Fálkinn


Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.09.1930, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Maðurinn og náttúran. Allar uppfundningar mannanna eru lítilfjörlegar eftirlikingar á liinum miklu smíðum náttúrunnar. Enginn hefir nokkurntíma getað komist v hálfkvisti við liinn mikla smið, og allir þeir hlutir, sem við köllum upp- fundningar, framfarir í vjelheiminum o. s. frv., eiga merkilegar fyrir- ttiyndir í náttúrunni. Fyrirmynd og eftirlíking. Eitthvert hið merkilegasta verk- færi sem náttúran hefir skapað er höndin. Hún vinnur fyrir daglegu brauði, og stingur því upp i munn- inn á okkur. Óhjákvæmileg til þess að starfa með og góður vinur þegar þarf að verjast óvinunum. Þegar maðurinn þurfti að fara- að gera sjer verkfæri til hjálpar hend- inni datt honum ekki snjallara ráð í hug en að líkja eftir hreyfingum hennar. Líttu á grip handarinnar, er það ekki fast og fallegt, eftir þessu var naglbíturinn búinn til, og töngin var búin til á sama hátt eftir öðru taki handarinnar (sjá 1. 2. 3. 4.). Tvö augu. Einhver nákvæmasta uppfundning seni gerð hefir verið er myndavjel- in, en hún er eftirlíking af auganu. Aðeins er sá mismunur, að það verður að mæla út lengdir og stækka °g minka ljósop vjelarinnar, en þetta gerir augað sjálft. Hugsaðu þjer nú hvernig þetta skeð- ur. Sjáaldrið tekur myndina og fram- kallar hana á nethimnunni, en það- an flytur sjóntaugin hana til heil- ans. Myndavjelin vinnur hjer um bil á sama hátt. Hreyfanlegt vígi. Siðan lifið hófst á jörðunni hafa verið háðir blóðugir bardagar, hin- ir sterku sigruðu hina minni máttar, hinir slóttugri rjeðust á þá sem frið- samari voru og daufgerðari. Eitt dýranna var það þó, sem ekki var hægt að yfirbuga, en það var skjaldbakan. Hinn þykki skjöldur hlífði henni fyrir öllum árásum, hún dró höfuð og fætur inn undir skjöld- inn og var ósæranleg. Þetta óálitlega og seinfæra dýr tóku menn til fyrirmyndar þegar þeir ljetu gera „tankana" í siðasta stríði. Hinir þykku veggir vernda þá, sem í bílnum ei’u fyrir skothríð- inni, eins og skjöldurinn dýrið. Til eru stórar brýr, sem bygðar eru í boga og hvíla ekki á neinum stöplum. Þetta byggingarlag er til orðið eftir mikil heilabrot og út- reikninga verkfræðinganna. Slíka brú, alveg eins fallega bygg- ir náttúran sjálf án minstu erfið- ismuna i hvert sinn sem hún skap- ar eitt hinna stóru spendýra. Fjar- lægðin milli fram og afturfóta er svo mikil að væri þetta mannleg bygg- ing myndi vera mikil hætta á að hún hryndi. Sjálfur geturðu auðvitað fundið mörg dæmi hins sama. Flugvjelin er t. d. alveg eins og fugl i laginu. Neðansjávarbáturinn er bygður eins og fiskur, já, jafnvel hugmynd- ir til skrauts og útsaums verðum við að sækja í dýra og jurtaheim- inn. Náttúran er hin mikla fyrir- mynd vor og góði leiðbeinandi. Felumynd. Þarna er tigrisdýrið. Hvar eru veiðimennirnir, sem eiga að leggja' það að velli? Á árunmn 1916 til 1928 fóru fram alls 7763 hjónavigslur hjer á landi. Og hvar og hvernig lætur fólk gifta sig? Langflestir fara heim til prests- ins og láta gefa sig saman þar, eða um 60 af hverjum hundrað brúðhjón- um. í