kyrt. Hann sá engan, lieyrði heldur ekkert í hinum stóra döggvota tunglskinsbjarta trjágarða. Fjöllin bar blá við dimman himininn, yfir öllu hvíldi friður og kyrð. — Hann hefir líklega ekki sókt aftur pen- ingana? hugsaði Anania. Hann hefir líklega ekki farið inn i trjágarðinn. Skyldi jeg eiga að fara? En hann var hræddur. Hann gekk inn í pressuherbergið og fór að strjúka sjer upp við zia Tatana eins og svangur ketlingur. Hún hjelt að hann væri veikur og kom með vanalegu spurninguna: — Hvað gengur að þjer? Er þjer ilt í maganum ? — Já, við förum heim! En Tatana skildi að það var eitthvað, sem i hann vildi tala um við hana og fór með hon- um út. — Jesú, Jesú, santa Caterina bella! liróp- aði hún upp yfir sig þegar hún fjekk að vita hvernig í öllu lá. Hvaða lieimur er það eigin- lega sem við lifum i! Jafnvel fuglarnir, jafn- vel kjúklingarnir í egginu drýgja synd! Anania fjekk aldrei að vita hvernig zia Tatana hefði getað fengið Bustianeddu til að leggja aftur peningana í skúffuna. En upp frá því höfðu vinirnir horn í síðu livors annars, og hvað lítið sem var flugust þeir á. Veturinn leið. Þegar komið var fram í apríl var olíupressan ennþá starfandi þvi að olíuuppskeran hafði verið óvenju mikil ár- ið áður. Við og við lokaði þó Anania eldri pressuhúsinu og fór út á land að vinna á akrinum fyrir húsbónda sinn. Hann tók þá Anania litla með sjer, því hann ætlaði að láta hann verða hónda. Drengurinn fylgdi honum, glaður yfir því að geta orðið til ein- hvers gagns og har lireykinn verkfærin og malinn um öxl. Á miðjum akrinum, sem það árið var und- ir umsjá olíupressarans, stóðu tvö stór trje. Blöð þeirra bylgjuðust fyrir vindinum eins- og ólgandi fossar. Landslagið var sljett og dapurlegt, lijer og þar lágu einstöku vín- garðar, hvergi sáust skógar eða runnar. Mannsröddin hljómaði ánþessnokkurtberg- mál svaraði, það var eins og hinn einmana- legi þytur trjánna gleypti hana, þessara tveggja einstöku pinja, sem báru við him- inn með hinum miklu krúnum sinum. Meðan faðirinn var að stinga upp og stóð lotinn fram yfir liina ljósgrænu vaxtar- borða þeyttist Anania úr einum stað i ann- an í hinu tilbreytingarlausa umhverfi, söng i kapp við fuglana og leitaði að sveppum og berjum. Við og við, þegar faðirinn rjetti úr sjer, sá hann drenginn tilsýndar og fann til stings fyrir hjartanu, því þessi staður, vinnan og litla veran, alt minti það hann á Oli og litu bræðurna hennar, um glappa- skotið sem hann hafði gert, um ástina og gleðina, sem liann hafði notið. Hvar var Oli? Hver vissi það? hún hafði horfið, flogið leiðar sinnar eins og litlu fuglarnir á akrinum. Nú, liún um það. Ana- nia fanst hann gera nóg að fóstra upp son hennar. Ef hann fyndi fjársjóðinn, sem hann dreymdi altaf um slcyldi liann lála drenginn læra, annars ætlaði hann að gera úr honum duglegan bónda, hvers var meira hægt að vænta af honum? Hugsið ykkur iiina sem ekki einu sinni vildu kannast við sína eigin syni, sem í stað þess að taka þá og ala þá kristilega upp ljetu þá verða að engu í fátækt og öllu illu! Já meira að segja margir ríkir menn, þó nokkrir lieldri menn gerðu það. Já meira að segja húsbÓJidinn sjálfur.... sjálfur signor Carboni.... t stuttu máli Anania eldri varð rórra innan- brjósts þegar hann hugsaði um þetta. Að vísu var hann ennþá hryggur íhugaþvíþegarhann leit út i sjóndeildarhringinn fanst honum hann geta sjeð grafhaugana, sem lágu krmg- um varðstofuna hennar Oli, og þegar feðg arnir voru að borða og livila sig, spurði faðirinn son sinn um liið fyrra líf hans. Anania var hræddur við föður sinn og þorði aldrei að horfast í augu við hann, en þegar nú einu sinni var búið að fá hann til að tala um endurminningar sínar, hafði hann' ánægju af að segja frá þeim og þvi sem einusinni hafði skeð. Hann mundi eftir öllu mögulegu. Fonni, stofu ekkjunnar og sögun- um hennar, hinum vingjai-nlega Zuanne ineð stóru eyrun, veiðimönnunum, munkunurn klausturgarðinum, kastaníutrjánum, geitun- um, fjöllunum, ljósasteypunni. En móður sína mintist hann varla á, enda þótt faðii*' inn leiddi altaf tahð að henni. — Nú jæja, sló mamma þín þig? — Aldrei, aldrei, sagði Anania. — Jeg veit að hún barði þig. — Mætti jeg verða blindur, ef það er nokkur hæfa til í því! Drengurinn sór og sárt við lagði að hún hefði nokkurntíma barið hann. — Jæja.... segðu mjer þá hvað hún gerði ? — Hún var altaf að vinna.... — Er það satt að veiðimaður hafi beðið hennar? — Það er lýgi! Veiðimaðurinn sagði við mig: „Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og biddu hana að koma hingað“, jeg fór og sagði henni það.. — Og hvað sagði hún? spurði faðirinn dálítið órólegur. — Hún varð bálreið eins og hundur. — Jæja. Olíupressarinn andvarpaði. Honum fanst sjer ljetta við tilhugsunina um að Oh hafði þó ekki farið til veiðimannsins. Já, svona var það, lionum þótti ennþá vænt um hana. Hann mintist með viðkvæmni, skæra, heita augnatillitsins hennar, mundi eftir htlu bræðrum hennar, fátæka og óhamingjusama vegverðinum.. en livað átti hann að gera? Ef liann hefði verið laus og liðugur liefði han vafalaust gifst henni, nú hafði hann í þess stað verið neyddur til þess að yfirgefa liana; það var ekki til neins að vera að hugsa meira um það. — Heyrðu sagði hann við Anania, þegar þeir voru búnir að neyta hinnar einföldu máltíðar, þarna í nánd við fíkjutrjeð, seiu þú sjerð er eldgamalt hús. Farðu og grafðu þar i jörðina, hver veit nema þú finnir eitt- hvað! „Saklaus börn finna fremur fjársjóði. Ef við nú bara fyndum eitthvað! Jeg skyldi láta Oli hafa stóran hluta af því, og þegar konan mín dæi skyldi jeg giftast henni, því þegar alt kemur til alls var það jeg seiu fyrstur leiddi hana á glapstigu“. En Anania fann ekki neitt. Þegar leið að kveldi snjeru faðir og sonur aftur heim til bæjarins, þeir gengu efhr hinum ljósa þjóð- vegi mót sjóndeildarliring, sem var eins og logandi gull. Zia Tatana beið þeirra með kveldmatinn, það brakaði í eldinum á hin- um vel sópuðu hlóðum. Hún snýtti Anania litla, þvoði augu hans og sagði manni sín- um frá því sem gerst hafði um daginn. Nanna hafði dottið í eldinn, Efes CaU hafði fengið nýja skó, zio Pera liafði barið einn drengjanna, signor Carboni hafði koin' ið inn í pressuliúsið og htið eftir hestinurn- — Hann segir að hann hafi megrast óg' urlega. — Diavolo, liann liefir líka svei mjer feng' ið að taka á því, livað ætlast padroninn til- Hafa dýrin ekki líka kjöt og blóð? Eftir máltíðina fór olíupressarinn út i vín- stofuna. Hann var alveg búinn að gleyma Oli og örlögum hennar. Zia Tatana spann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.