kirkju voru aðeins tæplega tólf af hverjum 1000 brúðhjónum gefin saman árið 1928, á heimili annarshvors brúðhjónanna eða kunn- ingja þeirra 21.6 af hundraði og hjá sýslumanni eða bæjarfógeta 6.7 af hundraði. Það fer sívaxandi, að fólk láti gefa sig saman á heimili prests- ins, enda er það lika handhægast. Af hjónavígslum i Reykjavík árið 1928 fóru af hverju hundraði um 80 fram hjá prestinum, 8,3 í heimahús- um, 4,5 í kirkju og 7,3 hjá bæjarfó- geta. íbúðir prestanna í Reykjavik eru því þau húsakynni, sem lang- flestar vígslur fara fram í af öllum húsum hjer á landi. Þess má geta, að Reykvíkingar eru ekki eins hrædd- ir við að láta gifta sig í kirkju og þeir voru fyrir nokkrum árum. Á árun- um 1916—’20 giftust þar aðeins 1*4 af hundraði í kirkju, en árið lff27 6,8 hundraði. -----x---- Stúlka ein i London var nýlega gift símleiðis unnusta sínum, sem á heima á Java. Var þetta gert til þess, að hún þyrfti ekki að hlíta ýmsum á- kvæðum um útlendinga, sem lögum eru samkvæmt og krafist er af þeim, sem koma inn í landið. Hjón ein i Pennsylvaníu giftu sig fyrir skemstu sjálf á þann hátt að þau tókust í hendur, að borgarstjór- anum ásjáandi og sögðu bæði í senn: Nú erum við gift. Og borgarstjórinn hefir viðurkent að þetta hjónaband sje löglegt. Það er ekki að ástæðu- lausu að Ameríka er stundum kölluð land frelsisins. Þegar þau skilja, þá fara þau vitanlega til borgarstjórans og segja: Nú erum við skilin. Og borgarstjórinn tekur það vitanlega gilt, ekki síður en hitt. Brasso ber sem gull j af eiri af öðrum f æ g i 1 e g i. | Fæst alstaðar. • IIUIU •■••■•■• •••■■■•• iuuiu [ Tækifærisfljafir j Fagurt úrval. ■ ■ Nýjar vörur. — Vandaðar ■ vörur. — Lágt verð. ■ Verslun ■ Jóns Þórðarsonar. m i í M á I n i n g a -! í í vörur : : Veggfóður | : : Landsins stærsta úrval. í »MÁLARINN« | ■ ■ Reykjavik. | VeWiáhöId. Skotfæri.! ■ s Nýr verðlisti nýútkominn. — • ■ 5 ■ Sendur ókeypis þeim sem áhuga | I hafa á slikum vörum. ■ ■ Harald Börpesen, ■ ■ Frederiksberggade 28, Köbenhavn. £ Áteiknaðar hannyrðir fyrir hálfvirði. Til þess að auglýsa verslun vora og gera áteiknaðar vörur vorar kunnar um alt ísland á sem skjót- astan hátt bjóðum vjer öllu ís- lensku kvenfólki eftirtaldarvörur 1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm. 1 — ljósadúk .. 65 X 65 — 1 — „löber“ ... 35 X100 — 1 — pyntehandkl. 65x100 — 1 — „toiletgarniture" (5 stk.) fyrir danskar kr. 6,85 auk burð- argjalds. Við ábyrgjumst að hannyrðirnar sjeu úr 1. fl. ljerepti og með feg- urstu nýtísku munstrum. Aðeins vegna mikillar framleiðslu getum við gert þetta tilboð, sem er hafið yfir alla samkepni. Sjersiök trygging vor: Ef þjer eruð óánægð sendum við pen- ingana til baka. PöntunarseðillFálkinn 13. sept. Nafn .......................... Heimili........................ Póststöð ...................... Undirrituð pantar hjermeð gcgn eftirkröfu og burðargjaldi .......... sett hannyrðaefni á danskar kr. 6,85 settið, 3 sett send burðargjaldsfrítt. Skandinavisk Broderifabrik, Herluf Trollesgade 6, Köbenhavn K. Léreltstuskur kaupir Berbertsprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.